Breiðablik - 01.05.1907, Page 7
BEIÐABLIK.
187
SKÍRLÍFI ÞJÓDAR VORRAR.
*
T
DAÐ er nýtt að heyra um það talað.
Og þó eru líkleg'a fá umhugsunar-
fifni þjóð vorri nauðsynlegri og sjálfsagð-
ari en ein'mitt það. Hreinlífið er ein af
æðstu hugsjónum hverrar þjóðar. Al-
ment brot gegn því, ef til vill hættulegra
fyrir lífsþrótt þjóðanna, en nokkuð annað.
í vorum huga er það ekkert efunar-
mál, að þegar við því máli er hreyft, hafa
menn fyrir sér þjóðar vorrar raunalegasta
löst — það, sem meira sýgur merg úr
beinum hennar og eitrar blóð hennar en
flest annað. En þeir kinnoka sér að tala
um það, sem helzt ætti að gjöra það.
Guðmundur Friðjónsson, skáld, hefir
sannarlega gjört þarft verk með því alveg
nýlega að vekja máls á þessu efni. Hann
hefir gjört það með skýrum og skorinorð-
um blaðagreinum. Fráleitt getur nokkur
vafi um það verið í hugum rétthugs-
andi manna, að hann hafi þar öldungis
rétt fyrir sér.
Auðvitað hefir hann talað ofurlítið
einhliða, þar sem hann hefir að eins bent
á kvenfólkið. Þar eiga sannarlega allir
jafnan hlut að máli,— karlmennirnir ekki
síður. Almenningsálitið í þeim efnum
eins og öðrum skapast algjörlega af af-
stöðu karlmanna. Það er þeirra skoðun,
sem ræður.
Nú er gengið í skrokk á Guðmundi og
hann gjörður að vargi í véum. Hann
hafi smánað kvenþjóðina. Hann hafi
ausið hrópi og rógi á holl regin, eins og
Eldir kvað um Loka Laufeyjarson. Mega
þó allir vita.að ekkert getur honum geng-
ið til nema gott eitt. Hann hugsar meir
og alvarlegar um andleg mál þjóðar
vorrar, maðurinn sá, en flestir aðrir, sem
nú eru uppi.
Er nauðsyn um þetta að tala? Já,meiri
nauðsyn en um flest annað. Það þarf
að safna nákvæmum skýrslum um siðferð-
isástand þjóðarinnar. Nákvæma grein
þarf að gjöra sér fyrir öllum orsökum,
sem til óskírlífis kunna að vera, í löggjöf,
í landsháttum, í lundarfari fólksins. Og
það þarf að leitast við af alefli að fjar-
lægja þessar orsakir,að eins miklu leyti
og auðið er.
Þó væri það að eins byrjan. Hrinda
verður á stað öllum þeim öflum,er styrkja
siðferðismeðvitundina. Með alvöru og
nærgætni verður að sýna hinni yngri
kynslóð fram á, hvernig þessi synd hrind-
ir sál og líkama í meiri eymd og vol-
æði, hamingjuleysi og ófarsæld en flest
annað. Það þarf að gjörast á heimilun-
um, í skólunum, í ræðu og riti, einslega
og opinberlega. Ekki að eins einu sinni
eða tvisvar, heldur stöðugt, svo að allir,
ungir og gamlir, sé sívakandi og á varð-
bergi.
Með öðrum orðum : Nýtt almennings-
álit þarf að myndast með þjóð vorri í þess-
um efnum. Með nýju almenningsáliti
hefir öðrum þjóðlesti verið hnekt —
drykkjuskapnum. Og eins og það er
almenningsálitið, sem gjört hefir þjóð vora
bindindissama með tilliti til áfengis, eins
víst er það almenningsálitið, sem gjörir
hana bindindissama með tilliti til óskírlífis.
Meinið er, að almenningsálit þjóðar
vorrar er og hefir lengi verið álíka gallað
í þessum efnum og það var fyrir þrjátíu
árum með tiliti til áfengisnautnar. Það
var þá eigi álitið sérlega saknæmt, þó
flóð væri fullra manna í hverju kauptúni
vetur og sumar, ár eftir ár. Nú er fagn-
aðarrík breyting til batnaðar í því efni.
Allir þeir, sem láta sér ant um heill og
heiður þjóðar vorrar, ætti því í þessu vel-
ferðarmáli að gjöra nákvæmlega hið sama
og bindindismenn hafa gjört. Halda þeim
ósóma, er hér loðir við líf þjóðarinnar,svo
vakandi með samtökum og félagsskap, í
ræðu og riti, með hverjum þeim hætti,
sem hentast þykir,að nýtt almenningsálit
rísi upp með þjóð vorri,sem verndar skír-
■ lífi hennar og gjörir hana að siðlátri þjóð