Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 3

Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N. 179 trúin veiki og spilli fyrir eðlilegri framþróun og sjálfstæði mannkynsins, og að eina ljósið, sem lýsi á veg þroska og sannrar menningar, sé ljósið á sprittlömpum vísindamannanna. En athuga þú, lesari góður: hversu oft hef- ur ekki slokknað á lömpum þessum, - hversu óendanlega oft hafa ekki þau ljósin reynst hrælogar og villuljós! Óneitanlega e'rú hin ýmsu vísindi afarþýð- ingarmikil fyrir mannkynið. En þau eru og eiga að eins að vera verkfæri í hendi hins al- máttuga, til þess að hefja mannkynið á æðra stig - nær fullkomnuninni. En vörumst þvf að tileinka þeim þá dýrð, er öðrum ber, eða að setja þau í hásætið. Og á meðan þessi hugvizkuljós hafa ýmist lifnað, skift litum, daprast, dafnað eða dáið, hefur stjarnan yfir Betlehem alltaf skinið jafn skært og fagurt og verið óbrigðull leiðarvísir öllum þeim, er sig hafa reitt á birtu hennar. Og það er brennheit ósk vor og bæn, að hin himneska og guðdómlega geisladýrð, sem um liðnar aldir hefur ljómað í hjarta hins trúaða manns við umhugsunina um fæðingu frelsar- ans, Iíf hans og starf, mætti upplýsa hug og hjörtu sem flestra og að ylgeislar hins sanna Ijóss mættu sem fyrst dreifa og eyða þeim þokuskýjum vantrúar og efasemda, sem við og við færast inn yfir byggðir og bæi, eins og kólgumökkur úr hafi. Pað getur verið illa gert og ódrengilegt, að slökkva jafnvel tímanlegar vonir þreyjandi manns. Hugsum oss: Konan stendur á ströndinni og mænir tárvotum augum út yfir hafrótið. Hún hyggur að vandlega, hvort hún ekki sjái sinn elskaða eiginmann bera að landi, því hún veit að nú þreytir hann stríð við storm og stór- sjóa og er í lífshættu staddur. Vonin um að fá að sjá hann aftur lifandi, er eini ljósdepill- inn í tilveru hennar. En — athugalaus og kaldlyndur gárungur hvíslar í eyra hennar: Það er til einkis að þú stendur hér og væntir mannsins þíns, því hann er þegar orðinn bylgjunum að bráð.— Þarna er vonin slökkt,— von, sem þó að eins nær til hins tímanlega —, og hjartað verður yfirkomið af vonbrigðum, sorg og örvæntingu. Brúður Krists stendur á ströndinni og starir út yfir hafrótið til hans, sem hún hefur gefið hönd sína og hjarta. En svo heyrir hún raddir, er segja: Þú hefur látið blekkjast; hann er ekki sá, sem þú álítur hann, og þú sérð hann aldrei framar. Og sé það nú illa gert og ódrengilegt að slökkva þær vonir, sem að eins viðkoma tím- anlegum efnum eins einstaklings, hversu miklu ótilhlýðilegra og ódrengilegra verk er þáekki unnið með því, að leitast við að slökkva það himneska trúar- og vonarljós, sem er sam- eginlegt fyrir svo mikinn hluta mannkynsins, og sem að sögunnar dómi hefur hafið það til vegs og fullkomnunar. Vér, sem notið höfum kristilegs uppeldis, minnurnst með helgri virðingu þeirrar einlægu og alúðlegu umhyggju, erforeldrar vorirbáru, ekki einasta fyrir hinni tímanlegu heldur einn- ig og sérílagi fyrir hinni andlegu velferð vorri. Athugum þvi ráð vort með hreinskilni og látum eigi glepjast af falsröddum eða villi- ljósum. Ingvar f Dal. ÞÁ DEGI HALLAR. Þá degi hallar og sólin sígur, menn sakna ljóssins, er hverfur braut; þá fjöldi logandi ljósa stígur, svo leiftra tindrandi himinskaut. Og stundum, öll þegar dýrðin dvín og dimman byrgir þá fögru sýn, þá snöggvast syrtir, en bráðum birtir og blessuð ljómandi sólin skin. V. Briem.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.