Dagskrá II - 25.12.1901, Qupperneq 1

Dagskrá II - 25.12.1901, Qupperneq 1
DAGSKRÁII. Nr. 15 WINNIPEG, MAN.—25. DESEMBER, 1901. I. Ár. Senn styttist nú húmit3 og haustnóttin löng- Og hækkar á loftinu sólin. En hví skyldi ég véra’ að syngja’ ykkur söng, Sem sjálf hafiö kvæSin um jólin ? ]>iS sjáið, ég á ekki andríkis-fiug Og er ei til kórsöngva laginn, Og lagiS, sem ómar mér efst upp í hug, Á illa viS hátíSa-braginn. Hver almennings gleSi-frétt eru mín jól, Sem afmarka’ ei tíminn né höfin ; Og mannkynsins ljós er mín langdegis sól, Eins ljúf er mér vaggan og gröfin.— Svo réttu út hátíða-hugann pinn fjær Og hjartað svo langt, í iS skemsta, Sem lýSur þinn byggir, sem landið þitt nær, Sem Ijóð þitt er kveSiS, ið fremsta ! Og barnið í jötunni, Messías minn, Er manngöfgið þaS, sem viS höfum ; Og englarnir mínir er hópurinn hinn, MeS hörpurnar : mannval í grÖfum. Og sá sem að glatast til heljar, er hann, Sem harðýðgin þjáir og beygir, Sem á ekki málstaö né árnaðar-mann, Sem ókendur líSur og þegir. Og viö þvkjumst, all-fiestir, upprofiS sjá Og árbrún af fegurri tíSum ; Og vökuna stytta til morgunsins má Á meðan við sitjum og bíSum. Svo tak þú hans málstað er segir þér satt, Og svikin og ranglætið hatar ; Og sendu þeim jólakveld, góðvilja-glatt, Sem gjafmildin til ekki ratar. Og hald uppi virSing hvers verðleika-manns ; Og vitir þú gröf hans í eyði þá græddu þó meið yfir moldinni hans Til minja, og bygg upp þaö leiði. Og lát enga hugsun þig fæla þar frá Hvort faðir þinn kysi þaS svona. AS bæta þá flónsku, sem feSruin varð á, Er frama-verk ættgóSra sona. Til hans væri—gleymt hvort hann árvakur er— Ei óþarft aö nú væri rnunaS, Sem settist viS kveld-Iampann kyrlátt hjá þér Og kveikti þar fegurð og unað. En lágt stígur hún, þessi hátíöa-sól Á háveturs rökkvaða geiminn ; Og stopul þau verSa og stutt, þessi jól, Og starfsöm—og viS öll svo gleymin. þaS jólar að ári, þaS helzt við í heirn, ]>ó hjá líöi dýrð þeirra’ aö sinni þá glöggvum við, ef til vill, hljómfegri hreim í hálfkveönu vísunni minni. Og ináské oss hugkvæmist hátturinn sá, AS hátíSir reiknist með sólum, Svo viS höldum, góSur minn, þríheilagt þá Og þrettándann teljum meö jólum. STEPHAN O. STEPHANSSON. m ' w é 'Jt HUGSJON Oí k Ég sit um kveld, er dagsins geislar deyja og döggin laugar þyrst og skrælnuS blóm, og þreyttir menn að beði höfuð hneigja og hnjúkar stæla síðsta dáinn óm. Ég hlustai—Ekkert.—Allar raddir þegja. —Jú, eitthvað !—Heyri’ eg skæran lúöra hljóm ? Mér opnast himinn, heyri drottinn segja í hátíSlegum, skýrum, sterkum róm ; “ 0, maður ! þér ég heim í hendur seldi og helgum rúnum gaf þér lögmál skráö ; þú hefja skyldir alt í æðra veldi og ótálfalda þaö, sem bezt var sáS. Nú spyr ég þig, aS þúsund alda kveldi, er þessu starfi lokiS ?—Marki náS ? Nei, þú ert snortinn annarlegum eldi frá óvin mínum—Hvar er letriö ?—MáS ? þú lætur bugast—langar til aS deyja ; þér lífiS sýnist hrjóstrugt, snautt og kalt. ]>ú nennir ekki starfa-stríS að heyja ; þú stendur, glápir, hikar, blöskrar alt. En ef þú skildir lífsins leyndardóma, og lesið gætir tímans guöamál, þu sæir stjörnu hátt á himni ljóma, sem helgum eldi vermdi kalda sál. því lífiS, þaö á flögg f fullum stöngum, því framtíð kyndir bál við helgan arn. þaö fagnar þá með þúsund radda söngum, en það er ennþá mállaust reifabarn.” Mér kjarkur evkst,—Oft kaldir fingur sáðu til korns, er seinna malar tímans kvörn ; og andar þeir, sem þroska fylstum náðu í þessum heimi,—voru líka börn. SIQ. JÚL. JÓHANNESSON.

x

Dagskrá II

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.