Breiðablik - 01.05.1907, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.05.1907, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK. 193 W SIÐASTA FERÐ LÆKNISINS. Eftir IAN MACLAREN. Pað var bitur sunnudag’ur í desember mánuöi. I ökladjúpum snjó var sóknar- nefndin að gjöra út um mál sín. Þá kom gamla bústýran læknisins ogf sagði Drumsheugfh, að læknirinn kæmist ekki á fætur og langaði að hafa tal af hon- um seinna dagsins. ,,Já, já,” sagði Hillocks og hristi höf- uðið og þann dag fipaðist Drumsheugh í kirkjunni, svo alla furðaði. Janet bústýra hafði gjört eld á arni, sem annars var eigi notaður. Hún hafði hengt dúk fyrir gluggann til varnar gegn hamförum þessa beiska norðannæðings. En það setti hroll að hjarta Drumsheugh, er hann kom inn í þetta þægindalausa herbergi með einum sex smá-húsgögn- um og slitinni gólfdúksræmu, og hann horfði út í snjóinn, sem lá í hrúgu upp á aðra gluggarúðu, en furutrén myrk og döpur með fangið fult af snjó og ís fyrir utan. Lækninum haföi raunalega hnignað, hann gat naumast ly ft höfðinu, en andlitið varð bjartara, er gesturinn kom; og stór hönd, sem nú var drifhvít og fáguð, var rétt fram undan rúmfötunum með gömlum hlýinda-tilþrifum. ,,Komdu nær maður og seztu. Það er óttalegur dagur að láta þigfara svo langt. En eg vissi,þú mundir ekki fást um vega- lengdina. Eg var á báðum áttum, þang- að til í gærkveldi; þá fann eg, að það myndi eigi líða á löngu og í morgun fór mig að langa svo sárt til að sjá þig. Við höfum verið vinir síðan við vorum dreng- ir við gamla skólann í furuskóginum og mér þætti vænt um, ef þú værir hjá mér seinast. Þú verður hér í nótt, Pétur, upp á gamlan kunningsskap. “ Drumsheugh var í mikilli geðshræring; skírnarnafni sínu hafði hann eigi verið nefndur síðan móðir hans lézt,og það var eins og titringur kæmi í herðar hans, eins og' einhver hefði til hans talað úr öðrum lieimi. ,,Það er óttalegt að heyra þig vera að tala um að deyja, Vilhjálmur; eg þoli það ekki. Við komum lækninuni hérna í Mýrabæ á fætur og þú verður á ferð- inni fram og aftur áður langt líður. Það er ekkert stórvægilegt, sem að þér geng- ur. Þú ert orðinn slitinn af sífeldu erfiði og þarft hvíldar. Segðu ekki, að þú sért að fara frá okkur, Vilhjálmur. Við meg- um ekki án þín vera, hérna í Drumtoch- ty;“ og Drumsheugh mændi óþreyjufull- ur eftir einhverju vonar-orði. ,,Nei, nei, Pétur, það er ekkert hægt að gjöra og það er of seint að senda eftir nokkurum lækni. Stundum er drepið svo að dyrum, að enginn vafi er, hver sé á ferð. Eg hefi barist við dauðann fyrir aðra í fjörutíu ár, en nú er mín eigin stund að síðustu komin. Það gengur ekkert sérlega rnikið að mér —dálítill snertur af lungnapípubólgu — og líkamsbyggingin hefir verið ágæt; en eg er með öllu útslit- inn; það er það, sem að mér gengur og slíkt læknar enginn. “ Drumsheugh gekk yfir að arninum, og gjörði dálitla stund ekkert annað, en að mylja sundur hálfbrunna móköggla og fór reykurinn upp í augu hans og nef. ,,Þegar þú ert til, Pétur, voru það tvö eða þrjú lítilræði, sem eg ætlaði að biðja

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.