Frækorn - 26.08.1904, Side 10

Frækorn - 26.08.1904, Side 10
138 FRÆKORN. sjálfan mig að syndara, og eg syndg- aði, af því að eg var fæddur syndari. Syndir mínar gerðu mig ekki að synd- ara. Epli á tré gera ekki tréð að eplatré. Það var eplatré í 3 ár áð- ur en það bar epli. Pað bar epli, af því að það var eplatré. i-annig gerðu ekki syndir þínar þig að syndara, en þú syndgaðir vegna þess að þú varst fæddur syndari. Frh. Skírnin — hvernig hún á að fara fram Stanley, enskur dómkirkjuprestur, segir þannig frá um aðferðina við skírnina: »1. Skírnin var í upphafi framkvæmd með niðurdýfingu'eða greftrun í vatni, af því að þetta fyrirkomulag sýndi ljós- lega þýðingu skírnarinnar. »2. Það orð, sem Kristur viðhafði um skírnina, þýðir niðurdýfing. »3. Kristur sjálfur var skírður nið- urdýfingarskírn í vatni. »4. Postularnir þektu aðeins þessa skírnaraðferð. »5. í hinni fyrstu kristnu kirkju framkvæmdist ætíð skírnin með nið- urdýfingu. »6. í þrettán aldir var þessi aðferð mjög almenn meðal kristinna manna. »7. Þegar yfiraustur fór aðtíðkast í stað niðurdýfingar, mætti þessi aðferð mjög öflugri mótspyrnu. »8. Jafnvel í köldum löndum, eins og t. d. Rússlandi, hefir yfiraustur orðið fyrir afarmiklum mótmælum, og það jafnvel á seinni tímum. »9. í orði er niðurdýfingin enn í gildi í ensku ríkiskirkjunni. Elísabet ogját- varður VI. voru skírð niðurdýfingar- skírn. Kirkjuhandbókin skipar fyrir, að það eigi að »dýfa« börnunum nið- ur í vatnið, en ekki ausa þau vatni, nema sérstök ástæða sé fyrir því að víkja frá reglunni. »10. Breytingin frá niðurdýfingu til yfirausturs er meiri en sú breyting, er rómversk-kaþólska kirkjan hefir gjört í tilliti til kvöldmáltíðar drottins, þar sem brauðinu að eins, en ekki víninu er útbýtt.« Sú eina sanna, rétta. í litlu trúfræðisriti, er maður hér í bæ, að nafni Samúel O. Jóhnson, gef- ur út og selur, standa í júlíblaðinu þessi orð um »Barndómssögu fesú Krists.« »Bók þessi, sem gefin var út í fyrra vor, er sú eina sanna, rétta saga, um barndóm Jesú Krists.« Þegar vér lásum þessi orð, kom oss sú spurning í huga: Getur það verið, að maðurinn sem þetta skrifar, viti það ekki, að hann er hér að fara með ósatt mál? Eða getur það verið, að hann blátt áfram v/ifi segja ósatt? Af þeirri viðkynningu, sem vér höf- um af manninum, getum vér ekki trúað því, að hið síðara gæti verið mögulegt, og hljótum því að álíta, að hann viti ekki betur. Eins og áður er tekið fram í »Fræ- kornum« er þessi »barndómssaga« samin eftir hinum »apokryfisku« (huldu óekta) guðspjöllum, er mynduðust um líf Jesú framan af öldunum. Rit þessi voru aldrei álítin áreiðanleg og jafnast aldrei á við rit nýja testament- isins; hefði svo verið, þá væru þau í nýja testamentinu. En auglýsarinn þykist ekki að eins vilja jafna »barn- dómssögunni« við nýja test., heldur setur hann hana yfir það. Það er ýmislegt í nýja test., sem ekki kemur heim við »barndómssöguna«, ogeigi hún nú að vera »sú eina sanna, rétta«, eins og S. O. J. segir, þá fer að vand- ast málið! Vér álítum alls engan skaða skeðan

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.