Breiðablik - 01.05.1907, Qupperneq 9

Breiðablik - 01.05.1907, Qupperneq 9
BREIÐABLIK. Estella M. Thomson. 189 hóp,er þá kom. Arið 1897 kom G. til Winnipeg-, byrjaði barnaskólanám hér og settist í ð.bekk og hafði þó að eins í skóla gengið partafþrem vetr- um áður. En svo varð hann um hríð að hætta námi, þangað til hann byrjaði nám við Wesley- College árið 1901. I neðsta bekk fekk hann þar önnur verðlaun,að upphæð 15 dali,en síðan hæstu verðlaun, 60 dali, á hverju ári og silfurmedalíu nú um leið og hann útskrifaðist fyrir ágæta kunn- áttu í grísku og latínu. Hjörtur Jónasson Leó er tæddur 6. jan. 1875 að Hofi á Skagaströnd í Húnavatnssýslu, sonur Jónasar Leó og Sæunnar Sigurðardóttur, sem nú er nýlátin. Fluttust foreldrar hans hingað til lands árið 1883, settust fyrst að í Nýja Islandi,en fluttust þaðan aftur eftir nokkur ár og settust að í Selkirk þar sem þau hafa dvalið síðan. I Gimli skólann gekk Hjörtur fyrst nokkura mánuði, síð- an hvarf hann til Winnipeg, gekk þar í lýðskól- ann hálfan sjötta máuuð að eins og útskrifaðist þó að þeim tíma liðnum úr 8. bekk. Við barna- kenslu fekst hann svo næstu tvö ár,en las undir þriðja flokks kennara-próf,sem hann svo lauk,og hélt áfram að kenna tvö ár enn. Arið 1896 stund- aði hann nám við lýðháskólann í Winnipeg í 6 Árni Stefánsson. Jungfrú Estella Maud Thcirson er ís- lenzk í móðurætt en á Kanadamann að föður. Hét móðir hennar Jósefina Baldvinsdóttir,Helga- sonar úr Húnavatnssýslu. Attu foreldrar hennar heima í Parry Sound í Ontario-fylki; þar er Estella fædd og þar gekk hún í lýðskóla,hélt síðan námi sínu áfram við lýðháskóla í Toronto. Til Winni- peg kom hún 1905 og settist í annan bekk um jólaleyti og þótti vel gjört af henni að taka próf um vorið upp úr bekknum. Hún gjörði nýju málin að kjörnámsgrein og er þar prýðilega að sér; leysti hún fullnaðarpróf sérlega vel af hendi, þrátt fyrir töluverða vanheilsu, enda hefir hún Ijómandi gáfur. Guttormur Guttormsson er fæddur 10. des. 1880 í Krossavík við Vopnafjörð,sonur Guttorms Þorsteinssonar, Guðmundssonar ríka,og Birgittu Jósefsdóttur,sem látin er fyrir þrem árum. Bróðir Guttorms er Stefán, sem fullnaðarpróf tók fyrir .tveim árum með ágætis einkunn og heiðurspen- ing’ úr silfri. Foreldrar þeirra bræðra fluttust Jiingið lil Vesturheims árið 1893 með þeim stóra

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.