Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 2

Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 2
106 F R Æ K 0 R N. ið og ónýtt; og þeir kenndu berlega, að hinir trúuðu væru ekki bundnir við það, að gjöra siðferðislögmálið að neinni reglu fyrir lif sitt. Það, sem aðrir álitu synd, álitu þeir ekki synd fyrir sig. Guð varðveiti oss frá slíkum antinomismus og þessum ! Vór erum ekki bundnir við lögmálið sem sálu- hjálparveg, en vér gleðjumst af því, að sjá lögmálið í höndum Krists, og það er ósk vor, að hlýðnast drottni í öllu. Aftur höfum vór fundið aðra, sem hafa kennt, að Jesús hafi dregið úr og veikt lögmálið; þeir hafa í rauninni sagt, að hið fulikomna lögmál guðs væri allt of hart fyrir ófulikornnar verur, og þvi hafi guð nú gefið oss mildari og vægari reglur. Pessir menn eru komnir út á yztu takmörk villunnar, þótt þeir liklega séu sór þess ekki meðvitandi. Vér höfum fundið rithöfunda, sem hafa farið enn lengra, og jafnvel spottað lögmálið. Ó, hví- lík hörð orð hef eg ekki stund- um lesið um guðs heilaga lögmál! Hversu ólík hafa þau ekki verið orð- um postulans, þá er hann reit: „Þess vegna er að vísu lögmálið heilagt, og boðorðið heilagt og réttvist og gott“. Hversu mismunandi hafa þau ekki verið frá þeim lotningarfulla anda, sem kom honum til að rita: „Þvi eg hef mætur á lögmáli guðs eftir enum innra manni“. Þú veizt, hversu Davíð elskaði guðs lögmál og söng því lof gegn um hinn lengsta sálm. Hver sannkristinn maður ber í hjarta sínu hina dýpstu lotningu fyr- ir drottins lögmáli; það er fullkomið, já, það er fufikomnunin sjálf. Vér trúum, að vér náum aldrei fullkomn- un fyr en vér séum komnir í full- komið samræmi við lögmálið. Helg- un sú, sem ekki kemur á stað full- komnu samræmi við lögmálið, verð- ur aldrei talin fullkomin; því að hver vöntun á þessu er synd. Gefi guð, að hans andi aðstoði oss, þá er vér, eins og drottinn Jesús, viljum leitast við að gera lögmálið vegsamlegt! (Framh.) Vesturíslensku prestarnir um „biMíufræðina nýjir . IV. Séra Björn B. Jónsson segir enn fremur: „Nú skal eg með fám orðum minn- ast á ástandið á Englandi. í september í haust hélt enska kirkjan fertugasta ársþing sitt í New Castle-on-Tyne. Eitt aðal-umræðuefn- á þinginu var hin „hærri kritík.“ Blaðið London Times (frá 25. sept.) gefur útdrátt úr tveim ræðum, sem þar voru fluttar. Aðra þeirra flutti Jakob biskup, en hina prófessor Mar- goliouth. Hinn síðar nefndi er einhver mesti Austurlanda-fræðingur, sem nú er uppi. Blaðið segir, að biskupinn

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.