Dagskrá II - 25.12.1901, Blaðsíða 8

Dagskrá II - 25.12.1901, Blaðsíða 8
8 D A G S K R Á II. UNGFRLJ SEIGLIERE. Gleði- og sorgarleikur í 4 þáttum; fer fram á Frakklandi á 19. qld. Greifi hef- ir flúið í ófriði til Rússlands; eignir hans seldar; pjónn hans keypti. Sonur pjóns- ins, Bernard, var í hernaði á Rússlandi; lát hans fréttist. Greifinn kemur aftur; þjónninn fær honum eignirnar, en hann á að skila þeim ef andlátsfregn sonar hans er ekki sönn. þjónninn deyr. Son- ur hans er lifandi; kemur eftir 5 ár; fær lögfræðing og ætlar að heimta eignir föð- ur síns; fellir ástarhug til dóttur greifans og hættir við málsókn. Lögfræðingur- inn biður barónsfrúar, en fær afsvar. Son- ur hennar er trúlofaður greifadótturinni. Lögmaðurinn vill hefna sín, stefnir greif- anum samkvæmt umboði frá Bernard; Ijann lofar að gefa Bernard dóttur sína. þaii*>lskast. Baronssonurinn kemst að Hví að heitmey hans ann honum ekki. Hann gefu#Bernard hana á móti vilja móður sinnar. þá þykist lögmaðurinn hafa hefnt sín. Stúdentafélagið hefir valið vel. Leik- urinn er lærdómsríkur. Hann sýnir það ómælishaf, sem var á Frakklandi á milli aðalstéttar og alþýðufólks. Hann sýnir aðalsmennina eins og þeir margir voru, ómentaða, iila uppalda, hrokafulla, stór- láta, himinháa í eigin augum, með fyrir- litning fyrir öllum öðrum. Hann sýnir það átakanlega, hversu foreldraástin er sterk og eiginleg; hún lifir í mannshjart- anu, eins þótt hann sé ósiðað óargadýr. Hann sýnir heiftina og hefndargirnina. Hann sýnir ástina í mörgum myndum; sýnir hana djöfullega og viðbjóðslega þar ] sem lögmaðurinn skapar hana sjálfui í! eigingjörnum tilgangi; sýnir hana göfuga] og háleita, en vonlausa og örvæntandi, og sýnir hana loksins í allri sinni dýrð, allri sinni fullkomnun, allri sinni sælu. Herra Ólafur Eggertsson leikur greif- ann og gjörir það snildarlega vel; hreyf- ingar eru einkar eðlilegar; heimskuna, hrokann og stærilætið, sjálfsálitið og hé- gómadýrðina annars vegar en sorgina, | með þeim áhrifum sem hún hefir á óarga- dýr, hins vegar, sýnir hann svo náttúr- lega að fáum Islendingum mun fært að stíga þar feti framar. það er fimm sinn- um 25 centa \ irði, að horfa á hann ein- an;—aðeins að horfa á hann, þótt hann segði ekki eitt einasta orð. þó fipast honum stöku sinnum í málinu; það er hans veika hlið.—Vigdís Bárdal er Ijóm- andi falleg á leiksviði; málrSmurinn þýð- ur og viðfeldinn, en of lágur. Hún leikur greifadótturina allvel; mætti þó gjöra það betur; hennar hlutverk er að sýna sterk- TH. JOHNSON, Hafið þið komið þangað ? 292 y2 Main Street. Auðvitað, allir íslendingar hafa komið þar. þórður selur hring á hönd, hjörtu úr gulli, úlfliðsbönd ; keðjur, prjóna, pyngjur, úr, piltar, herrar, meyjar, frúr ! Kaupið hvað sem hjarta’ er næst, hvergi betra silfur fæst. Jólagjöf ef gleymið þið, gefið þá um nýárið. Munið eftir númerinu,—292Main Street. - TH. JOHNSON, ustu tilfinningar, sem heimurinn á til. þegar mannsefni hennar, sem hún elskar ekki, gefur það sem honum var helgast— hönd hennar—þeim manni, sem hún ann. það er áhrifamesta atriðið í leiknum og væri það reglulega vel leikið, mundu allir áhorfendur dreyma sig inst inn í þann heim, sem hvorki hefir auga séð né eyra heyrt. þar er göfuglyndið í hásæti. Eg fyrir mitt leyti varð djúpt hrifinn af því að hugsa um hvernig það væri, ef það væri vel leikið. O. Oleson, sem leikur þennan göfuga mann, gjörir það ekki vel. Hann er að sönnu kaldur vísindamaður, en þeir eiga tilfinningar stundum, og síð- asta atriðið á eflaust að sýna það. Kaldri marmaramynd ætlaði víst enginn það hlutverk. Herra Oleson er þó einarður og blátt áfram, og er það kostur.—Skúli Hannsson leikur lögmanninn ágæt- lega; hann sýnir greinilega flaðrandi hund með refshjarta, eins og margir lögmenn eru. • Hreifingar náttúrlegar, málrómur góður, augnaráð og svipur ágætt. Hann gefur lítið eftir Ólafi Eggertssyni. Samt má ekki hlífa honum við þeirri aðfinning, að hann talaði rangt Islenzku, — til stór lýta; sagði t. d. “venör” fyrir vinur, “stönur” fyrir stunur, “eferböga” fyrir yfirbuga, “faðirsins” fyrir föðursins, o. s. frv. Eru það ófyrirgefanlegar yfirsión- ir af mentamanni.—C. Johnston lékfhef- manninn fremur illa; málrómurinh vdr ekki óeðlilegur og geðshræringar mátti glögt greina í andliti, eru það kostir mikl- ir en limaburðir voru í engu lagi; var það líkast sem að sjá druknandi mann baða út höndum í vatni, eða blindan mann fálma fyrir sér.—Guðrún Jóhannsson er tilkomumikil á leiksviði; lék hún baróns frúna mjög vel, en yfirsást í því, að hún ýmist þúaði eða þéraði. þess verður stranglega að gæta í þessum leik. Að þéra er eitt af því, sem drambið og stétta- skiftingin hefir fundið upp, og það er ein- mitt eitt aðalatriðið, sern leikurinn á að sýna.—-Stefán Guttormsson lék þjóninn náttúrlega. Hann átti að vera hræddur, smjaðrandi hræsnari og honum tókst það vel.—Stúdentafélagið á þakkir skilið fyr- ir þennan leik. En málið er ekki sem viðkunnanlegast á þýðingunni á stöku stað. — Leikur þessi verður leikinn á fiintudagskveldið kemur þ. 26, j>. m., á sama stað og tírna. JÓLATRÉS-SAMKOMA. Jólaboð það, sem “Dagskráll” aug- lýsti, verður haldið á N. W. Hall, sunnu- dagskveldið næsta eftir nýár, kl. 8. þar verður jólatré með gjöfum, söngur, hljóð- færasláttur og ýmiskonar fagnaður. Öll börn og unglingar eru þangað velkomin. Gjafirnar verða allar með númerum og börnin látin draga urn þær; er það tilþess gjört að ekki verði um nokkra hlutdrægni að ræða við útbýtinguna. — Gjafirnar verða hafðar svo jafnar sem kostur er á. Aðstoðar er vænst frá öllu góðu fólki, þessu til styi'ktar. Prógrammið verður mjög skemtilegt og aðgangur kostar auð- vitað ekkert. McCormick & Andrews, ’Phone 747 íslendingar þekkja vel þessa kjötsölu- búð og vita að hún er með hinum beztu í bænum. Mr. Andrews hefir nýlega geng- ið í félag við Mr. McCorrnick. Hafa þeir nú mikið í veltu og kaupa alt sitt kjöt fyrir Pcnm^íl út í hönd. þetta Þýðir, að þeir geta boðið skiftavin- um sínum betri kaup en flestir aðrir kjöt- salar í borginni. þeir selja engum manni annað en bezta kjöt. Kaupið hjá þeim á jólaborðið. Meðal annars selja þeir : TURKIES FRÁ CARMAN, ^ CHICKENS FRÁ MORDEN, SVÍNAKJÖT FRÁ DOMINION CITY, KINDAKJÖT FRÁ OTTAWA-DAL, NAUTAKJÖT FRÁ MAPLE CREEK. Alt þetta og margt fleira selja þeir fyrir svo lágt verð sem mögulegt er, og jafnvel ódýrara en flestir aðrir. Alveg sama verð tiltölulega hvort sem keypt er fyrir 50. eða $50 í einu. GLEÐILEG JÓL ! GOTT ÁR ! McCORMICK & ANDREWS, KJÖTSALAR, 174 Isabel Str. Winnipeg. Ritstjóri : SlG. JÚL. Jóhannesson. Cand. Phil. Skrifstofa að 358 Pacific Ave. PRENTARI M. PÉTURSSON.

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.