Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 9

Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 9
F R Æ K O R N. 185 út bók um vetrarferðir Jacksons um Samójedahéruðin og hefur safnað saman þjóðsögum Samójeda, — sá þessar myndir mínar og sagði, að þær kæmu heim við almenna lýsingu þeirra, er ferð- ast hafa þar um landið og séð goða- myndir þar. Um trúarbrögð Samójedanna hefur margt verið ritað, sem lítið mælir með rússnesku 'prestunum. En eftir minni reynslu, get eg ekki samsinnt því. Prest- urinn í Karmenkúla, sem er gamall mað- ur, hefur verið þar í 12 ár. I viður- kenningarkyni fyrir embættisstarfsemi hans, gaf hin heilaga sýnóda (klerkafélag) honum hús með húsbúnaði, gooo kr. virði. Aður bjó hann í Samójedakofa og bjó sjálfur til búsgögn sín. Eg átti tal við hann og þrátt fyrir önug og þreyt- andi lífskjör var hann rólegur og tigin- mannlegur. Eg hlastaði einnig á guðs- þjónustugjörð hans og varð mjög hrifinn af hans viðkvæmu og blíðu rödd, sem bergmálaði í hrörlegu kirkjubyggingunni, ær hann tónaði hinar gömlu rússnesku bænir yfir hálfviltum og skinnklæddum söfnuðinum, þar sem hver bar sinn sel- veiðihníf í látúnsbúnum skeiðum Að lokinni guðsþjónustunni gengum við með- fram ströndinni og töluðum margt'sam- an. Meðal annars sagði hann mér, að sam- anlagðar tekjur eyjarinnar væru 10 þús. rúblur eð 21600 kr. um árið (hann hafði nefnil. reikningsfærsluna á hendi). Hann sagði, að Samójedarnir væru í framför, hvað siðgæði snerti og að það kæmi ekki fyrir að nokkur þeirra vanrækti nú nokkra guðsþjónustu eða gleymdi nokkr- um hinna óteljandi trúarlegu helgidaga. Þó þeir kunni eklci að lesa, þá muna þeir samt hvern einasta »messu«-dag með því að telja á fingrum sér. Hann var nefndur »faðir Ton«, og hvernig svo sem hans trúarjátning hefur hljóðað, og hversu frábrugðin sem hún kann að hafa verið okkar eigin trúarskoðunum, þá hlaut maður að dást að honum, eins og hann kom mér fyrir sjónir, þegar eg skildi við hann og hann stóð aleinn eftir á ströndinni. Hvítu hærurnar flöksuðu í storminum og hann veifaði til mín kveðju eins og sá, er trúr og öruggur þreytir stríðið fyrir köllun sinni og býður byrg- inn sérhverjum örðugleika. »Faðir Ton« dó nokkru seinna úr skyrbjúg, er meðfram mun hafa orsakast af föstum hans og vöntun á nýrri kjöt- fæðu, en hún ein getur veitt viðnám þessari drepsótt, er svo oft geysar um hin norðlægu lönd. Á. J. þýddi. Týndi faðirinn. XXX. Karltetrið þar neðra er orðinn örvasa og aðfram kominn, Og bróðir minn keniur. stundum inn til hans og les fyr- ir hann. Og um leið lítur hann oft inn til mín. Og hafi hann tima til, þá sezt hann niður hjá mér og ræðir við mig um eitt og annað. Eg hlusta á hann með at- hygli, ef vera kynni að eg yrði var við brjálsemi hjá honum. En því fer fjærri. Svo langt sem mín athugun nær, get eg ekki fundið að nokkuð illt sé til í honum. Að reikna kann hann ekki, og slægvizka er honum lítt lagin. Eg trúi því ekki, að unair hans yfirlætis- lausu orðum feiizt nokkur útreiknuð kænskubrögð. Og ekkert vanheiit eða veiklað finn eg í fari hans. Af honurn stafar eng- inn kuldi eða óhugnaður, heldur býður hann góðan þokka af sér og eg verð rólegri i hveit sinn er hann kemur. Geðspakur er hann og jafnlyndur, en laus við æsingar og mislyndi. Lund hans er róleg og vær, eins og eftir sorg og þunga reynzlu. Enda hefur hann reynt mikið — og misst mikið. En seint verð eg öruggur. Því ein- kenni brjálseminnar erumörg, og ekkert eitt óbrigðult einkenni hins rétta ráðs. Svo að naumast er til sá maður, sem í augum almennings verði ekki hnekkt með þvt að bera það út um hann, að hann sé brjálaður.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.