Frækorn - 26.08.1904, Qupperneq 8

Frækorn - 26.08.1904, Qupperneq 8
136 F R Æ K O R N. drýgir glæpi; sú náð, sem eg geymdi handa honum, er til þess ætluð, að hýlja þær syndir, sem hann hefir drýgt, óg þau brot lögmálsins, sem hann framvegis kann að drýgja í þeim ve\k- leika, 'setn hanti hefir að eðlisfarí, og í vanþekkingu um lögmálið og utn kiaft- ínn til þess að hlýðnast því, þangað til hann fyrir mína kenslu hefir komist til þekkingar á blessunum og einka- réttindum löghlýðins borgara og á þeim ávöxtum, sem þar af spretta. En ef hann með fullum vilja brýtur lögmálið eftir alt þetta, og ef hann virðir að vettugi fórn mína handahon- um, ef hann fer að skoða náðargjöf mína sem rétt sér til handa, til þess að halda áfram yfirtroðslu laganna; ef hann viljuglega lítilsvirðir anda þeirr- ar náðar, sem honum er auðsýnd, þá er engin náð geymd handa honum. Þá hlýtur hann að falla í hendur hins borgaralega valds, og hann verðskuld- ar þá harðari refsingu en þótt hann aldrei hefði þekt mína yfirgnæfandi náð. Undir náðinni. Af þessari dæmisögu er augljóst, að með tilliti til hins unga yfirtroðslu- manns er dómarinn orðinn þjónn náð- arinnar og dómstóllinn orðinn að náð- arstól. Gagnvart yfirtroðslumanninum er dómarinn ekki framar þjónn lög- málsins, heldur þjónn miskunnar og náðar. Dómarinn er framvegis þjónn lögmálsins, en ekki gagnvart unga manninum. Hann framkvæmir lögmál- ið gagnvart staðgöngumanninum, en náðina gagnvart yfirtroðslu-mann- inum. Hann stendur í líkri stöðu og presturinn í gamla testamentinu eða í hinnj táknmyndalega þjónustu. Prest- urinn framkvæmdi lögmálið gagnvart hinu saklausa lambi, en náð gagnvart hinum seka manni. Ef náðin hefði verið veitt öllum mönnum í lögsögn dómarans, þá hefði dómarinn orðið þjónn náðarinnar, í stað lögmálsins, gagnvart öllum. Eng- an í lögsagnarumdæmi hans væri þá hægt að setja undir lögmálið, en þvert á móti væru þeir allir undir náðinni og dómstóll dómaranS mundi þá verða að náðarstól, eða hásæti náðarinnar. Og þetta sýnir, þá blessunar stöðu sem »allur heimurinn« hefir komist í, sakir »hins dýrðlega fagnaðarerindis Jesú Krists.« »Guð í Kristi friðþægði heiminn við sjálfan sig, og tilreiknar ekki mönnunum afbrot þeirra . . . því hann, sem ekki þekti synd, gjötði guð að syndafórn vorvegna, svo að vér fyr- ir hann yrðum réttlættir fyrir guði.« 2 Kor. 5, 19. 21. Þar sem guð hefir ekki tilreiknað heinunum afbrot hans gegn lögmáli guðs, heldur vegna sinnar yfirgnæf- andi náðar tilreiknað syni sínum yfir- troðslur heimsins, þá er það augljóst, að í þessari náðarsamlegu friðþægingu, hefir hann losað heiminn viö bölvun lögmálsins, en sett hann unc'i; náð'na. »Guðs náð hefir birst sáluhjálpleg öllum mönnum. Titus 2, 11. Kristur leið dauðann »fyrir al!a.« Heb. 2, 9. í Róm. 5. kap. kemst Páll postuli að hinni sömu niðurstöðu. Fyrst sýn- ir hann fram á, að fyrir yfirtroðslu Adams kom syndin yfir hvern einasta meðlim mannkynsins. Hver og einn sem fæddist eftir fall Adams, fæddist sem yfirtroðslumaður. Með því að gera sjálfan sig að syndara, gerði Adam alla menn í heimi að syndur- um. Vatnsrás getur ekki geng- ið hærra en uppspretta hennar. Þar sem börn hans voru fædd með synd- ugri náttúru, eins og hann, faðir þeirra, hafði fengið hana fyrir fallið, gátu þeir ekki frekar frelsað sjálfa sig frá því að syndgaen Etiopíumaðurinn gat frels- að sjálfan sig frá sínum dökkva hör- undslit. »Fyrir einn mann kom syndin inn í heiminn.« Róm. 5, 12. Eins og því vegna eins falls dómur er fall- inn á alla menn til fordæmingar, eins er og vegna eins réttlætis náðargjöfin veitt öllum mönnum til réttlœtingar lífs- ins.« 18 v. »Því einsoghinir mörgu urðu syndugir fyrir óhlýðni hins eina manns, eins munu líka hinir mörgu fyrir hlýðni hins eina verða réttlættir.« v. 19. Börn Adams gerðu sig ekki sjálf að syndurum. Eg gerði ekki [Frh. ábls. 138.1

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.