Dagskrá II - 25.12.1901, Qupperneq 2

Dagskrá II - 25.12.1901, Qupperneq 2
2 D A G S K R Á II. ‘^^•zí5rv£=’rvc7,v57,Ví?-v£?r-,í?,:S?^í^v^^*^^^^v^2?v3?^^§§§j) H Islenzka Drotningln. ^^3^2j^-^.ÆjÆ;;^.^vSS-íS-Æ.í^.íS.#2.íS-í2:í2.íS-í2.í2.í2.í2.^!í Dagskrá er hvorki vinveitt drotningum né konungum í orösins vanalegu merk- ingu, en hún virðir og þykir vænt um alla þá, sem aö einhverju leyti virSast vera sendir af forsjóninni til pess, að benda og stýra á þær leiðir, sem að mannúð og full- komnun liggja. Samkvæmt stefnu Dag- skrár hefði það átt vel við, að hún hefði flutt í jólagjöf mynd af einhverjum þeim, er heitast og bezt starfaði að viðhaldi og útbreiðslu íslenzks þjóðernis og heiðurs ís- lendinga ; í öðru lagi af þeim, er eitthvert afreksverk hefði unnið fyrir það, sem næst liggur hjarta Dagskrár—bindindismálið ; í þriðja lagi af einhverjum þeim, er kalla mætti leiðarstjörnu íslenzkrar kvennþj 3ð- ar, er hún gæti fylgt að frelsislandinu fyr- irheitna ; í fjórða lagi af einhverjum þeirn, er að einhverju leyti hefði brotið ísinn á mentabrautinni ; í fimta lagi af einhverj- um, er gæddur væri þeim óbiluga kjarki, þeirri óskeikulu staðfestu og einurð, sem þeir þurfa á að halda, ef nokkru miklu vilja til vegar koma ; í sjötta lagi af ein- hverjum þeim, sem hefði drenglyndi hinna göfugu forfeðra vorra, sameinað kærleiks- tiifinning til alls þess, sem er minnamátt- ar, og í sjöunda lagi af einhverjum þeim, er í öllum sínurn störfum sýndi einlæga, óbiluga trú á framför og sigri hins góða og göfuga. Ef að Dagskrá gæti flutt myndir af sjö mönnuin, sem hver um sig hefði eitthvert af þessum einkennum, þá myndflytti jóla- blaðið þá stefnu, er hún vill fylgja, En nú vill svo vel til, að hún finnur alt þetta sameinað í einni persónu. Olafía Jó- hannsdóttir er öllum þessum gáfum gædd, án þess að nokkru ljósi sé yfir hana brugð- ið, sem ekki tilheyri henni með réttu. Engin íslenzk kona hefir áunnið oss slíkt álit meðal erlendra þjóða, sem hún. Hún hefir ferðast um Ameríku, England, Dan- rnörku, Noreg og Svíþjóð, og haldið í öll- urn þessum löndum svo snjallar ræður, að vakið hafa aðdáun þeirra, er á hlýddu. Hún hefir háð kappræður á erlendum málum, við hámentaða mælskumenn og gengið með sigri af hólmi. Ýrns helztu blöðin í öllum þessum löndum hafa flutt af henni hverja myndina á fætur annari, með heilum dálkum af verðugu lofi um “ Islenzku drotninguna, ” er þau kölluðu hana, Olafía Jóhannsdóttir er ung kona, að eins þrítug. Hún er bróðurdóttir þeirra systkinanna.mælskuskörungsins og stjórn- málagarpsins Benedikts heitins Sveins- sonar og þorbjargar systur hans, kvenn- skörungsins, sem svo fjölda margir Islend- ingar kannast við. Má víst með sanni segja, að einlægari og heitari ást hafi ekki lifað í íslenzkum hjörtum, til alls þess, er íslandi mátti að sæmd verða, en þeirra systkina. ]Jegar þess er gætt, að Ólafía er af slíku bergi brotin, og þar að auki uppalin með frænda sínum, Einari Bene- diktssyni, sem ber höfuð og herðar yfir flest yngri skáld Islands, þá er það engin furða, þótt hugur hennar hafi stefnt upp á við, og hún hafi ekki eyrt vel íslenzk- um svefni. Hún er sú kona, er skapar nýtt tímabil í sögu Islands, að því leyti, að hún er fyrsta stúlkan, sem tók próf við latínuskólann í Reykjavík (fjórða bekkjar próf). Hún er nú ritstjóri að fyrsta kvennablaði, sem gefið hefir verið út á Islandi, og “Framsókn” heitir, er var upphaflega stofnað af Ingibjörgu Skafta- dóttur ; Ólafía gefur nú blað þetta út í félagi við Jarþrúði Jónsdóttur, konu Hannesar ritstjóra þorsteinssonar. Hún hefir stofnað kvennfélag á Islandi og * stjórnað riti, er það gefur út árlega. Hún | hefir verið kosin ár eftir ár í hæztu sæti Goodtemplara félagsins og þar að auki j stofnað margar deildir af bindindisfélagi kristinna kvenna og haft á hendi forstöðu þess. Hún hafði um mörg ár á hendi aðalumboð á Islandi fyrir enskt lífsá- byrgðarfélag, og er það henni að þakka, ásamt landlækni Dr. Jónassen, að Islend- ingar lærðu að þekkja gildi lífsábyrgða. Auk alls þessa hefir Ólafía haft allmikil afskifti af stjórnmálum. Hún hefir ferð- ast aftur og fram um alt Island, og aldrei er annars dæmi, en að húsfyllir tilheyr- enda hafi verið þar.sem fyrirfram var aug- lýst, að Ólafía Jóhannsdóttir ætlaði að tala. Ég hefi til margra mælskra manna heyrt, bæði á íslenzku og öðrum málum, en ekki minnist ég þess, að nokkur þeirra hafi snortið dýþra mínar tilfinningar, né dregið upp skýrari myndir fýrir mér af böli mannanna á aðra hlið, og vonzku þeirra á hina, en einmitt hún. Ég hygg það rétt vera, að íslenzka þjóðin hafi sjald- 'an eða aldrei átt betri andlegan málara. því er ekki að neita, að margur er sá Is- lendingur sem lítur hana köldu auga; þykir þeim hún vera of blátt áfram og of frek. það er svo rótgróið í íslenzkum hugsunarhætti, að konum sæmi ekki að ganga fram fyrir fjöldann og segja til syndanna. En sá kemur tfminn, að nafn Ólafíu Jóhannsdóttur verður á minnisspjaldi sögunnar sett á meðal þeirra fáu, er fórna vildu fé og tíma til þess, er bezt var og göfugast. Og sá kemur tíminn, að mörg af menningar- og framfaraverkum á Is- landi verða rakin til ‘ ‘ íslenzku drotningarinnar. ” SlG. JÚL. JÓHANNESSON.

x

Dagskrá II

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.