Frækorn - 15.05.1902, Blaðsíða 7
63
valdur, þið verð jeg að lýsa til-
hæfulausar illkvittuisgetsakir höf. í minn
garð.
Eg lagði aðaláherzluna á það, að við
þyrftum að koma að bindindishlynntum
mönnum á þetta þing, vegna þess, að
rnjög líklegt væri, að þeir yrðu endur-
kosnir við næstu kosningar, ef þeir ynnu
þjóðinni það gagn á þessu þingi, sem
vænzt er af þeim, og þá skóðun hafa
merkari menn en »bindindismaðurinn« er.
flJSvo hef eg ekki fleira að athuga við
grein þessa, en að eins benda á það,
sanngjörnum mönnum til yfirvegunar, hvor
okkar, eg eða »bindindismaðurinn«, hafi
gert mál þetta að flokksmáli.
Eins verð eg að halda, að höf. sé
ekki einlægur bindindismaður, þó hann
þykist vera það, og hann hafi því ekki
almennilega þorað að láta sjájframaní brenni-
vínsandiitið á sér, m;ð því að birta nafn
sitt, sem hefði þó verið hreinskilnislegra
af þessum eldrauða ættjarðarvini og
»heimastjórnarmanni«.
Seyðisfirði U/B 1902.
Sigurj. Jóhannsson.
Fréttabálkur
ÍSINN farinn, vonandi fyrir fullt og
allt. Skip hafa verið hér mörg undan-
farandi daga. I dag kom Egil. Lítið af
fréttum, sem ekki hefur áður verið getið
um í blöðunum.
DE WITT TALMAGE, frægasti prestur
heimsins, síðan Spurgeon dó, er látinn í
Washington, 70 ára að aldri.
Þráðlausa FIRÐRITUNIN. Á fé-
lagsfundi síðast í febiúar lýsti Marconi
því yfir, að það væri með öllu tilhæfu-
laust, að fregnir, sem hann sendi, gætu
borist öðrum í hendur en réttum viðtak-
anda. Að vísu er það svo, að þegar
þráðlaust rafskeyti fer á .stað, þá berst
það jafnt í allar áttir, alveg eins og þeg-
ar steini er kastað í miðja lygna tjörn,
þá berst straumbylgjan út í jöfnutn hring
í allar áttir. En hvert senditól er stilt
á sérstakan hátt, og [ekkert viðtökutól
getur markað skeytið (Morse-stöfum),nema
það viðtökutól, sem nákvæmlega er sam-
stilt við senditólið.
' FINNAR neita harðlega að gera her-
þjónustu, síðan yfirstjórn hersins er lögð
Rússum í hendur.
VERKFALL mikið í Kaupmannahöfn
meðal verkmanna viðskipsvinnu, sérlega við
Fríhöfnina, þegar Egil fór.
BUAR berjast vasklega. Fyrir nokkru
misstu Bretar 3 foringja, 38 menn féllu,
5 höfðingar og 72 dátar voru særðir,
en um 520 menn úr Bretahernum vantar
og eru líklega fallnir. Búar hertóka líka
Methuen lávarð, einn af reyndustu hers-
höfðingjum Breta, og aðstoðarforingja
hans, Paris major.
HR. ÓLAFUR; HJALTESTEÐ, fyrv.
verzlunarþjónn hjá Thomsen kaupm. í
Reykjavík, hefur nokkurn tíma ’undanfar-
andi verið að starfa að því að búa út
síhreyfivél (Perpetuum mobile). 1 haust.er
leið hugsaði hann að hafa lcyst þessa
þraut, seir alheitiisins vélameistarar hingað
til hafa ekki getað gert. — Hann fór
með uppfundinguna til Kaupmannahafnar;
þegar þangað kotn, féll verk hans í heild
sinni í gegn. En um einn hlut vé'arinnar,
pumpu, þykir svo mikils vert, að sögn,
að manninum haía verið boðnar 50’ þús.
krónur fyrir einkaleyfi til að selja hana,
en það ekki látið fallt að sinni fyrir
minna en 100 þús.
LYFJABUÐIN hér í bænum var i því
ástandi, þegar fyrverandi lyfsali skildi
við hana í haust, að naumast voru til
algenustu og allra nauðsynlegustu meðul,
enda fremur óhirtnislegur frágangur á
því litla, sem til var.
Hinn nýi Iyfsali, hr. Erik Erichsen, sem
kom hingað og tók við lyfjabúðinni um
áramótin, hefir því átt mjög erfitt með
að fullnægja óskum manna um meðala-
kaup, enda ekki getað sinnt nærri öllum