Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 8

Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 8
184 FRÆKORN. Sumarferð til Novaja Semlja. Eftir J. R. Jeafferson. — Kringsjaa. — o — Niðurl. Það ber stundum við, að Samójedi kemur tii skrifarans og biður hann að skrifa fyrir sig brjef; skrifarinn, sem er greiðviknin sjálf, tekur strax upp veski sitt og byrjar á bréfinu. En þegar svo Samojedinn segir, að bréfið eigi að vera til guðs, og skrifarinn leitast við að leiða honum fyrir sjónir, að það sé ómögulegt að koma bréfinu til guðs, þá svarar Samójedinn: »Eg hélt að landstjórinn (»hinn mikli«) mundi geta fengið honum það«. — Einn kvartaði um að sér væri illt í hjartanu, benti á hægri síðuna og sagði að þar væru eymslin; samt var ekki hægt að fá hann ofan af því, að meinsemd hans væri í hjartanu. Þeir voru líkir börnum í öllu og eins varð að láta við þá og iáta eftir þeim. Einu sinni sat eg hjá einum inni í kofa hans og skrafaði við hann um hitt og þetta. Meðal annars sagði eg: »Hér átt þú snoturt heimili, konu og börn, og samt segir þú, að þú sért ekki ánægður. Hvað er það sem þig vantar ?« »Hunda«, var hans fáorða svar. »Einn hundur er betri en tíu konur; konur geta ekki dregið sleða eða veitt hirti; nei, það geta þær ekki; til þess þarf hunda«. Þannig sátum við saman og drukkum sykurlaust te með mjólk í og skegg- ræddum um hundana, bjarndýraveiðar (bjarndýrið kemur mjög við helgisögur Samójedanna), rostunga- og hreindýra- veiðar. Trúarbrögðin voru annað kær- asta umtalsefni hans, næst á eftir umtali um hundana. Hér um bil 100 flækings- hundar eru árlega fiuttir frá Arkangel til Novaja Semlja; er þeim þar skift á milli Samójedanna, er temja þá og venja við að draga sleða og eru þeim til hinnar mestu nytsemdar. Fyrir nokkrum árum reyndi landstjórinn að flytja þangað tam- in hreindýr. Þau komust þar á land með heilu og höldnu, en af því þeirra var ekki gætt svo sem þurfti. þá urðu þau veiðihundunum að bráð, nema eitt, en það hljóp til fjalla og saman við hjörð viltra hreindýra. Það er eftirtektavert að sjá, hve reglu- lega og guðræknislega Samójedarnir sækja nú kirkju sína, þar sem þeir fyrir að eins fimm árum voru allir heiðingjar og tilbáðu goðamyndir, skornar 1' tré, hina svonefndu Bolvana, er þeir skoðuðu sem bústaði andans Noom. En auðvitað er hér að nokkru leyti ekki að ræða um annað en yfirskyns-guðrækni. Þannig heyrði eg talað um, að þegar þeir kæmu úr kirkjunni gengju þeir rakleitt heim og tilbæðu Noom og friðmæltust við hann, af því þeir óttuðust að hann mundi verða þeim reiður og gjöra þeim skaða, ef þeir sneru algjörlega við honum bak- inu. Auðvitað fara Samójedar dult með þessa Nooms-tilbeiðslu sína, svo að prestarnir verði hennar ekki varir. En hún á sér enn stað og margar fjölskyldur geyma slíkar goðamyndir í hreysum sín- um og tiibiðja þær í laumi. Það er mjög torsótt að fá að sjá slíkar myndir Og enn torveldara að komast yfir þær; þó hafa Englendingar náð í nokkrar. Jackson sá eina slíka helgimynd á vetrar- ferð sinni um frosteyðimörkina, og eg náði í ett heljarmikið likneski, eftir að hafa þjarkað um verðið f viku við eig- andann, sem loksins lét tilleiðast að selja mér það fyrir dálítið af »vodka«, eina flösku af lyfjaberjum, x/4 pund af púðri og eina plötu af tóbaki. Þetta líkneski, sem eg hafði fengið fyrir þetta fáheyrða verð, var um I x/2 al. á hæð, skorið í eintrjáning og var, eftir því sem Samójedinn fullyrti, 200 ára gamalt. Klæðnaður þess var úr skinnum og um hálsinn hékk tvöföld skrautfesti úr bjarnarklóm. Eigandinn sagði, að það væri máttugur »Bolvan«, sem fyrir 100 árum síðan hefði verið fluttur frá íseyj- unum miklu þar austur frá (Nýju Siber- isku eyjunum), og að hann hafði ver- ið hafður í sérstakri byggingu á Vai- gatseyjunni, áður en Rússar innleiddu kristnina þar. Hann seldi mér líkneskið að eins af ótta fyrir hegningu, ef það kynni að finnast í fórum hans. Tvær aðrar helgimyndir náði eg einnig í, báðar gamlar. Það eru að eins tréstubbar með útskornum hausum. M. Brice, skrifari í Jacksons heimskautsleiðangrinum, er gaf

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.