Frækorn - 15.09.1900, Side 3

Frækorn - 15.09.1900, Side 3
FEÆKORN. 13B Kristur, hans líf, hans andi opinber- aður í þeim. Krists andi var í spá- mönnunum (1 Pét. 1, 11) eins og í öllum trúuðum mönnum gamlatesta- mentisins. Enginn kemur til föðurs- ins nema fyrir Krist. Og þegar höf. Hebreabréfsins líturyfir allan þann mikla fjölda af trúuðum mönnum frá tímum gamlatestamentis- ins, þá sór hann þennan leyndardóm trúarinnar, hið himneska líf í þeim, svo að þeir gengu með eiiífum guði eins og þeir sæju hann. Hann sá Jesúm í þeim. Og þess vegna, þegar hann hvetur oss til að iétta á oss allri byrði og viðloðandi synd, og þegar hann minnir oss um alla þessa votta hins liðna tíma, sýnir hann oss Jesúm í þeim öllum, sem uppbyrjara og full- komnara þeirrar trúar. En ef hann var það þá, á þeim dögum, áður en hann birtist hér í sýnilegri mynd, hve miklu betur ættum vér þá ekki að viðurkenna þennan sannleika og giaðir lifa í honum. Hann sem er hið eina ósigrandi trúarlíf, hann er oss nálægur, í munni vorum og í hjarta voru. Hnginn vinnuíreeíur. I. Arr ÍEXRRA HLTJTA, SEM GJÖRA SKAL. Bréf frá Yelsjáanda gamla til vinar. Elskulegi vinur! í hvert skifti sem ég hefi opnað bréf frá þér, þá hefir glaðnað yfir mér, því að þar hefir aidrei búið ann- að inni fyrir en sól og sumar, — ég hefi mátt ganga að því vísu. Lífs- gleðin þín og áhyggjuleysið hafa komið brosandi á móti mér. En seinasta bréfið þitt var með öðrum blæ. Þar svifu ský fyrir sólu — þar kvartaðir þú fyrsta sinni yfir kjörum þínum; en mér til handa var bréfið eins ástsamlegt og vant er. Það er einkum tvent, sem þú kvart- ar yfir, og ég áfelli þig ekki fyrir það, því flestir kvarta yfir hinu sama: Pú segist ekkert hafa til að vinna að, og ekkert hafa til að vinna með. Ég er nú orðinn roskinn og ráð- inn, eins og þú veist; óg er búinn að ganga í skóla lífsreynslunnar og nú liggur margt opið fyri sjónum mínum, sem ég kuniii ekki að sjá á þínum aldri. Nú er ég búinn að læra list- ina þá að sjá. Pað er listin sú að sjá, sem oss flesta brestur, en þegar litið alt er á, er sá brestur verstur. Éú ert félítill maður — og það er- um við báðir — og langar samt til að vinna þér eitthvað til frægðar. En þú sér ekki neitt verkefni, hvar sem þú leitar, sem sé þér við hæfi. En þú þai'ft ekki langt að leita, vinur! Kétt fyrir augunum á þór er hæfilegt verkefni handa þér — þó þú sjáir það ekki. Ég skal nú í allri vin- semd benda þér á, hvað það er.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.