Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 5
F E Æ K 0 R N. 109 til frama í umbótum sönnurn? Og mun ekki frægðin þín fölleit og smá í framtíð hjá komandi mönnum? Þín ársólin fyrsta á fólkstjóra nkein af fárverkum tryllta og móða, og varp sínum geislum á vesöld og mein og valkesti saklausra þjóða. Og sjaldan var látið þeim lýðspellum af, þótt loíað sé verk þitt í orði. Br síðasti kveldröðull seig o’n í haf, var svipaður leikur á horði. Oft ryðgaði’ i skeiðunum réttlætis sverð, en reiddur var dráphjörinn hitur, og enn þinna konga og keisara mergð á kænskunnar vélráðum situr. Und fótunum auðvald og ágirndin tróð þiun aumstadda verklýðinn snauða. En biblíu færðir þú blámannaþjóð og — brennivín, kúlur og dauða. Og enn situr hræsnin í hásæti efst, en hreinskilnin barin með keyrum, og sannleikans tunga um tennurnar vefst, og teygt er allt lögmál á eyrum, svo rétturinn víkur, en ranglætið fram sér ryður til valdanna hæni, og hver, sem á stærstau og sterkastan hramm, hann steypir þeim veikari’ og smærri. Sjá stynjandi Kínverja streymir nú blóð, er stórveldin skapa þeim elli, og lítið á, Búanna þrautseiga þjóð af þrælshöndum lögð er að velli; og Irarnir kveina með klafann um háls af kúgurum flegnir og þjáðir, og Finnarnir veina og hníga til hálfs af harðstjórum píndir og smáðir. En vannstu þá ekki til umbóta neitt, sem einkenni söguna þína? — Jú, víst er nú ýmsu til batnaðar hreytt; þau blysin í myrkrinu skína: Hjá fólkinu mildin og menntunin eykst og mannúð í verkum og ovðum, á vísinda leiðinni stærra þú steigst þó stigið en aldirnar forðum. Yér berum ei á þig neitt oflof né dýrð að almanna samhljóða rómi, og viljandi sæmd þinni veitum ei rýrð, — þín verk lúta sögunnar dórai. — En þrátt fyrir allt varstu aldanna mest að anda og verklegum frama. — Þótt stálsverðið hafi í bakkanum brest, er bitið í egginni sama. Yér þökkum hið góða, sem gafst vorri storð, en gleymum því nú, sem oss mæddi; vér þökkum hvern geisla, hvert ágætisorð, hvern anda, sem lífseldinn glæddi; og þökk fyriv allt, sem til bóta þú bjóst, það blessist og lifi og dafni, já, fyrir hvern hlekk, sem af fólldnu hjóst í frekis og mannúðar nafni. Páll Jónssoii. „Elskift í verki og saniileika.“ Otto Funcke segir svo frá: Einn dag kom ungur maður til vinar míns og sagði honum þá sögu, að hann hafði daginn áður verið langa leið samferða gamla manninum Pétri M., og hafði notað tækifærið til þess að tala við hann alvarlega um kær- leika guðs, og sýnt honum fram á, hve innilega guð elskar mennina. Gamli Pótur hafði samt verið öldungis ómóttækilegur fyrir áminningum hans og svarað:

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.