Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK
123
af eigin mætti. LítiBáhana! Er hún
eigfi reist á öldunum! Lítið á hólmana
lágu með landi fram, þar sem vatnið
sveiflar sér upp og ofan í sefinu. Þið
vilduð ekki einu sinni stíga þarniðurfæti
ogf þó hvílir borgin öll á slíkum grunni,
og vitið þiö ekki, að norðanslormurinn
getur velt kirkjum og konungshöllum í
hafið? Og vitið þið ekki, að við eigum
óvini svo volduga, að öllum höfðingjum í
kristninni væii ofurefii að sigra þá? Þess
vegna skuluð þið ávalt ákallaSan Marco,
því hann er sá, sem meö sterkri hendi
heldurí taugarnar, er Feneyjaborg hangir
í yfir hafdjúpinu.
Og á kveldum, er tunglsljósið, sem
hvílir yfir Fenevjaborg, var grænbláleitt
af hafmóðunni og þeir rendu sér hægt upp
fyrir Stórasíki, og rennibátarnir, er
mættu þeim, voru fullir af söngfólki, og
hallirnar urðu hvítar og þúsund ljósbönd
lágu yfir vatnið, þá minti hann þá ávalt
á, að þeir skyldi vegsama San Marco
fyrir líf og lán.
En hann gleymdi honum eigi heldur á
daginn. Þegar þeir komu heim úr róðr-
arferð og rendu sér inn lónið, ljósbjart
og glófagurt, og borgin lá framundan,
vaggandi á öldunum, og skipin stóru
rendu út og inn á höfnina, og hertoga-
höllin skein þ'eim í augu eins og stór,
lokuð skrautmunakista, þá gleymdi hann
aldrei að skýra, að alt þetta væri gjafir
frá San Marco, og aÖ það myndi alt far-
ast, ef einn einasti Feneyjamaður væri
svo vanþakklátur aö dýrka hann eigi og
ákalla.
Nú bar svo til, að synirn.r eitt sinn fóru
að leita stórfiskjar út á opnu hafi fyrir utan
Lido. Þeir voru í félagi við aðra, höfðu
ágæta slúffu og ætluðu að vera brottu
nokkura daga. Veður var fagurt og
þeir gerðu sér von um mikla veiði.
Snemma morguns lögðu þeir út frá
Rialto, eynni stóru, þar sem sjálf borgin
liggur. Og er þeir runnu út yfir lónin,
sáu þeir allar þær eyjar, sem vernda Fen-
eyjaborg fyrir hafinu, reka kollana fram
úr þokunni. Þar voru La Giudecca og
San Giorgio á hægri hönd og San Mic-
hele, Murano og San Lazzaro til vinstri.
Svo kom ein ey á fætur annarri í löngum
sveig út til Lido hinnar löngu, sem lá
fram úr miðju, eins og lás á perluháls-
meni. Fyrir utan Lido lá hafið, breitt
og takmarkalaust.
En er þangað var komið klaklaust,
stigu nokkurir sjómannannaí bát og reru
frá slúffunni til netjalagningar. Stöðugt
var blíðviðri, þó undiralda væri hér meiri
en innan eyjabandsins. Það gefur að
skilja, að engum kom hætta til hugar.
Báturinn var góður og þetta voru sjó-
vanir menn.
Skjótt veittu þeir þó, sem eftir urðu á
slúffunni, því eftirtekt, að dimt varð í
lofti og á legi noröur undan. Þeim skild-
ist, að norðangarður væri á leiðinni og
þeir tóku að hrópa til félaga sinna, en
þeir voru þegar ofiangt brottu til aö heyra
varnaðarköllin.
Stor.nurinn skall fyrst á bátinn. Er
sjómennirnir alt í einu sáu öldurnar rísa
kring um sig,eins og hjarðir,er um nóttu
hafa legið á víðum velli, rísa upp að
morgni, rétti einn þeirra úr sér og benti
félögum sínum, en ska'l um leið aftur á
bak út í hafið. Um leiö reiö að alda, er
lét bátinn standa á enda, og mátti sjá,
hvernig menn skókust af þóftunum og
slengdust út í hafið. Alt var horfið á
svipstundu. Svo skaut upp bátnum en
kjölurinn vissi upp. Mennirnir á slúff-
unni reyndu nú að komast í henni á stað-
mn, en fengu eigi fyrir stormi.
Það var feikna-bylur,sem fór yfir hafið,
og skipshöfnin á slúffunni átti fult í fangi
með að bjargast. Þeim auðnaðist þó að
komast heilum heim til að herma ófarir
sínar. Það voru báðir synir Cecco og
þrír aðrir, sem höfðu farist.
Já, guð komi til, hvernig alt getur
gengið. Sama morgun varð Cecco reik-
að ofan á Rialto-bryggju til að hafa gát