Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 6

Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 6
182 FRÆKORN. helming 4. aldar og er það nú á keisaralega bókasafninu í St. Pétursborg. Merkilegt handrit af gamla testamentinu er bókfell, sem opinbera bókasafnið í Cambridge á. Petta handrit var fundið árið 1806 af dr. Buchanan i varðveizlukistu í samkundunni í Maloben á Austur-Indlandi. Það er hér um bil 48 feta langt og þó vantar í það. Pað saman- stendur af 37 rauðlituðum skinnum. Hér um bil árið 350 var biblían þýdd á gotnesku. Merkilegasta handritið af þessari þýðingu, sem enn þá er til, inniheldur það mesta af hinum 4 guðspjöllum og nefnist silfurbókin, af því að það er ritað með silfurstöfum, Það er að líkindum ritað á Ítalíu og er mjög gamalt. í hinni grimmu ofsókn móti kristnum mönn- um undir rómverska keisaranum Diokletíanusi ár 303—311 e. Kr. voru mörg þúsund handrit af biblíunni brennd eftir skipun keisarans. Hjá Valdus-mönnum á Frakklandi á 12. öld var biblían i virðingu höfð. Það er sagt, að sumir þeirra kynnu alla biblíuna utanbókar. Fyrsta þýðingin af biblíunni á Norðurlanda- málunum var Wycliffes enska þýðing, sem var gerð milli áranna 1380-1382. Á tíma Wycliffes kostaði heil biblía, auð- vitað skrifuð, um 600 krónur. En eftir því, sem verð peninganna þá var miklu hærra en nú, mundi þetta svara við hér um bil 2000 kr. hjá oss. Elzta danska biblíuþýðingin er á konungl bókasafninu í Kaupmannahöfn og er frá síðara helmingi 15. aldar. Fyrsta bókin, sem var prentuð, var biblían. Hún kom út í Metz milli 1450—1455 og var gefin út af Qutenberg, sem fann upp prentlist- ina. Árið 1453 voru lög gefin út á Englandi, sem takmörkuðu réttinn til að lesa biblíuna til „aðalsmanna og heldri manna", en bönnuðu alþýðumönnum, að viðlagðri hegningu og fang- elsisvist, að lesa biblíuna. Fyrsta fullkomna prentaða útgáfa af gamla- testamentinu á hebresku kom út 1488 í Lanci- ano á Ítalíu. Fyrsta nýjatestamenti, sem prentað var á Englandi, var gefið út af William Tyndale 1525-1526. Á hlnum fyrstu 40 árum eftir að Lúther hefði þýtt biblíuna á þýzku, voru seld að eins frá einni prentsmiðju í Wittenberg 100,000 eint. af henni. í lok 18. aldar og byrjun hinnar 19., þegar skynsemistrú og vantrú ríktu um löndin, var eftirspurnin eftir biblíunni svo lítil, að við eina af stærstu bókaverzlunum Þýzkalands, Perthes í Hamborg, seldist frá 1801 til 1810 ekki ein einastaj biblía. Skifting biblíunnar í jkapítula var gerð af Hugo kardínála árið 1244. Árið 1557 var farið að skifta efni biblíunnar í vers; var verk það búið 1560. Genf-bibl- ían, frönsk þýðing, var fyrsta biblíuútgáfan, sem var skift niður í vers.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.