Breiðablik - 01.05.1907, Síða 10
BREIÐABLIK
190
FAGRAR HUGSANIR.
3. Þjóðlíf.
Líf heillar þjóðar er, eins og- gefur að skilja,
ærið margbreytilegt, og eigi unt að gera sér
grein fyrir því til fulls, nema litið sé á allar hliðar
jafnt, á þing og stjórn, á trúarbrögð og lífsskoð-
an, á atvinnagreinar, híbýli og háttalag. Alt
hefir þar í sjálfu sér jafna þýðingu: hinar æðstu
og háleitustu hugsjónir og hinir auvirðilegustu
smámunir, því hvorttveggja er runnið út af sömu
rót,—af 'insta eðli þjóðarinnar.
—Gullöld Islendinga. bls. 29—30.
*
4. Máttur hins lifanda orðs.
Þeir munu að líkindum vera færri nú ádögum,
sem eigi hafa einhvern tíma æfinnar átt kost á
að sannfærast um áhrif og mátt hins lifanda orðs
á vörum snjallra ræðumanna. Fyrir því hafa
auður og völd mátt lúta í lægra haldi. Og svo
hyggjum vér, að einnig hafi verið hjá forfeðrum
vorum. Eyra þjóðarinnar mun eigi síður þá en
nú hafa verið opið fyrir áhrifum snjallrar ræðu.
Strengir hjartans munu hafa titrað jafn-viðkvæmt
þá og nú fyrir áhrifum æstra tilfinninga, og eng-
mánuði og leysti þá kennara-prót annars flokks
af hendi. Næsta vetur las hann kennarafræði
við kennaraskólann og tók þar próf. Yorið eftir
gekk hann undir fyrsta flokks kennarapróf. Var
kennari við Selkirkskó'ann veturinn 1899-1900 og
yfirkennari við Gimli-skólann næstu þrjú ár;
kennari við Selkirk-skóla 1903—4. Gekk undir
fyrsta árs College-próf yið Manitóba-háskólann
um vorið; var innritaður við Wesley-College
haustið eftir og leysti annars árs próf af hendi
um vorið, með verðlaunum í íslenzku og stærð-
fræði. Tvö síðustu árin hefir hann lesið stærð-
fræði við háskólann, náði fyrra vorið hæstu verð-
launum í þeirri grein og útskrifaðist nú í vor með
silfur-medalíu háskólans. Þeir Stefán Guttorms-
son og hann eru nú sjálfsagt allra Vestur-íslend-
inga bezt að sér í stærðfræði.
Allir þessir piltar starfa að einhverju leyti að
safnaðar- og trúboðsmálum fyrir kirkjufélagið
á komanda sumri.