Dagskrá II - 25.12.1901, Blaðsíða 5

Dagskrá II - 25.12.1901, Blaðsíða 5
D A G S K R Á II. 5 ♦ Systurnar. ♦ I. SÝNING. GLEÐIN situr við hljóöfæri og leikur á þaö og syngur undir. Hún er klædd hvítum kjóli, látlaus og blátt áfrarh; hár- ið fellur ógreitt niöur á mitti. Til vinstri handar henni sést hvíla ; sefur þar ein- hvér, hulinn hrafnsvörtum blæjum. Gleö- in syngur : ‘ ‘ Ó, jaröarbarn kærasta, kom þú til mín og klæddu þig hátíða skrauti,; ég send er frá guði meö gjafir til þín —frá gjafmildu kærleikans skauti. Á sólvagni líð ég um ljósgeisla braut og lífkornum sælunnar strái ; . ég lofa því öllu, sem andardrátt hlaut, að eignast þá gjöf, sem það þrái. Ég sé það í anda hvar alheimur býr í alsælu höllinni minni, og myrkrið og kuldinn og fjarlægðin flýr og friðsælt og bjart er þar inni. Nú eru jólin í nánd ! Jólin, sem eru hátíðin mín; nú liggur vel á mér. Nú sef- ur hún Sorg, systir mín, og vaknar ekki um jólin, að ég vona—ekki rétt um jólin. Nú er ég send frá guði til þess að sópa og prýða mannshjörtun, því hann ætlar sjálf- ur að búa }>ar um jólin, en hann getur ekki verið þar sem óhreint er. Ég hefi Þegar víða komið; sumstaðar er alt opið og ég kemst inn viðstöðulaust, en sum- staðar hefir verið harðlæst ; en það gerir ekkert til; systir mín hefir læst þar, en nú sefur hún og hennar lásar eru allir þess eðlis, að þeir opnast, ef hún ekki lít- ur eftir þeim stöðugt. Ó, að hún vakn- aði nú ekki ! Ég fer af stað til mannanna með allar gjafirnar, og ég kalla á hana Von, systur inína; viðfáum barninuíhend- ur kerti með óslökkvandi ljósi og látum það syngja himneska söngva sakleysis og ánægju. ])að heillar huga öldungsins og vermir hjarta hans. Hann lítur til baka og sér sjálfan sig, þegar hann var eins og þetta barn. Hjá honum vaknar þrá og löngun og hann fær þeim fullnægt öðru hvoru. Systir mín gengur á undan hon- um og ég við hlið hans. Hann lftur á- fram, sér í gegnum gröfina og húnerekki dimm, þvert á móti. Hann hvetur spor- ið, honum eykst ásmegin. Ég leik á hörpu og systir mín lætur létta fingur leika um gígjustrengi. Öldungurinn finn- ur nýjan lífsstraum fara í gegnum hvern lim, hverja taug og æð. Hann syngur undir : Nú hefi ég lifað hin ljúfustu jól, á lífið er himneskt að trúa. Framundan blasir við sumar og sól, í sælu ég þar ætla’ að búa. Já, ég gleð barnið og öldunginrf og alla þar á milli. þessi hátíð er helguð mér. Skák þér, Sorg systir ! Nú sefur þú og vaknar að minsta kosti ekki um jólin.” þetta mælti Gleðin og vék sér síðan hljóðlega út. 2. SÝNING. VONIN situr við hljóðfæri og leikur á það og syngur undir. Hún er klædd í grænan kyrtil, hefir gullhlað um enni og gullhringa marga á fingrum. Hún syngur: “ Heimsins drotning æðst ég er, allir kóngar lúta mér ; öllum gef ég áfengt vín, enginn þekkir brögðin mín. Hlæ ég þegar heimskinginn hleypur—eltir skuggann minn. Grútarljósi’ í hönd ég held, hann þar íítur stóran eld. Maurabú ég benti á, borg með turnum leit hann þá; þokuband á brúnum var, brú til himins sá hann þar. Ha, ha, ha ! vesalings maðurinn ! Hann eltir mig út í allar ófærur; ef ég bendi honum á logandi bál og segi honum að það sé skínandi gull, þá trúir hann því og fer þangað. Ég.get látið hann trúa því, að brunahraun og gróðurlaus eyðimörk séu blómlegir vellir Ef ég segði honum að hundaþúfa væri himinhátt fjall, þá mundi hann trúa því. þótt hann sé í myrkvastofu og bundinn þúsund hlekkj- um, þá trúir hann því að hann sé á ferð og flugi um sólbjartan geiminn,, að eins ef ég segi honum það. Og hversu oft sem ég svík hann þá trúir hann mér samt, vesalings maðurinn ! Hann er heimsk- ingi ! En hvað segi ég ? Hann er ekki heimskingi. ])ví hvað yrði úr honum ef hann hætti að trúa mér ? Trúarlaust, vonlaust líf er dauði; mesta vizka, sem heimurinn átil, er }>að að trúa mér. ”— Hún leikur á hljóðfærið og syngur undir : “Ef tók hún í hönd þér hún systir mín Sorg, og sveif með þig norður á mannlífsins torg, þá lít þú í suður, }>ar ljómandi skín og ljúflega brosir þér dagsólin mfn. Nú ætla ég að fara með henni Gleði syst- ur minni og finna mennina, hjálpa henni með jólagjafirnar. (Hún lítur á rúmið). þú sefur. Sofðu vært; þú hefir ekkert er- indi í mannheim um jólin.” Vonin gengur út. 3, SÝNING. SORGIN rís upp í hvílunni, kastar af sér blæjunum og stendur upp. Hún er svartklædd frá hvirfli til ilja. “Systur mínar farnar ! Ég verð að fylgja þeim, annars er starf þeirra einkis nýtt.” Hún tekur gígju og leikur á hana og syngur lágt og alvarlega : “í þínu nafni, guð, ég geng og gegni skipan þinni; þú veizt að hvers manns hjartastreng ég hefi’ í gígju minni. Og þegar dýpstu lífsins lög ég leik, að boði þínu, mér finst sem heimsins hjartaslög ég heyri’ í brjósti mínu. Ef drottins leyndu lög ég skil, hann lét mig starf sitt vinna, og himnaríki’ er hvergi til án hörpuslaga minna. Já, hvenær hefir Gleðin verið fullkomin þar sem ég hefi ekki búið í hendurnar á henni ? Aldrei. Hvenær hefir Vonin komið þangað, sem ég hefi ekki verið áð- ur ? Aldrei. Steinninn hefir aldrei orð- ið snortinn af áhrifum mínum ; er hann sæll ? Hvenær hefir Vonin eða Gleðin heimsótt hann ? Aldrei. Hvenær er afl Vonarinnar sterkast ? þegar ég er á aðra hlið. Hvenær er blómlegastur akur Gleð- innar ? þegar ég hefi plægt hann og sáð.” Hún leikur á gígjuna og syngur : ‘ ‘Ef drottins leyndu lög ég skil, hann lét mig starf sitt vinna, og himnaríki’ er hvergi til án hörpuslaga minna. ” Tjaldið fellur. SlG. JÚL. JÓHANNESSON. Miðaðu fyrir ofan mark það, er þú ætl- ar þér að hæfa. Staðfesta, einurð, áræði, kjarkur, þolgæði, alt bygt á réttum og göfugum grundvelli,—það eru þeir horn- steinar, sem heimsmenningin hvílir á. Bragðaðu ekki áfengi, neyttu ekki tóbaks, svíktu aldrei, giftu þig ekki fyr en þú ert fær um að mæta heiminum. Vertu ein- lægur í öllu; treystu á sjálfan þig. Vertu kurteis og göfuglyndur; vertu löghlýðinn; lestu ekki ómerkilegar skáldsögur, en lestu blöðin. Auglýstu það sem þú ver/.l- ar með; græddu peninga á ærlegan hátt og verðu þeim vel; elskaðu guð og náunga þinn; elskaðu sannleika og dygðir. Láttu ekki athlægi annara hafa áhrif á þig. Taktu ekki ráðum of margra. Skeyttu því aldrei hvað um þig er sagt, en láttu það alt vera lýgi, sem misjafnt er sagt þér til handa. Elskaðu ættjörð þína og vinn henni gagn. Líttu hvorki upp né niður á nokkurn mann. — Sé þessum reglum fvlgt, þá er fullsæla í nánd. —Noah Portek.

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.