Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 3

Frækorn - 15.07.1901, Blaðsíða 3
F R Æ K 0 R N. 107 „hafi viljað láta taka á móti tilgát- um rannsóknanna með varkárni,“ og segir, að allar umræðumar, þó eink- urn ræða hins áður nefnda prófessors, hafi ótvíræðiega lýst meiri íhalds- stefnu en menn hafi átt að venjast. Blaðið Saturday Beview (29. Sept.) er augsýnilega sérlega óánægt yfir hugsunarhætti kirkjuþingsins og kemst þannig að orði: „Frumtónn þingsins var afturhvarf til fyrri stefnu. Það kom bezt í ljós í umræðunum um gamla testamentis rannsóknirnar. Fyrirlestur prófessors Margoliouths, sem greinarhöfundurinn í Times segir að hafi verið „framúrskarandi snilldar- verk,“ gekk út á að lýsa óförum nýju rannsóknanna og spáði, að sú stefna myndi algjörlega falia, enda sagði fyrirlesarinn henni vægðarlaust stríð á hendur." Svo lætur blaðið gremju sína í ljósi og segir: „And- rúmsloft þess kirkjuþings, þar sem svona er taiað af sannfæring og við því tekið með ánægju, hlýtur að vera meir en lítið skemmt." Heldur blað- ið svo áfram að fárast yfir, hve veiga- litlar hafi verið mótbárurnar gegn þessari afturhvarfsstefnu og hve lítinn byr þær hafi fengið.*) Á þessu þingi sátu merkustu menn ensku kirkjunnar. Þykist eg með því að benda á þetta teikn tímans einnig hafa fært sönnur á það mál *) þeniman útdrátt úr blöðunum hefi eg eftir Literary Digest. mitt, að afturhvarf sé að verða á Englandi. í skandínavisku löndunum rís um þetta leyti rannsóknaraldan sem hæst, er þar komin það skemur en í hin- um stærri og stórstígari löndum, að hún er víst ekki enn farin að hjaðna aftur. Við báða háskólana i Svíþjóð er guðfræðin all-mikið sýrð af „kritík- inni.“ Hjá hinu unga kennarakyni í Kristjaníu er hún sögð all-skæð. En hæst rís þó aldan víst í Kaupmanna- höfn. En fyrir þetta má þó enginn draga þá ályktan, og enginn í alvöru láta sér um munn fara, að allur þorri kristinna manna í þessum löndum sé fallinn frá gömlu kenningunni um biblíuna. Slíkt verður engan veginn sagt jafnvel um þá þjóðina, sem einna lengst er komin í fráfallinu. Séra Jóni Helgasyni varð hált á að tala svo ógætilega. Ritetjóri „Eimreiðar- innar,“ sem sjálfur augsýnilega aðhyll- ist þó skoðanir séra J. H., setur ofan í við hann fyrir staðhæfing í þá átt og segir: „Þar sem hann (séra J. H.) staðhæfir, að þessi nýja skoðan á ritningunni hafi öðlazt svo almenna viðurkenning í kirkjunni, að meðal málsmetandi manna verði ekki fund- inn einn einasti, er láti sér til hugar koma að verja hina gömlu innblást- urs-kenning eða mæla henni bót,“ þá virðist oss hann hafi stigið feti framar en hann geti varið. Hér í Danmörk er að minnsta kosti sá flokk-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.