Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK 115 <l44344^4434434^44^434^434sr^4434443r^4^ SUMARFERÐ. III. í NEW-YORK OG Á ATLANTSHAFI. G var þreyttur, eftir að hafa ekið fram og- aftur heitan dag í NewYork, og" svaf lengur en eg ætlaði. Eg varð þess var um leið og eg vaknaði, að alt var á tjá og tundri á gistihúsinu. Þar var fjöldi fólks, sem ætlaði með sama skipi og eg yfir hafið. Það átti að leggja af stað klukkan tíu árdegis, svo nú var ekki til setu boðið. En þau ósköp af farangri sem heldra fólkið hefir með sér, er það fer í slíkt ferðalag. Og slík feikna umhyggja fyrir þeim far- angri. Mér alveg blöskraði. Það var eins og sál þeirra væri í veði. Eða öllu heldur: Það var eins og hún væri í kofortunum. Og væri henni jafn-mikil umhyggja sýnd, bæði sýknt og heiiagt, myndi þá eigi vondi staðurinn mjög bráð- lega detta úr sögunni algerlega, spurði eg sjálfan mig. Um þetta var eg að hugsa, er eg sá fólkið, ótt og uppvægt út af farangri sín- um, alt í kring um mig. Eg fór að öllu hægt og gæti- lega. Kistan mín var komin á réttan stað kveldinu áður og eg búinn að ráðstafa henni sem bezt mátti, svo ekkert var eftir nema að komast á skipsfjöl. Það var dýrlegur vormorgunn,er eg ók of- an að Norður-á, þar sem fólksflutn- inga drekarnir dýru liggja og þar sem 1 í n u r n a r hafa hver sína byggistöð. Stíga menn þar af há- um loftum út áþessar fljótandi hall- ir, sem fljúga eiga yfir hafið. En er eg ók ofan að bryggjunni, varð eg svo gagntekinn af fegurð- inni, fegurð borgarinnar og feg- urð náttúrunnar, að mér fanst eg naumast geta slitið mig frá þessu öllu. Ekkert land er jafnfrítt í huga mínum og Bandaríkin. Það hefir verið svo frá fyrstu stund, er eg leit á land. Sú stund rifjaðist nú upp fyrir mér. Það var fyrir 36 árum. Eg var þá 17 ára gam- all drengur, einn míns liðs þáeins og nú, nema fáeinir samferðamenn frá Islandi, alt vandalaust fólk. Við komum inn á höfnina laugar- dagskveld, eftir að dimt var orðið, og sáum þá ekkert,eða mjög h'tið. En um morguninn, er eg kom á fætur, man eg, hve óumræðilega dýrlegt mér kom alt fyrir sjónir. Allan sunnudaginn hafðist eg við uppi á þilfari, hugstola af því margbreytta iífi, sem blasti við. Bezt man eg samt eftir tveim ung- um mönnum á mínu reki, sem

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.