Breiðablik - 01.01.1913, Qupperneq 15

Breiðablik - 01.01.1913, Qupperneq 15
BREIDABLIK 127 böndin órjúfanlegu. Pað er samband sorgar og gleði, baráttu og stríðs, og verður ætíð: ,,Meðan jörð og himin hlæja hvort mót öðru gegn um tár“. Sigurvinningar þjóða og einstaklinga eru dýru verði keyptar. ,,Það er enginn sigurinn, ef ekkert er stríðið*4. Það virðist ef til vill sumum alleinkennilegt lögmál. Það er náttúrulögmál í framsóknarbaráttunni, áskapað öllu lífi. Tilfinningalíf mannanna er líkt og strengja- hljóðfæri; einum tekst að knýja þar fram tóna og tilfinningar, sem öðrum er ómögulegt. Það er göfjgt og guðdómlegt hlutskifti að geta komið fram úr dimmunni og tendrað upp og þroskað hið bezta í manneðlinu. En til þess þurfum við að trúa á hið góða í einstaklingseðJinu, viðverð- um að gera okkur það skiljanlegt að áform ann- arra, eins og okkar sjálfra, muni oft vera mikið betri og göfugri en framkvæmdirnar. Það er hættulegt að dæma sjálfan sig vægar en alla aðra. Það er vandfarið með alt hið fíngerða og göf- uga í manneðlinu. Og ef hugsanir okkar eru fullar af sjálfselsku og eigingjörnum hvötum, þá kólnar tilfinninga-líf vort, og hið göfugasta og þýðasta hverfur, sloknar út aí og líður á burt. Göfug áform skapa göfugan hugsunarhátt; við megum ekki fyrir nokkra lifandi muni láta hrek- jast frá æskuhugsjónum okkar og; áformum. Göfug áform með skynsamlegu jafnvægi eru í flestum tilfellum framkvæmanleg ef við að eins höfum dómgreind og úthald til þess að bíða og velja hentuga tímann. Það ætti að vera markmið okkarallra að verða einhverstaðar að liði; það hjálpar okkur til þess gleyma okkur sjálfum. Og því ákveðnari sem við erum í því að hjálpa göfugum málefnum,þeim mun meiri áhuga sýnum við, að afla okkur skil- yrðanna til framkvæmda. Stundum finst osslandið okkar vera klettótt og kalt með ís og kulda í hverju spori, þarsem einkis sé að sakna. Og fólkið okkar illmálugt, öfundsjúkt, tilkomulítið, og bezt til þess fallið að framleiða okkar lægstu og grófgerðustu hvatir eiginlegleika. t>ó verður hitt vanalega rík- ara í hugum okkar. Umhugsunin um land feg- urðarinnar, land vorsins, land miðnætursólar- innar. Hið svipmikla land. ,,Fléttað af knút- um og köglum“. Land íeðra og mæðra. Landið ,,þar sem að fyrst stóð vagga vor — landið þar s«m við sáum fyrsta sólargeislann og fyrsta daggardropann — landið þar sem jörð og himinn hlæja hvert mót öðru gegn um tár“. Landið, sem vér Vestur-ís- lendingar ættum nð hjálpa til að leysa úr álög- um. Svo hin spámannlegu orð skáldsins okkar góða yrðu uppfylt: ,,Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna“. Við ættum allir (Vestur-fslendingar) að láta okkur skiljast, að því meira sem við leggjum í sölurnar fyrir fósturjörðina,þeim munlengur mun okkur takast að viðhalda íslenzku þjóðerni hér vestan hafs. Því það mundi eðlilega skapa okkur þroska og menning, og vér mundum jafn- framt verða áhrifameiri borgarar, í þessu landi. Við getum verið þess algjörlega fullvissir, et við erum viljugir til þess að leggja eitthvað í söl- urn*r, þá höfum við margvísleg tækifœri til að hjálpa landi forfeðra okkar. Hvar er göfugra hlutverk? Hvar er þrautseigja og föðurlandsást okkar Vestur-Islendinga ef við viljum ekki reyna? V7estur-Islendingar ættu að geta kent Islendingum heima á gamla landinu, að búa betur í haginn fyrir komandi kynslóðir, svo hver kynslóð þyrfti ekki að gera alt upp aft- ur, sem sú næsta á undan kom í framkvæmd. Trúum á sjálfa okkur og reynum að finna skyn- samleg rök fyrir trú okkar og framfylgja þeim. Trúum, að við getum orðið fleiri góðum málefn- um að liði á komandi árum en á hinum umliðnu. Ef sú trú okkar og löngun er einlæg og við höf- um þolinmæði og þrautseigju til að fram fylgja okkar götugu áformum, munum við finna að á- íorm okkar verða að framkvæmdum fyr en okk- ur hefði til hugar komið í byrjan. Framkvæmdirnar þoka burt öllum marklaus- um draumsjónum, sem oft hylja leið og gera framtíðarlandið torkennilegt,svo margur stendur ráðþrota og hefst ekki að. Ó guð vors lands! Látum okkur ferðast saman til landsins helga, og biðjast fyrir undir friðar- boga guðs á fósturjörðu feðra og mæðra. Og endurtaka orð skáldsins okkar góða í fullri al- vöru og einlægni. Ó faðir ger mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið til hjálpar hverjum hal og drós sem hefir vilst af leið. Adalsteinn Kristjansson.

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.