Breiðablik - 01.01.1913, Blaðsíða 16
128
BREIÐABLIK
ÆFINTÝRIÐ UM FRÚ SORG.
Eftir HERMANN SUDERMANN.
PA Ð var einhverju sinni móðir, sem
gfóður guð hafði gefið son. En
hún var svo bláfátæk og einmana.að hún
hafði enga,til að halda honum undir skírn.
Og hún andvarpaði og hugsaði: ,,Hvar
get eg fengið guðmóður handa honum?“
Kveld eitt, um leið og húmið var að
falla á, kom kona ein að húsum hennar.
Hún var í gráum fötum og hafði vafið
gráleitum dúk um höfuð sér. Hún sagði
,,Eg skal vera guðmóðir fyrir son þinn,
og eg skal sjá um, að hann verði góður
maður, og láti þig ekki deyja úr sulti.
En þú verður að gefa mér sálu hans“.
Þá setti hroll að móðurinni, og hún
sagði: ,,Hver ert þú?“
,,Eg er frú Sorg“, svaraði konan grá-
klædda.
Og móðirin grét. En af því hún svalt
heilu hungri, gaf hún konunni sálu son-
ar síns, og hún bar hann til skírnar.
Og sonur hennar óx upp og lagði mik-
ið á sig til að afla þeim viðurværis. En
af því sem hann hafði enga sáþkendi hann
hann heldur engis fagnaðar og engrar
æsku, og oft leit hann móður sína með
ásökun í auga, eins og vildi hann spyrja:
,,Móðir mín! Hvað hefir orðið af sálu
minni?“
Þá varð móðirin sorgbitin, og gekk af
stað til þess að leita honum sálar.
Hún spurði stjörnurnar á himninum:
,,Viljið þið gefa honum sál?“ En þær
sögðu: ,,Til þess er hann of lítilmótleg-
ur!“
Og hún spurði blómin á heiðinni; þau
sögðu: ,,Til þess er hann of sorgbitinn!“
Og hún spurði háu trén; þau sögðu:
,,Til þess er hanu of auðmjúkur!11
Og hún spurði höggormana slægu;
þeir sögðu: ,,Til þess er hann of ein-
faldur!“
Þá hélt hún grátandi leiðar sinnar. Og
í skóginum kom til móts við hana ung
og fögur kóngsdóttir og var hirðfóikið
alt með henni.
Og er hún sá konuna gráta, steig hún
af hestbaki og tók hana með sér í kast-
alann, sem allur var gerður úr gulli og
gimsteinum. •
Þar spurði hún: ,,Seg mér, hví græt-
ur þú?“ Og móðirin sagði henni frá
raunum sínum, að hún gæti eigi útvegað
syni sínum neina sál og engan fögnuð og
enga æsku.
Þá sagði konungsdóttirin: ,,Eg má
enga manneskju sjá gráta! Veiztu hvað?
Eg skal gefa honum eigin sálu mína“.
Þá féll móðirin fram fyrir henni og
kysti hendur hennar.
,,En“, sagði kóngsdóttirin, ,,sjálfkrafa
gjöri eg það ekki, hann verður að biðja
mig um hana“.
Þá gekk móðirin með henni til sonar
síns. En frú Sorg hafði sveipað honum
grárri slæðu um höfuð, svo hann var
blindur og fekk eigi séð kóngsdótturina.
Og móðirin bað: „Elskulegu frú Sorg,
láttu hann nú lausan“.
En Sorgin hló — og sá, sem sér hana
hlæja, fær eigi tára bundist — ogsagði:
,,Hann verður sjálfur að ávinna sér
frelsið“.
„Hvernig má hann það?“ spurði móð-
irin“.
,,Hann verður að fórna öllu, sem hann
elskar“, sagði frú Sorg.
Þá fyltist móðirin mikilli gremju og
lagði sig fyrir og dó.
En kóngsdóttirin bíður biðilsins enn
þann dag í dag.
Prentsmiðja Ólafs S. Thorgeirssonar
678 Sherbrooke St., Winnipeg.