Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 2
BREIÐABLIK 114 II. Horfinn er dag'ur; himinn er fagur; hýrnar við náttfaðminn kvöldstjarnan blá; ljósöldur glitra, litgeislar titra; ljós-englar vaka mér hjá. Blikar mjall-vefur; blómgyðjan sefur; bundinn er fossinn, og loftið er hljótt; ofar en fjöllin eilífðar-höllin opnast á tindrandi nótt. III. Rís þú ylskær yfir ljóssins börnum, er þú slekkur blys af næturstjörnum, himin-senda, hlýja nýjárssól! viðkvæmt barn þó vilji tárin lauga, vorsins sál, er skín úr ljóss þíns auga, yngir bros, sem angurtíminn fól. Líði trjáls þinn ljóshlýr vorsins andi, leiki’ um sérhvern blett á fósturlandi, veki yl í hverjum hjartans reit! Lengjast sólbros, bæði hér og heima. Huldudjúpsins tímans lindir streyma. Um hið duldaenginn maður veit. En hin sterka vonin — vonin bjarta, víðtæk drottins gjöf til mannsins hjarta, yfir lífsspor ókunn geislum slær, gimsteinn barnsins, leiðar-ljósið þjóða, lýsir það, sem hylur tímans móða. Yfir tíð og eih'fð vonin nær. — L. Th.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.