Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 10

Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 10
F R Æ K O R N. 186 Eg sagði við bróður minn: »Seg mér nú, hvað þér í raun réttri gekk til að gefa burtu eigur þínar«, Hann brosti og svaraði:» Þú trú- ir mér ekki. En eg mátti til. Héimur- inn hafði náð á mér tökum, og eg var kominn inn í strauminn. Fjöldinn safn- aðist í kringum mig og, vinir mínir voru farnir að ráða öllu í sveitinni. Eg fann að mér geðjaðist þetta vel. En þá vaknaði eg og leit í kringum mig. Og eg sá að horfurnar voru ískyggilegar. Þá reif eg mig lausan. En eg var bæði ringlaður og hræddur og fann ekki rétta veginn*. »Kannast þú við það, Páll ?« »Vinstri höndin ætti ekki að vita hvað hin hægri hefst að; en þetta varð að umtalsefni. Það barst út um allar sveitir, og eg var gjörður að viðundri. Það, sem eg hafði gjört, var misskilið og kom illu af stað. Jafnvel gjafir mínar hafa orðið að ásteytingarsteinum.« »Segir þú það, Páll?« »Peningar hafa ætíð illt i för með sér. Gjöfin og gjafarinn mega ekki að- skiljast. Peningagjafir gjöra fátækling- ana að illþýðí, hvernig svo sem að er farið. Eg varð að féþúfu; og þeir, sem hjálpar nutu hjá mér, tóku á móti hjálp- inni eins og skyldugjaldi og mögluðu yfii þvi, að fá ekki meira; en þeir sem enga hjálp fengu, fylltust gremju og hatri Og það var ekki kærleikur, held- ur öfund, sem óx upp af gjöfum mín- um«. Hann var orðinn alvarlegur. En svo brosti hann. »Upp aftur og aftur verður maður að læra og læra. Við hverjar ófarir aukast manni hyggindi; og úr syndum sínum verður maður að byggja sér tröppustiga, því leiðin upp er löng.« »En« sagði eg, »kennir þú ekki, að maðurinn eigi að vera fullkominn?« Hann brosti. »Viljinn á að vera heill og einbeittur«. Eg hugsa með mér: ómaklegt er það, að kalla hann vitskertann. XXXI. Eg spyr hvort það sé satt að hann lækni sjúkdóma. En hann neitar því. »Það er þó sagt, að þú biðjir fyrir veikum og leggir hendur yfir þá. En eg vil nú segja þér það afdráttarlaust, að mér geðjast ekki slíkt athæfi!« »Það hjálpar stundum. Og alls þess verður að freista, er að hjálp má verða. Því í því er kristindómurinn innifalinn, að vér hjálpum hver öðrum.« Eg þegi, en hann heldur áfram : »Margvíslegur er krankleiki vor, og að jafnaði er hann að eins hugsýki eða ímyndunarveiki. Það er sálin, sem er sjúk, Og hafi hún ekki sinn fulla kraft, vinnur hið illa bug á oss. Þá styrkir bænin, komi hún frá trúuðu hjarta; sál- in styrkist og fær nýjan mátt til mót- stöðu.« »Eigir þú nokkurn guð, er heyri bæn- ir, þá sýn mér hann, Það er einmitt slíkur guð, sem eg þarfnast « Hann brosti. »Já, tákn viljum vér hafa.« »Svaraðu mér nú: , Allt sem þér biðj- ið um, skuluð þér fá', stendur skrifað.« «,í mínu nafni1, stendur þar. Það er: þegar vér biðjum eins og hann bað. En bæn hansvar: verði þinn vilji. Stundumþykj- umst vér sjá stórmerki. En að biðja, það er ekki að gera kraftaverk í guðs nafni. Til- gangur bænarinnar er að lyfta oss upp, til þess að vilja guðs vilja. Og náum vér þessu æðsta marki, þá veitist oss allt það er vér óskum. Og þetta er ráðningin á gátu lífsins, að vilji minn verði samhljóða vilja guðs. Margur góður kjarni felst í hinum forna siðalærdómi. Bæn, vinna og fasta eru þrjú gömul og góð vopn. Og ótal illir andar eru með þeim vopnum út- reknir. Milli sjúkdóms og syndar eru svo náin bönd, að iðrunin leiðir jafnan til heilsubótar. Æskan leitar ráða gegn óskírlífishvötum. Fasta þú, svara eg: vinn þú, og dugi það ekki, þá fasta þú! Og eg hef séð það hafa góðan árangur. Oft þarf ei annað en fjörgandi orð af frískum vörum, til þess að hugsýkin rými og sjúklingurinn hressist. Þetta hef eg oft reynt; því hugsýki og hug- leysi eru almennir kvillar. Og gamla lækningaaðferðin er góð fyrir þá, sem fyrst og fremst þarfnast þess, að viljinn sé læknaður.« $ '©'£) (°fÐ (D

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.