Dagskrá II - 25.12.1901, Blaðsíða 4
4
D A G S K R A II.
þá er nú fyrsta ár 20. aldarinnar svo
að kalla liðiö. Hvernig hefir t>að verið
yfir höfuð að tala, pegar litið er yfir heim
gjörvallan ?
það hefir á aðra hliðina verið sannkall-
að hörmunga ár, en á hina hliðina ár
frelsis og framfara. A aðra hlið ár harð-
ýðgi og grimdar, en á hina hliðina ár
mannúðar og kærleika. Kristnar þjóðir
hafa borist á banaspjótum; heil lönd eru
til, sem eiga tæplega nokkurn blett, er
liðna árið hafi ekki laugað blóði, til dæm-
is land Búanna og Sínland. Heil lönd
eru til, þar sem fá heimili hafa komist hjá
dauðasárum af mannavöldum, t. d. Eng-
land. Heil þjóð, auðug, starfsöm, gáfuð,
göfug og hugrökk liggur nú í dauðateygj-
um í Suðurálfu heimsins og sér nýja árið
að líkindum að eins til þess að deyja—sem
þjóð. þar gráta ekkjurnar með ungbörn-
in, föðurlaus og allslaus. í þessu blóm-
lega landi er verzlun dauð, iðnaður eyði-
lagður, málþræðir, járnbrautir og önnur
mannvirki tætt í sundur. Engill dauðans
hefir gengið þar fyrir hverjar húsdyr og
lagt að velli þróttmestu sonu þjóðarinnar.
þar eru döpur jól. þar kveður gamla ár-
ið illa. þar heilsar nýja árið dapurlega.
— Voldugasta og mesta framfaraþjóð
heimsis að mörgu leyti—enska þjóðin,
sér varla í heiðan himin fyrir flöggum í
hálfa stöng. Sorgin og dauðinn hefir
einnig tekið á henni ómjúkum höndum:
blóðið er gjörsamlega runni?j úr mörgum
af beztu slagæðum hennar. Holdlausar
beinagrindur af þúsundum sona hennar
liggja nú fjarri ættjörðinni, fjarri vinum,
lengst suður í heimi. Enska þjóðin er
Iömuð.
I Asíu er sömu ósköpunum að mæta.
þar er trúin, helgasta mál heimsins, gjörð
að þeim úlfi, sem engu hlífir, þeim högg-
ormi, sem spýr eitri á alt sem nálægt
kemur, þeim eldi, sem brennir lifandi
menn á báli heiftar og hefríigirni. Á
Indlandi hafa á þessu ári tugir þúsunda
fólks dáið kvalafullum hungurdauða, en
auðmennirnir hafa eytt offjár í hóflaust
•skraut og munað.—Á þessu ári hefir harð-
stjórnarríkið rússneska hert þrældóms-
böndin á Finnum. þar hefir afvegaleitt
kirkjuvald lýst bölvun yfirsínum frægasta
siðbótamanni (Tolstoj). þar hafa þús-
undir manna verið gjörðir landrækir fyrir
það, að þeir höfðu einurð og drenglyndi.
Öll þessi svívirða hvílir sem skuggi á
liðna árinu, og til þess að kóróna altsam-
an er níðingsverk það, sem unnið var á
forseta þess ríkis, sem voldugast er undir
sólunni og drjúgstígast til framfara. Á
þessu ári hafa klær auðkýfinganna reynt
til þess meira en nokkru sinni fyr, að
krækja sér saman utan um gjörvallan
hnöttinn og kremja hann eins og rotið
epli. — þetta og ótal margt fleira eru
syndir gamla ársins.
En þá er að líta á hina hliðina. Vís-
indin hafa stigið áfram. Hugvitsmenn-
irnir hafa lagt undir sig öfl náttúrunnar.
Einstakir menn og einstök félög hafa bar-
ist af alefli fyrir jöfnuði og friði. Kvenn-
frelsismálinu hefir aukist fylgi, einkum í
Ameríku og á Norðurlöndum. W. T.
Stead, einn af merkustu blaðamönnum
sem nú eru uppi, hefir unnið meira að
því en flesta grunar, að opna augu manna
fyrir svívirðu hernaðar og dauðadóma.
Alheims-friðarhugmyndin hefir fest dýpri
rætur.
Dagskrá óskar þess af alhuga, að þetta
komandi ár flytji heiminum þá blessun,
sem hann þarfnast. Að það megi vekja
upp einhvern vitran Solon til heilbrigðra
lagasmíða í hverju einasta landi ; ein-
hvern Perikles eða Cicero, sem hafi þrurn-
ur og eldingar á tungu sinni er hann talar
og hjarta Jesú frá Nazaret í brjósti sér er
hann hugsar. Einhvern Shakespeare,
sem geti sýnt mönnum heim allan á einu
augnabliki. Einhvern Milton, sem sýnt
geti þjóðunum, að stríð og alt sem því
fylgir er sama sem Paradísarmissir. Ein-
hvern Voltaire, sem gangi beint framan
að ósómanum með blikandi sverði. Ein-
hvern Ingersoll, sem þori að segja kredd-
unum og heimskunni stríð á hendur, þótt
háðfingur og hatursaugu hvers einasta
manns hvíli á honum. Einhvern Frank-
lin, sem ekki einungis gefi heilbrigðar lífs-
reglur fyrir aðra, heldur einnig lifi þær
sjálfur. Einhvern Washington, sem með
réttu megi nefnast faðir þjóðar sinnar.
Einhvern Jefferson, sem ekki skoði per-
sónulegt frelsi einstaklingsins eign neinna
annara. Einhvern Daniel Webster, sem
beri falslausa ást í brjósti til ættjarðar
sinnar. Einhvern Carlyle, sem viður-
kenni ekkert gjört nema það sé fullgjört.
Einhvern Longfellow, sem yrki ljóð, er
allra hjörtu snerti og aldrei gleymist.
Einhvern Gladstone, sem aldrei kunni að
hræðast og altaf fylgi sannfæring sinni,
en láti jafnskjótt af hanni, ef hann full-
vissast um að hún hafi röng verið. Ein-
hverja Jóhönnu af Ark, sem viti það að
allir eru frá guði sendir til þess að frelsa.
Með von um að þessir andar rísi upp í
hverju landi á komanda ári, og verði sem
mest ágengt, óskar Dagskrá öllum góðs
og gleðilegs nýárs,—ekki einungis lesend-
um sínum, ekki einungis Islendingum,
heldur öllum heimsins börnum,—öllu því
sem lífsanda dregur. F'riður ríki yfir
hverri þjóð. Blessun fylli hvert heimili.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR !
SlG. JÚL. JÓHANNESSON.
F R E L S I .
o
það er til að eins eitt meðalsem, lækn-
ar það böl, er nýfengið frelsi virðist oft
hafa í för með sér, og það meðal er frelsi!
jiegar fangi kemur út úr hegningarhúsi,
þolir hann illa dagsljósið; hann getur tæp-
lega greint í sundur liti; hann þekkir ekki
aftur menn, sem áður voru honum kunn-
ir. En hann verður ekki læknaður með
því, að loka hann aftur inni í fangelsi.
Ráðið er að venja hann við birtuna.
Frelsisljóminn getur stundum í fyrstu orð-
ið sterkur, og menn sem ekki vöndust
honum fengið ofbirtu í augun. Eins er
því varið með þjóðir, sem haldnar hafa
verið í myrkvastofu þrældóms og harð-
stjórnar. En séu þær látnar stara í birt-
una, þá venjast þær við og þola hana inn-
an skamms. Menn læra skjótt að álykta
og rökleiða; truflun sú, er frelsið orsakaði
fyrst í stað, hverfur. Hugmyndir, sem
áður voru fjandsamlegar hvorar öðrum,
vingast og samþýðast. Sannleiksbrotin,
sem hver um sig var áður að burðast með
í sínu horni, renna saman í eina heild, og
loksins myndast réttlátt, friðsamt og
skipulegt fyrirkomulag á rústum þess ó-
skapnaðar, sem áðurríkti. Margir stjórn-
málaglamrarar halda því fram í hugsunar-
leysi, að engin sál, engin þjóð eigi að fá
frelsi fyr en hún sé fær til þess að nota
það. það vægasta sem um þá verður
sagt er það, að jafna þeim við heimskingj-
ann, sem sagðist ekki láta sér detta í hug
að steypa sér í vatn, fyr en hann hefði
lært að synda. Ef menn ættu að bíða
frelsisins þangað til þeir eru orðnir vitrir
og vel uppaldir í þrældómi, þá mættu þeir
vissulega bíða til eilífðar.
—T. B. Macauly.