Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 6
110 FRÆKOKN. „Gramall maður eins og eg, sem geng krókbeygður undir byrði minni, og meir að segja, hef haft mikla mæðu fyrir því að safna henni — eg finn ekki eiginlega mikið til kæileika guðs.“ „Hvílík ót.taleg forherðing!" mælti hinn ungi maður, er hann sagði frá þessu. En vinur minn sagðist álíta það eðlilegt, að tilraunir hans ekki höfðu haft annan árangur en þennan. „Eðlilegt!" anzaði ungi maðurinn forviða. „Hvernig geturðu talað svo? Eg útlistaði þó einfaldlega og sam- kværat ritningunni fagnaðarboðskap- inn fyrir honum.“ „Og samt“ svaraði vinur minn, „varð maðurinn að þjást af byrði sinni. Hefðirðu þar á móti tekið hana frá honum og borið hana sjálf- ur, þá mundi hann vafalaust hafa gefið gætur að orðum þínum. Hafi mað- ur fyrst smakkað, hvað kærleikur er, verður manni lóttara að trúa á hann„. Greturðu gjört betur? Yið samsæti, þar sem greifi von Holbach hafði í boði suma hinna helztu fríhyggjumanna, var reynt að færa allar hugsanlegar ástæður á móti ritningunni. fá gjörði heimspeking- urinn Diderot, sem sjálfur hafði tekið þátt í samræðunum, enda á þeim með því að segja: „Það er eftirtektavert, góðir herr- ar: eg þekki hvorki á Frakklandi né annars staðar nokkurn, sem gæti skrif- að eða talað með meiri list. f’rátt fyrir allt hið vonda, sem vér nú höf- um sagt um þessa bók, þori eg að fullyrða, að enginn okkar gæti ritað sögu, sem bæði væri eins mikilvæg, einföld og hjartnæm, og sagan um pínu og dauða Krists, sögu með slík- um áhrifum, er verka eins glögglega og hún, og sporast gegn um svo margar aldir.“ „Til guðs ríkis.“ Fyrir nokkrum árum heimsótti voldugur konungur skóla í landi sínu. Hann fór að tala við skólapiltana og spurði þá út um ýmislegt. Hann tók stein, sýndi þeim og spurði: „Hvaða ríki tilheyrir þessi?“ „Steina- ríkinu.“ — Næst tók hann blóm og spurði: „Hvaða ríki tilheyrir þetta?" — „Jurtaríkinu,“ var svarið. — Loks benti hann á sjálfan sjg og spurði: „Hvaða ríki tilheyri eg?“ — Pá varð þögn. Enginn vildi segja, að kon- ungurinn heyrði til dýraríkisins. Það var hljótt um stund, þangað til lítill ljóshærður drengur reis upp og svar- aði: „Til guðs ríkis.“ —

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.