Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 6
118 BREIÐABLÍK hann var svertingá. Þess vegna var hann eigi settur til borðs með neinum öðrum. En dúkur var breiddur á dálítið borð fyr- ir bann einan. Þar sat hann einn og út af fyrir sig að bverri máltíð og hafði eng- an til viðræðu. Sjálfsagt befir verið ótt- ast, að öllu hinu ferðafólkinu með hvítan hörundslit þætti vansæmd að sitja til borðs við hlið svertingja. Til þess að komast hjá því hneyksli, vár þetta haft svona. Mér virtist þetta fyrirkomulag vera hvítum mönnum vansæmd miklu meiri en svertingjanum. Um manngildi er ávalt mikill vandi að dæma svo að rétt sé. En mér kom það svo fyrir sjónir, að sumir í þessum hcpi hvítra manna væri ef til vill ekki svertingjanum að neinum hlut fremri, öðrum en hörundslitnum. Skipiðvarenskt. Eg spurði sjálfan mig: Hefði þetta get- að átt sér stað, ef skipið hefði Att heim- ilisfang í landi Abrahams Lincoln? Eg mintist þess, að haldin hafði verið 100 ára minning fæðingardags hans í Banda- ríkjunum. Eg spurði sjálfan mig: Hvern- ig skyldi honum hafa litist á jafnréttið? Skyldi honum þá hafa fundist það ómaks- ins vert að steypa 30 miljónum manna, sem þá voru í Bandaríkjunum, út í eitt blóðugasta borgarastríð, er sagan þekkir, þegar þjóðin, sem nú er orðin 80 miljónir eða meir, er enn jafn-skamt á leið komin og hún er, í því að kannast við, að svert- inginn sé maður, engu síður en hvítir menn, hafi ódauðlega sál engu síður en þeir,og þess vegna líka fulla beimting á að vera teknir til jafns við hörundsbjartari bræður sína? Hve óumræðilega bágt maðurinn á með sjálfan sig! Hve feikna mikið af dýrseðlinu er enn eftir, sem otar stiklinum að þeim, er stendur við sömu jötu, ef hann er ekki eins á litinn eða minni máttar. Þarna er bletturinn, stóri og mikli, á menningu einnar göfugustu framfaraþjóðar heimsins — Bandamanna. Aldrei sést betur, hve skánin er þunn, sem menning nútímans leggur utan á manninn, en þegar lesið er um eitthvert hryllilegt svertingjamorð, sem framið er af hvítum skrílmennum einhvers staðar í Bandaríkjum. En vonandi lagast það með tíð og tíma. FRIÐÞÆGINGARLÆRDÓMURINN. Erindi flutt á synodus 1911. Eftir prófessor Jón Helgason. Starf Jesú Kristsað endurlausn mann- anna er nú á tímum venjulega skoðað frá tveim hliðum. Að því leyti sent það hefir áhrif á mennina, er talað um það sem o p i n b e r u n a r s t a r f, en að því leyti sem það jafnframt og aðallega á að hafa áhrif á guð, er talað um það sem f r i ð- þægingarstarf. í sjálfu sér er þetta ekki annað en það, sem kallað var spá- manns- og æðstaprestsembætti Krists í hinni evangelisku trúfræði fyrrum, meðan sú venja ríkti að skoða endurlausnar- starfið frá sjónarmiði hins þrefalda em- bættis Krists. Þar sem Jesús sjálfur talar um endur- lausnarsrarf sitt virðist hann leggja meg- in áherzluna áopinberunar starfsem- ina. Með opinberunar-boðskap sínum ætlast hann til að ná takmarki sínu, end- urlausn mannanna. Því segir hann, að hver sem heyri hans orð hafi eilíftlíf (sbr. Jóh. 5,24) og talar um þekkinguna á guði sem meðal til að öðlast eilíft líf (sbr. Jóh. 17,3). Og frammi fyrir Pílatusi gjörir Jesús á hátíðlegri stundu þá játningu, að hann sé fæddur og í heiminn kominn til þess að bera sannleikanum vitni (Jóh. 18-37)- Innan kirkjunnar virðist aftur á móti megináherzlan lengst af lögð á f r i ð- þ æ g i n g a r starfið. Þó er þetta ekki svo að skilja sem kirkjan hafi ekki ávalt viðurkent opinberunarstarf Jesú. En það hefir hins vegar aldrei verið það meg- inatriði, sem það virðist vera hjá Jesú sjálfum. Þetta orsakast með fratn af

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.