Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 5

Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N. 18 r inn fram til ræðupallsins — og, gat borið vitni um það, að hann var orðinn nýr maður og hafði lifandi trú á guð sinn og frelsara. Hann er enn þá áhugamikið vitni um þá guðs náð, sem honum er orðin auð- sýnd. í sannleika »hönd drottins er ekki of stutt, að hann geti ekki hjálpað«, og hann er lifandi guð og heyrir bænir. Ef það væri snefill af sannleiksást hjá hinum svokölluðu fríhyggjumönnum vorra tíma, þá mundu þeir reyna lærdóminn og gera guðs vilja, og þá mundu þeir þekkja, hvort hann er af guði eða af mönnum. En sannleikurinn er sá, að þeir eru óærlegir við sjálfa sig _og vilja ekki trúa, að guð er til, þótt þeirra egin sannfæring sé á móti slíkrí afneitun. »Reynið mig«, segir drottinn. Þús- undir, já, milljónir manna hafa reynt hann og fundið hann vera lifandi, trú- fastan vin og eilíft hellubjarg. ffHerold". Hitt og þetta um biblíuna- —o— Nöfn biblíunnar eru mörg. Sjálft orðið biblía kemur af gríska orðinu byblos, sem er nafn á hinum innra börk papyrusplönt'unnar. Það, sem var ritað á þennan börk, var einnig nefnt blyblos. Um heilaga ritningu kemur þetta nafn ekki fyrir fyr en á 4. öld e. Kr. „Ritningin" á við það, á hvern hátt orð guðs var gefið. „Lögmálið" minnir á skipanir orðsins. „Opinberunin" leiðir oss til að hugsaumljós- ið, sem orðið hefur að gpyma. „Kanon" er orð, sem stundum er viðhaft uin biblíuna og þýðir það „regla", sem bók þessi á að vera fyrir líf vort. Apokryfiskar bækur (þ. e. huldar bækur) eru safn af trúarbragðalegum bókum, sem voru samdar nokkrum tíma fyrir fæðingu Krists, en eru ekki álitnar að vera innblásnar af guði eins og biblían. Þessar bækur eru samt oft látnar fylgja gamlatestamentinu. Árið 1827 ákvað brezka biblíufélagið að útiloka bækur þessar lir biblíum þeím, er það gaf út. Og hefur þeirri reglu alltaf verið fylgt síðan af téðu félag. Danska biblíufélagið hefur þar á móti tekið þær með í þær biblíur, sem það hefur gefið út. Targum (af kaldeisku orði, sem þýðir útlegg- ingj er nafn á lausri þýðingu af gamlatesta- mentinu á kaldeiskri mállýsku, eftir að hið upp- runalega hebreska mál var ekki lengur talað. Vulgata (þ. e. almenn) nefnist þýðing bibl- íunuar á latínu, gerð af kirkjuföðurnum Hiero- nýmusi í Betlehem ár 400 e. kr. Septuaginta nefnist þýðing á bókum gamla- testamentisins á grísku, gerð í Alexandríu um 200 ár f. kr. Nafn hennar („sjötíu") kemur af því að 70 Gyðingar eiga að hafa gert þýðinguna, hver sitt eintak. Vísindamenn nútímans neita þessu og halda því fram, að þýðingin sé gerð á lengra tímabili. Biblían inniheldur 66 bækur 1189 kapitula og 31,173 vers. Bók Mika er í miðri biblíunni; miðkapítul- inn er Sálni. Dav. 117; minnsta vers biblíutin- ar er Jóh. 11,35 (2 orð), stærsta versið er Est. 8,9 (70 orð). Af nýjatestamentinu eru til milli 7 — 800 handrit. Sum þeirra eru mjög skrautlega rituð á rautt skinn (pergament) með gull- ogsilfurstöf- um. Hið elzta þeirra er frá 4. öld. Elzta og bezta handrit af allri biblíunni er það, sem professor Tischendorf fann árið 1859 í klaustri á Sínaí. Það er að líkinduin frá fyrri

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.