Dagskrá II - 25.12.1901, Blaðsíða 3

Dagskrá II - 25.12.1901, Blaðsíða 3
1) A G S K R A II, 3 ** NÝÁR. ^ ( Vér heilsum pér nýfædda, óþekta ár, með unaö og fögnuð í geði. Að komirðu til vor meö brosandi brár og blessun og sættir og gleði, að bjartur sé, stirndur og heiðurog' hár sá himinn, sem gæfan þér léði, vér ölum þær vonir og óskir og spár, —því annars er lífiö í veði. Vér sjáum í anda þín systkini öll —þau særð eru’ af hólminum flúin, því heimskan og grimdin þeim haslaði í herklæði lýginnar búin. [völl, það fært er ei börnum að fást við þau —en fylgist þær Vonin og Trúin [tröll og andi með kærleik á ískalda mjöll, hún óðar í vordögg er snúin. Ef vermirðu orminn sem liggur svo lágt, er lítill og auðvirðilegur, Ef veitirðu hundinum miskun og mátt, sem magnþrota snjósleðann dregur. Ef blessuðum fuglinum beinirðu hátt, sem blóðþyrstur morðinginn vegur. Ef lyf handa farmanni ferðlúnum átt, sem fjörgi’ hann, þótt gangur sé tregur. Ef lífgarðu’ ogyljar hvert einasta blóm, sem áður var frosið og kalið. Ef glæðirðu lindanna’ og lækjanna róm, sem lengst hafa jöklarnir falið. Ef kveðurðu hlífðarlaust hegningardóm yfir hverju, sem myrkrinu’ er alið. Og leysir alt saklaust úr syndarans klóm er svívirt og pínt er og kvalið. [klóm, Ef þýðirðu skepnunni skaparans mál svo skilji hún hvaö forsjónin veitir, ef óræktar þúfur í síngjarnri sál í sáðlendi frjósöm þú breytir; ef hugprúðum gefurðu hvasseggjað stál, en hnefann að fantinum steytir ; ef kveikirðu auganu alskygnisbál við andlegra gimsteinaleitir. Ef spyr þú hann Kain uin bróður síns blóð og bruggara’ um drykkjumanns sálu, og auðmann um Lazarus—þrælbundna þjóð og þjónana’ um pund, er þeir fálu. Og skilar ineð vöxtum þeim söfnunar- er sofnuðu aldirnar stálu.— [sjóð þá lamast þeir veggir sem lýðfjandinn og lengst héldu fólkinu strjálu. hlóð, SlG. JÚL. JÓHANNESSON. Árið sem er að enda, hefir verið merk- isár að mörgu leyti fyrir íslenzku þjóðina, einkum að því, er þau inál snertir, sem Dagskrá eru næst.’ Heima á Islandi hef- ir t. d. bindindismálið stígið frain stærri skrefum en sagan eigi dæmi til áður. Fyr- ir ötula framgöngu þeirra manna, er það mál flytja heiina, hefir nálega helmingur allra kaupmanna hætt allri áfengisverzl- un sjálfkrafa. Mun það vera meiri gleði- boðskapur í þá átt, en nokkur önnur þjóð hafi þekt á nokkrum tímum. Lærðu og leiðandi mennirnir hafa nú beitt sér þar fvrir plóginn og árangurinn er auðsær. Jtað var fyrir 5 árum að ritstjóri þessa blaðs flutti tölu í Good-templarhúsinu í Reýkjavík, er hann kallaöi “Bindindi og mentamenn.” Kom hann þar með þá kenning, er enginn hafði áður dirfst að bera fram. Var hún sú, að embættis- og menta-menn væru e i n i þrándurinn í götunni fyrir því að drykkjubölinu yrði af létt. Skifti hann þeim öllum í flokka, sýndi fram á hversu vel þeir stæðu að vígi,ef þeir vildu ganga undir merki bind- indismanna; hversu brýna skyldu þeir hefðu til þess og hversu mjög þeir hefðu vanrækt köllun sína. þessar kenningar höfðu aldrei heyrst fyr þannig framsettar; þóttu þær vera öfgar einar og ofstæki, en uiðu þó til þess að opna augu einstöku manns, og nú viðurkenna allir að þessi nýja kenning var rétt, þó hörð þætti. Áður bað ég guð að miskuna leiðtogun- um blindu, nú bið ég hann að blessa þá og styrkja fyrir starf þeirra og dugnað. þá má þess geta, að sá hluti Vestur- heims, sem flesta fóstrar af Islendíngum, hefir stigið það spor í sömu átt á þessu ári, sem hlýtur að leiða til blessunar fyr eða síðar, og þeirrar blessunar verðum vér aðnjótandi. Á þessu ári hafa þingmenn fslenzku þjóðarinnar flutt frumvarp um kjörgengi kvenna og kosningarrétt og vantaði lítið á að það öðlaðist samþykt. Sýnir það ljóslega breyting a hugsunarhætti þjóðar- innar; sjóndeildarhringurinn er að víkka og fríkka — jafnaðarhugmyndin er að ryðja sér til rúms. Og vart mun næsta ár svo til grafar ganga að það hafi ekki áður séð þetta frumvarp fagna sigri. Á meðal íslendinga í Vesturheimi, hef- ir jafnaðarhugmyndin rutt sér svo til rúms að hér hefir myndast félag, skipað ýms- um dugandi drengjum, er í þeim anda starfar og mikils má af vænta með tíð og tíma. Ekkiber því að neita, að margt orð hefir óhlýtt hrotið af vörum Islendinga vestan hafs og austan, hvorra til annara, og sjaldan munu öfl eyðileggingarinnar hafa beitt hvassara sverði en nú, í hönd- um einstöku manna, til þess að koma því fyrir kattarnef sem altaf verður öllum sönnum Islendingum næst hjarta—það er “ástkæra, ylhýra málið. ” En hins vegar ber þess þó að gæta, aö einmitt nú hafa margir vaknaö tii starfs og stríðs gegn lieirri eyðilegging. Hefir í því skyni myndast féiag, er “Islendingafélag” nefn- ist, og þótt það sé enn hvorki víðtækt né veigamikið, þá hefir alt göfugt og þarflegt átt þeim óhjákvæmilegu forlögum að sæta, að vera barn í fyrstu. Og það segja mér vonirnar vænu, að sá félagsskapur verði í orðsins fullkomnustu og beztu merkingu, árinu eldri um næsta nýár, en hann er nú. Auk þess hafa íslenzkir námsmenn hér í Winnipeg myndað al-íslenzkt félag í þvf skyni að auka þekking og kunnáttu i ensk- um bókmentum ; er það til þess gjört, að greiða veginn og fjölga tækifærum í kapp- hlaupi því, er Islendingar—eins og allar aðrar þjóðir— hljóta að þreyta hér í álfu. Á þessu ári hefir einnig í fyrsta skifti verið gefinn kostur á að nema tungu vora hér við æðri skóla Að því er snertir hag og horfur fóstru vorrar hinum megin hafsins, má óhætt fullyrða, að aldrei uafi þar sést “heiðari bjarmi af fegurra degi, ” eins og skáldið kemst að orði. Á þessu ári hefir þar ver- ið bj rjað á að raflýsa höfuðbæinn. Klæða- verksmiðjustofnun ákveðin, stór ár brú- aðar, samgöngur auknar, póstafgreiðsla bætt, prentun tekið afarmiklum framför- um, sjávarútvegur blómgast, o. fl., o. fl. Landið sjálft hefir verið betur kannað en nokkru sinni fyr, og það sýnt ómótmæl- anlega, að gnægtir auðs eru þar fólgnar í jörðu. Skal þess getið til dæmis, að hr. Arnór Árnason í Chicago hafði með sér stein frá Islandi í fyrra, er hann tók úr Drápuhlíðarfjalli við Breiðafjörð ; var sá steinn reyndur á efnafræðisrannsóknar- stofnun og gafst þannig, að 100 króna virði gulls er í smálest hverri af slíkum steinum. því skal ekki leynt, að landbúnaðurinn á .slandi er í niðurlægingu, en ekki þarf neitt sérlegt bjartsýni til þess að sjá hann rétta við í framtíðinni. Til þess þarf ekkert annað en dugnað og vilja héðan frá Vesturheimi. Einn efnaður og dug- andi bóndi, sem seldi eignir sínar hér og flytti til íslands með öll viðeigandi áhöld, og ræki þar fyrirmyndarbúskap, laust við allan opinberan styrk, án þess að láta hrakspár eða aðhlátur dugleysingja villa sér sjónir,—slíkur maður mundi verða til þess að auðga íslenzku þjóðina ómetan- lega. Jiess konar aðferð gæti hepnast vel, því jarðvegurinn á Islandi er ekki þvf til fyrirstöðu Alls þessa skulum vér minnast, því hvernig sem alt gengur, þá á þó ísland okkar beztu taugar. Lengi lifi. alt það, sem er íslenzkt og gott ! SlG. JÚL. JÓHANNESSON.

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.