Dagskrá II - 25.12.1901, Blaðsíða 7
D A G S K R Á II.
7
m , , #
f JOLASYN. f
Svo þótti mér, sem ég væri í afarstóru
jaröhýsi staddur. Var þar alt á ferö og
flugi og óteljandi hendur unnu í ákafa.
þúsundir sendisveina og sendimeyja fóru
ýmist út eða inn, og var þaö kona há-
öldruö, er öllu stjórnaöi. þótti mér lík-
ast, sem þarna væri einhver afarmikil
vinnustofa, sameinuö geysistórri póstaf-
greiöslustofu. Gekk ég til konunnar og
spurði hana hver sá væri, er ég dirfðist
heim aö sækja. “Náttúra heiti ég, ”
svarar hún, “og er ég móðir alls þess,
sem lifir og ekki lifir. Get ég þess til,
' að þú eins og fleiri, sért ekki nákunnug-
ur heimkynnum móður þinnar; en skugg-
sjá skal ég þér ljá svo góða,að þú fáir það
alt séð, er þig fýsir ; og sonur minn sá, er
Skilningur heitir, skal þér allar þær skýr-
ingar veíta, er þú þurfa þykist.” Fékk
hún mér svo í hendur töfravél eina, er ég
skyldi bregða fyrir augu mér; en Skiln-
ing syni sínum bauð hún að standa mér
við hlið. Fann ég það glögt að skarp-
leikur sjónar minnar hafði svo aukist, að
nú mátti ég alheim í einu skoða og ekk-
ert var mér huiið né óskiljanlegt. Á ein-
um stað í stórhýsi þessu leit eg átta manns
svo engilfagra, að aldrei þóttist ég áður
hafa augum litið fegri sýn. Voru nöfn
þeirra skýru letri skráð yfir höfðum þeirra
og hétu þau þannig: Trú, Von, Ást, Sak-
leysi, Vizka, Gleði, Sæla og Friður.
Störfuðu þau að því að búa til rósa-
blöð, öll sitt með hverjum lit. Á
meðal þeirra sat bróðir þeirra, er Kær-
leikur hét, virtist mér hann allra þeirra
yngstur vera og á þroskaskeiði. Tók
hann altaf sitt blaðið frá hverju þeirra og
gjörði af óteljandi fjölda fagurra rósa átt-
blaðaðra. Kona nokkur, sem Eining
hét, kom til hans öðru hvoru og flutti rós-
irnar í burt. Fór hún með þær í Ioftfari
afarmiklu yfir heim allan. Hafði hún
meðferðis hnoða eða hnykil úr rauðum
þræði; og hvar sem eitthvað kvikt var á
leið hennar nam hún staðar. Hún festi
þráðinn í hjartastað hverrar einustu veru,
sem lífsanda dró, og festi eina af rósum
sínum á brjósti hennar, þannig, að sam-
band var milli hennar og hjartans. En
sú fylgdi náttúra hnoða þessu, að eftir
því óx það fljótar, sem meiravar af tekið.
þótti mér sjón þessi svo fögur að augu
mín fyltust gleðitárum og hjartað barðist
í brjósti mér af fögnuði. Ég mintist þess
ekki að eg hefði séð þetta fyr, og þótti,
sem það hlyti að vera spánný jólagjöf frá
móður vorri.—Ég sneri mér að konunni
öldruðu og sagði: “Hamingjusöm ert þú,
móðir, og ekki verður þess langt að bíða
að himnaríkisdraumar barna þinna rætist,
fyrst þér hefir dottið í hug að gefa þeim
þessa nýju jólagjöf.” Hún leit á mig
augum ómælisdjúpum og eldlegum, sem
alt í einu fyltust tárum og sagði: “Nýja
jólagjöf! —hún er ekki ný, barnið mitt.
Líttu á þetta! Ég á svo margt af börnum,
sem afla mér sorgar; börn, sem fædd eru
undir ógæfumerki. ” Og ég leit þangað,
sem hún benti mér. Ég sá hvar maður
einn fór allgeist, sá hét Hroki, og hafði í
fylgd sinni þúsundir þjóna. Bauð hann
öllum að aúka þeim sælu og vellíðan og
flutti með sér í því skyni lyf með ginn-
andi fyrirskriftum. Urðu þeir margir,
sem fýsti að reyna ágæti þess. En eðli
lyfs þessa var þannig, að það skapaði
mönnum hjartasjúkdóm þann, er rotnun
heitir, svo hjartað hélt ekki lengur þræði
þeim, er Eining hafði þar áður festan.
En þegar sá endi þráðarins var laus, föln-
aði rósin áttblaðaða og féll til jarðar.
þegar ég hafði alt þetta séð, spurði ég
konuna öldruðu, hversu lengi leikur þessi
hefði staðið og hversu langgæður hann
mundi verða: “í engum bókum er það
ártal ritað, þegar leikurinn hófst, og all-
langt mun þess að bíða að honum verði
hætt til fulls; því börn mín sum eru ódæl,
en von hefi ég þess að yngstu börn mín
fái því til vegar komið, þótt seint verði.”
“Hvað má því valda,” spurði ég, “að
menn gleypa enn við lyfinu svikna, gem
orsök er alls þessa?”
“Skoðaðu augu þeirra!” svaraði hún.
Og ég leit aftur í skuggsjána. Blöstu
þar við mér augu allra sálna þeirra, sem á
jörðu búa; en þau voru blind—flest stein-
blind. “Nú skilurðu hvernig í öllu ligg-
ur,” sagði konan. “Ég hefi sent út
fjölda andlegra augnlækna, en þeim hefir
verið illa tekið. Sumum hefir þó ekki
alllítið áunnist. Til minningar um einn
þeirra—þann sem borið hefir höfuð oa'
o
herðar yfir þá alla—er þessi hátíð haldin.
Nú er mér nýlega sonur fæddur. Sá
heitir Skilningur og stendur við hlið þér.
Er hann enn ungur, en svo segir Von
dóttir mín, að hann muni mér til mestrar
ánægju verða. En ekki sæmir mér að ]
eyða tíma í mælgi eina. Störf bíða mín
óunnin í öllum áttum, vertu sæll, sonur.
Gleðileg jól!”
Ég vaknaði.
SlG. JÚL. JÓHANNESSON.
Sérhvert stríð lætur eftir sig þrjár her-j
deildir; ein eru særðir menn og ófærir til
vinnu, sem herja þannig á heiminn, að
þær eyða en framleiða ekki; önnur eru
syrgjandi menn og konur, er reka burtu
gleðina úr landinu og með henni fjölda
af heilladísum; þriðja eru letingjar, sem
nenna engu öðru en að vinna glæpi.—
, 1
HARPAN MIN.
Ég átti mér hörpu, sem hljómaði skært
þó hefði hún strengina veika ;
og ekkert var til, sem mér fyndist ei
á fiðluna mína að leika, [fært
J)ví leið mín var blikandi blómskrúði
hulin,
en bak við það kaldráða nornin var
dulin.
Og lífsblómin hurfu sem strá fyrir
straum ;
ég stingst nú af þyrnbroddum sárum ;
Mig langar í einrúm frá ginnandi glaum,
að gráta þar svölunartárum.
Jjú horfin ert, bernska, með brosmildi
þinni,
og brostinn er strengur í hörpunni
minni.
J)ið skuluð ei undrast þótt heyrið þið
hljóm
frá hörpunni sorgþrunginn lí^a ;
mig langar að gefa’ ykkur glaðværan óm
svo gleymið þið harmi og kvíða ;
en lífið á ekkert í aleigu sinni
sem umbæti strenginn í hörpunni
minni.
En loks þegar hrökkva mín hérvistar-
bönd
og hjarta mitt dísirnar stilla,
ég vona’ að ég finni þau framtíðarlönd,
í fjarska sem þykist ég hylla ;
og kannske þá einhvern mér kæran ég
finni,
sem knýtt geti strenginn í hörpunni
minni.
PÁLL SkARPHÉÐINSSON.
Ekkert Betra |
eða fullkomnara fyrirkomulag {
á lífsábyrgðarfélögum er til, |
en í Canada, einkum á hinum j
yngstu. íslendingar í Canada !
ættu ekki að taka lífsábyrgð í j
utanríkis lífsábyrgðarfélögum j
því þeir fá hvergi eins áreiðan- í
lega ábyrgð eins og f Cana- í
disku félögunum.
People’s Life |
"
er ágætt lífsábyrgðarfélag og i
og mjög öflugt. Hver sem j
stendur í skilum við það í þrjú j
ár, getur fengið meiri peninga •
handa erfingjum sínum, en ]
hann hefir borgað til félags- ]
ins, þótt hann vegna fátæktar ]
eða annara orsaka hætti þá 1
að borga því meira. :