Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 4
108 FRÆKORN. ur guðfræðinga, sem heldur við hina gömlu skoðan, fullt svo öflugur og líklega miklu öflugri en hinn. Par eru allir heimatrúboðs-klerkarnir og sumir. aðrir iíka. Og enginn mun geta annað en talið Vilhelm gamla Beck meðal málsmetandi presta; en einmitt hann hefui' opinberlega veitt guðfræðiskennurum háskólans - hina svæsnustu ofanígjöf fyrir, að þeir væri farnir að aðhyllast hina nýju skoðan.“*) — Það hafa fleiri hneykslazt á óvar- kárni séra J. H. Og svo er loks aldan runnin upp til íslands. Séra Jón Helgason hefur með áhuga miklum, en lítilli gætni, gjörzt þar talsmaður nýju skoðunar- innar. En eg tel víst, að ómögulegt sé, að sú skoðan hafi enn þá rutt sór þar mikið til rúms, því allur þorri prestanna hefur lesið guðfræði sína við prestaskólann áður en sóra J. H. kom þangað með nýmæli sín. Og sá maðurinn, sem fram til fárra ára hafði mest og blessunarríkust áhrif á prestaskólann, séra Helgi heitinn Hálfdánarson lektor, var, að því er barnalærdórasbókin hans ber með sór, sálmarnir hans og önnur ritverk, og samkvæmt því, sein nákunnugir skýra frá, mjög gagnstæður þessari nýju biblíufræði. Að honum hafi einmitt legið á hjarta að verja heilaga ritn- ing gegn árásum nýju rannsóknanna, sem bæði vilja slaka til og taka af guðs orði, og að þetta hafi meðal annars einkennt starf hans, á það bendir þetta erindi í eftirmælunum eftir hann: „Hann kristinn var. Hann kunni’ ei til að slaka við kreddur þær, er biblíuna rengja; af orði guðs hann ekkert vildi taka, og engin nýmæli við guðs orð tengja. Og sem hann kenndi, svo og lifði þessi sannkristinn bróðir. Guð hans minning blessi." „Kbl.“ IV. 3. Enn sem komið er er ómögulegt að segja, hver áhrif „nýmælin" kunna að hafa á íslenzku kirkjuna. Samt þarf enginn að óttast, að þau verði ofan á um síðir. En þess viidi eg feginn óska, að prestaskólakennarinn i Reykjavík, sem tekið hefur svo miklu ástfóstri þessa nýju ókirkjulegu biblíu- fræði, ekki yrði til þess, eins og þýzki guðfræðiskennarinn segir um sig, „að stofna sálum manna í voða.„ ---•<>•- Við aldamótasamkomii á Möðruvöilum í Hörgárdal á sumHrdaginu fyrsta 1901. Yér kveðjum þig, öld, sem ert gengin um garð, þig gullöld, — að skáldanna rómi. — En ber ekki gullið þitt bagalegt skarð og bresti, að sögunnar dómi? Og eru’ ekki stökkin og fetin þín fá *) „Eimr.“ VI. ár, 1.—2. hefti.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.