Breiðablik - 01.01.1913, Qupperneq 7

Breiðablik - 01.01.1913, Qupperneq 7
BREIÐABLIK 119 að saman. En auðsætt er á öllu,að tímar Sáttmálsbókarinnar eru enn harðneskju- tímar og siðleysis. Þar gildir enn lög- málið: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Þó geta manngjöld komið í stað blóðhefnda (2130)- Næsta framför í löggjöf með ísraels- mönnum verðurmeð siðbót Jósía621 f. Kr. Það er löggjöfin í 5. Mósebók, er þá kemur til greina. Eftirtektarvert er það mjög, að Hammúrabi-lögin eru gefin út af nýju austur í Babylon á dögum Assur- banipals konungs (668—625 f. Kr.) og eru þá nefnd: „Dómur réttlætisins, sem Hammurabi konungur setti“. Þetta er rétt á undan endurbótum Jósía (622—621) og stendur sjálfsagt að einhverju leyti í sambandi við þærio). Þá er musterið í Jerúsalem risið upp og orðin þungamiðja allrar guðsdýrkunar. En um leið verður dómsvaldið bundið við einn stað og ný og fullkomnari löggjöf nauðsynleg. Nú er lögmálið: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn (1 e x t a 1 i o n i s)farið að ganga úr gildi. Farið er líka að hegna með flengingum eða barsmíði. Löggjöf 5. Mósebókar byrjar með sögulegum for- mála og endar með blessan og bölvan, alveg á sama hátt og lög Hammúrabi. Heiðnir siðir eru stranglega bannaðir og mannúðar verður mjög mikið vart, er nemur úr gildi harðneskjusiðu fyrri tíma. Hér höfum vér fyrir oss löggjöf, þar sem leitast er við að flétta hugsjónir spámann- anna inn, að því leyti sem unt þótti. Þriðja tímabilið er herleiðingaröldin. Þá er fornsaga ísraelsmanna endurrituð frá sjónarmiði prestastéttarinnar seinast á 6. öld og í byrjan 5. aldar f. Kr. Til- gangurinn var að sýna guðlegan uppruna þjóðsiðanna. Frá þessu tímabili er lög- gjöf 3. Mósebókar, sem aðallega lítur að guðsþjónustu og helgisiðum. 10) Stanley Cook. Lavvs of Moses and Ham- murabi 1903, bls. 41. III. En þó Sáttmálsbókin sé ekki öll frá Móse, segja menn, gæti þó þau tíu laga- boðorð, sem kristnum heimi er tamt að skoða sem kjarna alls þess lagabálks, er kendurer við MÓse,hafaframkomiðáþann hátt, sem frá er sagt í annarri Mósebók. Eftir frásögninni, á Jahve að hafa afhent Móse tvær steintöflur, ritaðar með hans eigin fingri; hafa menn álitið, að á þess- um tveim töflum hafi boðorðin tíu verið rituð,sembarnalærdómurkristinna manna byrjar á. .Töflurnar voru guðs verk, og letrið guðs letur, rist á töflurnar* (2M 3216). En er Móse gekk ofan af fjallinu, með töflurnar í hendi og varð þess var, að lýðurinn hafði gjört sér gullkálf og dýrkaði sem guð, upp tendraðist hann bræði svo mikilli, að hann varp steintöfl- unum frá sér og braut þær í mul fyrir neðan fjallið. Síðan er Móse skipað að gera sjálfur tvær steintöflur nýjar. Þá er guð látinn gefa Móse lögmálið af nýju munnlega og Móse ritar með sinni hendi, tíu boðorðin á töflurnar. Jafnvel skáldið Goethe benti þegar á,að enginn myndi vita,hvað staðið heíði upprunalega á steintöflum þessum. Það hlyti að hafa verið alt annað en þau boð- orð, er standa í barna-lærdómsbókunum Lagaákvæði þau, er Móse fær hið síðara skifti, eru á alt annan veg en þau,er hann fekk hið fyrra skifti (2M20). í 5. Mósebók 5 standa hin tíu boðorð enn og eru tilfærð þar eftir því sem á að hafa staðið á hinum fyrri töflum, sem ónýttusv (2M20), en ekki hinum síðari. Og á eftir upptalningu boðorðanna í 5. Móse- bók 5 standa þessi ummæli: Og hann ritaði þau á tvær steintöflur og fekk mér þær. Það er því auðsætt að tvenns konar frásögn hefir verið um það í ísrael, hvað á þessum töflum hafi staðið ogþess vegna hefir sú sögn myndast, að Móse hafi mölvað þær í bræði sinni1!). ir) Sbr. Prof. Bertholet: Religion in Ge- schichte und Gegenwart I. 2020.

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.