Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 1
BREIÐABLIK. MánaSarrit til stuOning-s íslenzkri menning. FRIÐRIKJ. BERGMANN RITSTJÓRI VI. Ár. WINNIPEG, JANÚAR 1912. Nr. 8. Á NÝJÁRSNÓTT. i. í eilíft hyldjúp líður nú g'amlárs-kvöldið kyrra; frá kirkjum öllum dunar hin mikla samhring'ing', því síðan klukkan tólf á nýjársnótt í fyrra er nátthljótt jörðin runnin sinn sólbindandi hring. Hvert tímamót er hugsmíð—oft hugur mannsins skapar— því hvergi strandar tímans hin óslítandi lind; hver stund, sem deyr, er líkt eins og stjarna sem að hrapar, því stundum dylur sjónhverfing veruleikans mynd. En viðburðanna rás lýtur víðsýnn mannsins andi, því velur hann sér takmörk, sem lífið sjálft er háð, þótt tíminn heiti eilífð á hugsjónanna landi, sem himnesk vonin segir að alt sé geislum stráð. — Að morgni roðnar himinn við rósvæng ársins nýja, þá rísa’ upp óskir hlýjar, er glaðnar morgunsár; af tímans stormi knúið, sem ljós í læðing skýja, er liðið gamla árið með brosin sín og tár.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.