Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 12
124 BREIÐABLIK á fiski-verzlaninni. Hann gekk fram á milli fiskiborðanna, státinn eins og herra- maöur,af því að hann þurfti ekki a8 vinna. Hann tðk jafnvel eina tvo Lido-sjómenn með sér inn á skytning og bauð þeim me8 sér glas. Hann breiddi úr sér þar sem hann sat á bekknum og gortaBi bæ8i afsjálfum sér og sonum sínum. Hann var8 líka í svo gó8u skapi, a8 hann tók upp medalíuna, setn hertoginn haf8i gefið honum fyrir að frelsa barn frá druknan í Stórasíki. Hann sá naumast sólina fyrir þessum stóra gullpening, bar hann ávalt á sér og sýndi, hve nær sem færi gafst. Þá kom maður og tók að herma frá slysinu, án þess a8 taka eftir Cecco, sem sat þar. En hann hafði eigi talað letigi, áður fiskimaðurinn varp sér yfir hann og greip fyrir kverkar honum. ,,Þú segir þó ekki, a8 þeir sé dau8ir“, æpti hann, ,,ekki synir mínir, heyrir þú? Ekki syn- ir mínir!“ MaSurinn sleit sig af honum, en Cecco hegðaði sér eins og hefði hann ntist ráð og rænu. Þeir, sem fram hjá fóru, heyrðu hann æpa og kveina. Þeir þyrptust inn á skytninginn, allir sem máttu, og slógu hring um hann eins og kringum loddara. Cecco lá á gólfinu og var í önguni sín- um. Hann laust hnefanum í harBan stein- inn og sagði hvað eftir annað: ,,Þa8 er San Marco, San Marco, San Marco!“ ,,Þú ert úrvinda af sorg,Cecco“,sögðu þeir við hann. ,,Eg vissi a8 þa8 myndi koma fyrir þarna úti á hafinu“, sagði Cecco, ,,fyrir utan Lido og Malamocco, þar vissi eg að það myndi koma fyrir. San Marco ætl- aði að ná þar í þá. Hann heiftaðist viS þá. Eg hefi óttast það lengi. Já“, sagði hann, án þess að gefa því gaurn, er sagt var honum til hugarléttis, ,,þeir hlógu eitt sinn að honum, þegar viS lágum úti fyrir Lido. Hann hefir ekki gleymt því. Hann þolir ekki að láta hlæja aS sér“. Cecco rendi viltum augunum til þeirra, er stóðu i kring, eins og beiddist hann hjálpar. ,,Heyrðu mér Beppó frá Mala- mocco“, sagði hann og rétti hávöxnum fiskimanni höndina. ,,Heldur þú ekki að það hafi verið San Marco?“ ,,Láttu þér eigi detta neitt slíkt í hug Cecco!“ ,,Eg skal segja þérhvernig var,Beppo. Einhverju sinni, þegar drengirnir mínir voru börn, lágum við þarna úti á hafinu, og til þess okkur skyldi eigi Iei8ast,sag8i eg þeim, hvernig San Marco kom til Feneyja. San Marco, guðspjallamaður, sagði eg þeim, var fyrst jarðsettur í skrautlegu musteri í Alexandríu á Egipta- landi. En borgin féll í hendur vantrú- a8ra, og einhverju sinni skipaði kalífi þeirra að reisa skyldi skrautlega höll í Alexandríu og skreyta með súlum úr kirkjum kristinna manna. En einmitt um sama leyti lágu tveir kaupmenn frá Feneyjum á Alexandríu-höfn með tíu vel- fermdum skipum. Þegar þeir komu í kirkjuna, þar sem San Marco var jarðað- ur, og heyrðu talað urn skipan kalífans, sögðu þeir viö sorgbitnaprestana: ,Líki8 dýrmæta, sem þér hafið í kirkju y8ar, er hætt við að verði saurgað af Múhameðs- trúarmönnum. Fáið okkur það. Viö skulum sýna því sóma, því San Marco prédikaði fyrstur kristindóm á eyjunum við lóniö, og hertoginn mun endurgjalda y8ur‘. Þá létu prestarnir tilleiSast, en til þess aö kristnir menn í Alexandríu yrði þessu eigi andvígir, var lík annars heilags 'manns lagt í kistu guðspjalla- mannsins. En til þess nú Múhamedstrú- armenn skyldi eigi heldur fá vitneskju um brottflutning líksins, var því komi8 fyrir á botninum í stórum kassa og þakið yfir með svínslærum og reyktu fleski,sem Múhameðstrúarmenn rháttu ekki koma nærri. Svo þegar tollþjónarnir opnuðu lokið á kassanum, flýttu þeir sér þaðan eins fljótt og þeim var unt. En þessir tveir kaupmenn fluttu San Marcoóskadd-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.