Breiðablik - 01.05.1907, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.05.1907, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK 185 um miljónamæring auðugri, því hann er borinn og leiddur af engl- um fórnarkærleikans. HÁSKÓLADAGURINN. I_IÁTÍÐISDAGURINN mikli í lífi ungra námsmanna, þegar þeir út- skrifast úr hinum almennu mentaskólum og öölast fyrstu heiöursnafnbót fyrir aö hafa lokið því námi, sem beztan undir- búning veitir undir hverja stöðu lífsins sem er, — er hér nefndur Convocation- dagur. Orðið þýðir á skólamáli eiginlega há- skólaráð eðaháskólaráðsfundur og er við- haft vegna þess,að nafnbætur þær, sem gefnar eru, eru eins konar dómsúrskurður háskólaráðsins. í Bandaríkjunum ersama athöfn nefnd Commencement■—byrjan. Þá byrjar alvara lífsins. Hingað til hefir skilmingamaðurinn verið að æfa sig í alls konar fimleika og vopnaburði. En nú byrjar hólmgangan. Upp frá þessum degi á að sjást, hvað kappinn dugir á hólmi lífsins. Hverjum ungum manni er það stór- mikill sómi, að leysa nám sitt vel af hendi. Hvernig honum tekst það, er spádómur um, hvernig ganga muni síðar. Hæfileik- ar hans, lestraráhugi, kapp og metnaður, fróðleiksfýsn og mentunarþorsti—það er alt bending um,hvernig maður hann muni síðar reynast. Mest er samt um það vert.hverjar hug- sjónir vakna hjá nemendum á námsárun- um. Því markmið allrar mentunar er það að koma inn í hugskot þeirra,er nám stunda,hugmyndinni um manninn, hvern- ig honum sé ætlað að vera, í hverri stöðu lífs, sem hann haslar sér völl. Af þeirri hugmynd um sannan mann, sem inn hefir komist hjá hverjum einum á námsárun- um, litast líf hans og stefnir hátt eða lágt. Alt er gjört hér til að gjöra daginn,sem minnisstæðastan og hátíðlegastan. Stærsta og veglegasta leikhús bæjarins er fengið og reynist ekki ofstórt. Því þar vilja allir vera nærstaddir, sem bera and- legan hag og farsæld, þjóðar sinnar fyrir brjósti. Þarna koma þeir fram fyrsta sinni, sem verða eiga leiðtogar fólksins Og • forkólfar framsóknarinnar á öllum svæðum lífsins á komandi árum. Á leiksviðinu sitja allir kennarar við æðri skólastofnanir í bænum ásamt öðru göfugmenni. í miðju skipar helzti dómari í æðsta rétti öndvegi. Hann er nú æðsti maður háskólaráðsins. Allir eru í há- skólabúningum sínum, með marglitar hettur á baki, eftir því, hve hátt þeir hafa klifið í nafnbóta-stiga háskólans. Skrifari háskólans les upp nöfn þeirra, sem útskrifast frá hverjum skóla fyrir sig Ganga þeir svo allir, hver á eftir öðrum, meyjar fyrst og menn síðan, í skólakáp- um sínum upp á leiksviðið og klappar þá fólkið lof í lófa. Hátíðlega stendur þá forstöðumaður þess skólans, sem hver hópur er frá, á fætur, ávarpar dómarann á latínu og segist leiða þessi ungmenni fram fyrir hann, því þau sé álitin verðug til að öðlast Baccalaureus Artium nafn- bót háskólans. Krjúpa þau svo öll, hvert á fætur öðru,á kné fyrir dómaranum, sem með latneskum formála gefur þeim nafn- bótina. Um leið og hver stendur á fætur aftur, smeygir forstöðumaður skólans, sem þeir eru frá, hettunni yfir háls þeim, bryddri snóhvítu héraskinni. Námsmeyj- um öllum er afhentur blómvöndur ogsvo snúa allir aftur til sæta sinna undir dynj- andi lófaklappi. Þá koma lögfræðingar, læknar og lyf- salar hver á fætur öðrum og öðlast hver sína nafnbót. í almennu mentaskólum fvlkisins — College-áeWá, eru þetta árið ekki færri en 303; lögfræðis-nám stunda 35, læknisfræði 163; en í undir-búnings-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.