Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 2

Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 2
178 FRÆKORN. safninu í Lundúnum, —heldur nota Egiptar þær til eldsneytis og til áburðar á jarðir sínar, og líkklæðin, sem þær hafa verið sveipaðar með, eru tekin, og heilir skipsfarmar af þeim sendir til Evrópu og Ameriku, til pippírsgjörðar. Vísindainenn liafa rannsakað þessi lík, og er það mjög einkennilegt, að þau eru flest af ungum svarthærðum og hárprúðum mönnum, Og tennur þeirra.alveg óskemmdar og líkamirn- ir í góðu ásigkomulagi, eins og dauða þeirra hefði borið snögglega að. Þar eð það var hér, sem Móses gjörði kraftaverk sín, og þetta var greftrunarstaður alls Egyptalands, álíta menn, að hér muni vera að ræða um fórnir þær, sem féllu fyrir reiði guðs, þegar hann sendi engil sinn um landið, ti! að deyða alla frumburði, von og blóm hverrar fjölskyldu. Og það er án efa þessi plága, sem Hóseas á við, þegar hann segir: „Egyptaland skal safna þeiin, og Móf (Nof) ska! jarða þá.“ Hós. 9, 6. Hugsið til þess, þegar sá dagur rennur upp, þá er allir hinir dauðu, allt í frá Adam og til þeirra, er síðast deyja, fyrir endurkomu frels- arans, eiga að vakna til lífs aftur; — engum verður gieymt og enginn eftir skilinn. Hvílík- ur sægur vetður þá á jörðunni! Margir álíta, að varla verði rúm fyrir alla. En það er samt sem áður engin ástæða til að óttast það; því að allir núiifandi íbúar jarð- arinnar gætu -- ef þeir stæðu þétt saman - hæglega staðið á jafnstóru svæði og minsta amtið í Noregi (Jarlsbergs og Lárvíkur), sem er 2318 fcrhyrnings kílcm.* Og alit þetttasaman- safh af mönnum - fjóríán hundr. millj. — mundi naumast sjást á hnettinum. Myndin sem hér er sýnd, er tekin eftir ljós- mynd af múmíu Ramsesar II., sem fannst í grafhveifingu í fjallshlíðinni við Diex - el - Ba- *) Ef talið væri, að 4 metin gæíustaðiðá 9 ferhyrnings- fetum, þá mundi t. d. í Danmörkn-sem er eitt af minnstu löndum jarðarinnar-rúmast meiren 150,000,000,000 manna eða um 100 sinmim fleiri en allir menn, sem nú lifa á jörðunni. Ritstj. hari á Egyptalandi. Það er greinilega sannað, að hann var sá konungur, sem kúgaði ísraels- inenn, rétt áður en þeir fóru burt úr Egypta- laudi, kringum 1500 f. Kr.*"*Að þetta er hið smurða lík Ramsesar II., sést með Ijósum merkjum á sjálfri líkkistunni. Hér um bil 40 múmiur fundust á sama stað. Ritgerðin um múmiur hér að framan er þýdd lir norska tímaritinu „Herold", af Theó- dóri Árnasyni, 13 ára að aldri. Þýðingin er f alla staði nákvæm og góð. Mun það sjald- gæft að sjá siíkt, og því getum vér þess um leið og vér tökum ritgerðina upp í blaðið. Ef til vill gætu fleiri af hinum yngri lesend- um blaðs vors sent því einhverja ritgerð eða þýðingu. Ritstj. „Frækorna" spyr ekki eftir aldri og áliti höfunda, heldur að eins eftir því, hvort þeir komi með eitthvað, sem er verulega gott, fræð- andi og skemmtilegt. Ritstj. <o® ©'■OO Vonirnar —o — Þeir inenn eru til, sem lítilsvirða trú og krist- indóm, afneita guðdómi frelsarans — og guð sjáifum, en virða þó meðbr.æður sína og vilja ekki vísvitandi gjöra á hluta þeirra. Þessir hinir sömu menn gæta ekki þess, að tim leið og þeir lítilsvirða alla trú og kristin- dóm, særa þeir hinar viðkvæmustu tilfinning- ar fjölda margra meðbræðra sinna - máske sinna nánustu vina og vandamanna, og fótum troða jjað, sun þeim er dýrmætast. Þeir gæta þess ekki, að með því að afneila guðdómi írelsarans og vinna_ýað útbreiðslu þeirrar skoðunar, að liann haíi ekki verið sá er hann sagðist vera, slíta þeir hjartans helgustu bönd og leitast við að slökkva það Ijós, sem lýst hefur og lýsa mun um ókomnar aldir ótölulegum fjölda einstaklinga, allt í frá vögg- unni til hliða himinsins. Þeir leitast við að telja mönnum trú um, að

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.