Breiðablik - 01.05.1907, Qupperneq 15
BREIÐABLIK.
i95
féll á hendur hans, sem skulfu, ogf andlit
læknisins, þar sem skuggarnir voru nú
aö safnast.
„Móöir mín vildi ætíö láta lesa þetta,
þegar hún varð veik.“ Og Drumsheugh
byrjaði: ,,í liúsi föðurs míns eru mörg
híbýli.“ En læknirinn tók fram í.
,,Það er fagurt orð og móðir þín var
heilög kona. En það er ekki fyrir mig
og mína líka. Það er indælt, en eg þori
ekki að eigna mér það. Láttu bókina
aftur og láttu hana opnast sjálfkrafa; þá
kemur þú ofan á nokkuð, sem eg hefi
verið að lesa á hverju kveldi. “
Þá fann Drumsheugh líkinguna, þar
sem meistarinn gefur oss álit guðs á farí-
sea og iðrandi syndara og kom að orðun-
um :
,, En tollheimtumaðurinn stóð langt frá
og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til
himinsjheldur barði sér á brjóst og sagði:
Guð, ver þú mér syndugum líknsamur. “
,,Þetta gæti hafa verið ritað fyrir mig,
Pétur, eða einhvern annan gamlan synd-
ara, sem kominn er að fram og hefir ekk-
ert fyrir sig að bera. Það var ekki auð-
velt fyrir mig að komast til kirkju, en eg
hefði líklega getað það, ef eg hefði lagt
nóg á mig. Eg talaði oft á annan veg en
eg átti að gjöra, eg hefði getað verið þýð-
lyndari og ekki eins skapstyggur. Eg sé
það alt nú. En of seint að lagfæra. Segja
mættir þú fólki, að aumur hafi eg verið
út af þessu, en eg vona, að almáttugur
guð verði mér líknsamur. Gætir þú —
flutt dálitla bæn, Pétur ?“
,,Mig brestur orð,“ sagði Drumsheug'h
í öngum sínunt. ,,Vilt þú,að viö sendum
eftir presti ?“
,,það er enginn tími til þess nú og eg
vil heldur, að þú sjálfur---það, sem
þérbýríhjarta, Pétur;sá almáttugi veit alt
hitt sjálfur. “
Svo kraup Drumsheugh á kné og baðst
fyrir með ntörgum hvíldum:
„Almáttugi guð-----vertu ekki harður
við Vilhjálm MacLure, því hann hefir
ekki Verið harður við neinn hér í Drum-
tochty. Vertu góður við hann eins og
hann hefir verið góðurvið okkurí fjörutíu
ár. Frammi fyrir þér erum vér syndarar.
Fyrirgefðu honum það rangt, sem hann
hefir gjört, og fær þú honum það ekki til
skuldar. Hugsaðu um fólkið, sem hann
hefir hjálpað — konurnar og börnin — og
bjóð þú hann velkominn heirn, hann þarf
svo sárt á því að halda eftir alt dagsverk-
ið. Amen.“
„Þakka þér fyrir, Pétur, og góða nótt.
Hjartans trúlyndi vinur, réttu mér hönd
þína, því verið getur, að eg þekki þig
ekki aftur. Nú ætla eg að fara með bæn-
ina hennar móður minnar og sofna svo
dúr, en þú fer ekki frá mér, fyrr en alt er
búið. “
Svo hafði hann yfir þetta vers eins og
hann hafði gjört á hverju kveldi alla æfi:
I nótt, er sígur svefn á brá,
mér sjálf'ur drottinn veri hjá.
Ef, áður vakna, eg' bíð hel,
eg öndu mína drotni fel.
Þegar vindurinn feykti snjónum upp að
glugganum í snöggri gusu, svaf hann
vært; en alt í einu vaknaði hann í svefnin-
um, ef svo má að orði komast. Einhver
þurfti hans við.
„Ert þú úr Urtach-dal?“ Og einhver
ókunnug rödd sýndist að hafa svaraö
honum.— “Er hún verri? Tekur hún
mikið út ? Það er ekki álitlegt. Það
var gott, að þú komst. Framdýrunum
verður ekki lokið upp fyrir snjó; far þú í
■'kring, og þú kemst inn í eldhúsið; alt
verður til á augnabliki. Haltu á ljósker-
inu meðan eg söðla Mósu, og þú þarft
ekki að koma fyrr en með morgni; eg
þekki veginn. “
Svo hélt hann áfram í svefni líknarer-
indum sínum og barðist um í storminum.
„Það er ljóta nóttin, Mósa, og færðin
þung. Getur þú séð fyrir fætur þér,grey-
ið? Snjórinn gjörir mig örvita. Bíddu
við, meðan eg þukla eftir vegarskiftum ;