Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 7

Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 7
FR ÆK OR N. 111 Yfirlýsing Coiistantimisar og Lic'iiiusar inii trúarfrelsi B13 e. Kr. Á meðal hins fyrsta, höfum vér afráðið, að niður skipa því, sem snert- ir lotningu og tilbeiðslu guðdómsins, það er, hvernig vér getum veitt bæði hinum kristnu og öllum öðrum frjálst val að fylgja þeirri guðsdýrkunar- aðferð, sem þeir sjálfir óska; að hvers konar guðdómlegt eða himneskt vald, sem ef til vill geti verið til, að það þá megi verða oss og öllum, sem undir vorri stjórn lifa, veiviijað. Þess vegna höfum vér ákveðið eftirfylgj- andi yfirlýsingu, samkvæmt vorum vilja — rétt skoðað og gagnlegt, — að kristnum mönnum skuli ekki vera neitað um neitt frelsi til að fylgja sinni guðsþjónustuaðferð og halda fast við hana, en að sérhver hafi heimild til þess að snúa huga sínum að þess konar guðsdýrkun, er hann áliti hent- asta fyrir sjálfan sig, svo að guðdóm- urinn megi í ölium greinum sýna oss þá velvild og gæzku, er hann hefur vanið oss á.“ — Eusebius. Hitt og þetta. „Lan(lsm;ilið“ norska, sem að miklu leyti er byggt á forn-norræna málinu, og því Jíkizt íslenzku svo mjög, að hver greindur íslendingur án mikillar fyrirhafnar getur lesið það og skilið, er með ári hverju að ryðja sér tii rúms í Noregi, og hlýt- ur það meðal annars að verða til þess, að sambandið milii ísland og Noiegs v.erði sterkara og nánara en fyr. Sem dæmi þess, hve víða þetta mál þegar hefur náð, má nefna það, að nú eru ekki færri en 74 þjóðkirkjusöfnuðir í Noregi farnir að taka til notkunar Sálmabók dr. Blix’s, sem er að öllu leyti á „landsmáii". Sumir prestar predika á málinu; skóiakennarar iæra það í kennaraskólunum. Fieiri blöð og margar bækur koma árlega út ;i „nýnorsku „Einn galli" á Y. ij. Séra Haf- steinn Pétursson ritar í síðasta hefti „Eimr“. meðal annars: „Yerði ijós“ hefur einn galla. Ritstjórinn virðist ekki enn þá hafa náð nægum andleg- um þroska. f*etta þroskaleysi kenmr fram á ýmsan háf.t; „Verði ljós“ á eðlilega í höggt við menn af öðmm kirkjuflokkum. I'ar stendur ritstjór- inn mjög vel að vígi, t. a. m. að því er aðventista snertir. [Sámkvæmt því, er J. H. lýsir yfir í síðnsta blaði „V. lj.“, stendur hann einmitt vel að vígi gagnvart þeim að því liyti, sem hann fær fylgi annara í því að álíta, að ritningin sé ekki öll innblásin af guði]. En honum hættir við að svara mótstöðumönnum sínum meir með stóryrðum en rökum. Auk þess gef- ur hann oft í skyn, að hann sjálíur sé mikill vísindamaður. Petta á eigi vel við í kirkjulegu tímariti. 2. Vin- ir ritstjórans hafa skrifað mikið lof um hann í „Sameiningunni" og „Alda- mótum." Þeir hafa kallað hann „höfuðþrest íslands" og sagt, að hann

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.