Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 7

Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 7
FRÆKORN. 183 Öll biblían var þýdd á íslenzku árið 1584 af Guðbrandi Þorlákssyni, biskup á Hólum. Fyrsta enska félag til útbreiðslu biblíunnar var Society t'or Promoting Christian Knowledge og var það stofnað 1698. Bann gegn lestri biblíunnar var fyrst útgef- ið af Antíokiusi Epifanisi 168 f. kr., seinna af Diokletianusi keisara 303 e. Kr., af Gregorí- usi^páfa VII. 1080, Innocents III. 1195, í Tou- louse 1229, móti Valdus-mönnum sérstaklega í Tarascon 1234, í Trident 1545 — 1563 og hvað eftir annað seinna. Seinasta forboð gegn biblíu- lestri var gefið út 1864 af páfa Píusi IX. Brezka og erlenda bibliufélagið var stofnað 1804. Allar tekjur þess fyrsta árið voru 12,000 kr. Félagið hefur, frá stofnun þess, gefið út 150 millj. eint. af biblíunni á hér um bil 350 tungumálum. Orðið. sÞví guðs orð er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu gverði, og þrengir sér milli sálar og anda, liðamóta og mergjar, og dæmir hugsanir og hjart- ans hugrenningar.« Heb. 4, 12. Guðs orð er sjálft lifandi og gjörir þann lifandi, sem trúir því. Jesús hefur orð eilífs lífs, eins og Pétur segir við hann: »Þú hefur orð eilffs lífs og vér höfum trúað og kannast við, að þú ert Kristur, sonur hins lifanda guðs.« Jóh. 6, 58, 69. Guðs orð færir líf þeim, sem dauður'óerö' yfirtroðslum og syndum, ef hann vill rísa upp,‘ þegar hann heyrir það. Það, að maður verður lifandi fyrir guðs orð, er það sama sem endurfæð- ing.’f f Hjá þeim, sem veitir guðs orði viðtöku, sprettur andlega lífið upp eins og jurt sprettur upp af venjulegu sáð- korni, en samt með þeim mismun, að guðs orð er »óforgengilegt sæði, sem varir að eilífu.« 1. Pét 1, 23. Guðs orð er heild, og sem heild er það óskiftanlegt. Sá maður, sem vill eignast eilíft líf, má eigi trúa að eins sumu í guðs orði og hafna öðru, heldur verdur hann að trúa sérhverju orði guðs, eins og Jesús segir: »Skrifað stendur: Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, heldur af sérhverju orði, sem út gengur af guðs munni.« Matt. 4, 4. Því má eigi hafna neinu orði guðs, þar sem hvert þeirra er Kfsins brauð frá guði. Kristur segir: »Þau orð, sem eg tala, þau eru andi og eru líf.« Jóh. 6, 63. Og: »Ef nokkur varðveitir mitt orð, sá skal ekki að eilífu sjá dauðann.« »Hver, sem sér soninn og trúir á hann, hefur eilíft líf.» «Sannlega, sannlega segi eg yður, að hver, sem á mig trúir, hefur eilíft líf.« Jóh. 6, 40, 47. Það, að trúa á Jesúm, hlýtur að þýða það að trúa orðum hans. En hvað segir Jesús um ritninguna sem guðs orð? Um Mósesbækurnar segir hann: »Ef að þér tryðuð Móse, þá tryðuð þér og mér, því hann hefur skrifað um mig. En ef þér trúið ekki hans bókum, hver von er þá til þess, að þér trúið mínum orðum?« Joh. 5,46,47. Og um ritninguna í heild sinni segir hann: »Rannsakið ritningarnar, því f þeim hugsið þér að hafa eilíft líf, og þær eru það, sem vitna um mig,« Jóh. 5, 39. »Ritningin getur ekki raskast.« Jóh. IO, 35. Sá, sem hafnar ritningunni, hlýtur því að vinna að eyðileggingu sinni og annara og verður að standa til ábyrgðar gagn- vart lifandi guði. Því bið eg þig, kæri lesari, að leita auðmýktar og gjöra eins og sagt er: »Afleggið því allan hroðaskap og gnægð illskunnar, og meðtakið orðið með hóg- værð, sem í yður er gróðursett, og megn- ar eð frelsa yðar sálir,« Jak. 1, 21. Nils Andersson. ferö

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.