Frækorn - 26.08.1904, Qupperneq 15

Frækorn - 26.08.1904, Qupperneq 15
FR ÆK O R N . 143 sónu og prívat-manni. Fyrirlestrarmaður er fagurfræðingur mikill og ræðusnillingur, per- sónulega kunnugur Björnson. Þótti mönnum unun að heyra þessa fyrirlestra'og mun’óhætt að fullyrða, að Björnson vegnaj þessara fyrir- lestra verði betur skilinn hér á landi fram- vegis en áður. Ctilegumaðurinn. listaverk eftir Einar Jónsson myndasmið (frá Galtafelli), er nú settur upp í andyri al- þingishússins. Myndin er gipssteypa, hefir hr. D. Thomssen gefið landinu mynd þessa, og er slíkt höfðinglega gert. Myndasmiður- inn er nú að vinna að öðru stóru listaverki, er hann nefnir »Undir lögmálinu.« Firðrita-málið- »Hefði Island verið sambandsland Noregs nú, í staðinn fyrir Danmerkur, þá stæði það nú íÆrðrita-sambandi við umheiminnc, ritaði Björnstjerne Björnson í bréfi til merks manns hér á landi sumarið 1870. Nú eru 34 ár síðan, og vér erum firðrita- lausir enn í dag. Björnson gat þess þá í bréfinu, að Noregs- stjórn hefði lagt firðrita (telegraf) norður á landsenda, og að engum manni dytti í hug að ætlast til að tekjurnar af honum borguðu nokkru sinni kostnaðinn. »En til þess ætl- umst vér, að fiskiveiðar vorar hafi árlega það gagn|af firðritanum, að margfaldlega svari kostnaðinum.« Og það hefir ræzt. Það er óhætt að segja, að vart muni ann- að mál á dagskrá nú, er meiri þýðingu hefir fyrir atvinnuvegi og efnalega framför þessa lands, en firðríta-málið. Það hefir lengi ver- ið á döfinni, en harla lítið verið gert af hálfu landstjórnar vorrar, ti! að hrinda því áleiðis, fyr en nú, að vér fengum innlenda stjórn. í 20—30 ár, sem mál þetta hefir verið á döfinni, má segja, að því hafi varla þokað hænufeti nær takmarki sínu. En eftir að hr. Hannes Hafstein hefir ver- »ð við völd eitt missiri, er málið komið í það horf, að tetja má nokkurnveginn vist, að vér fáum nú firðritasamband við útlönd, og öll líkindi á,[að byrjað verði á lagningunni þegar ncesta ár — án frekara fjárframlags af íslands hendi, en ráð hefir verið fyrirgert, og qn þess að fyrirtœkið verði háð þvi, sem hingað- fil hefir einlægt ráðgert verið, að það fái nokkurn styrk frá neinni utanrtkisþjóð. Takist þetta, sem nújjer ófyrirsjáanlegt að bregðist, þá má fullyrða, að þótt hr. Hannes Hafstein hefði ekki átt, sem hann þó vitan- lega hefir átt, mestan og beztan þáttinn í að afla oss þeirrar heimastjornar, sem nú er fengin, og þótt ekkert lægi eftir thann sem ráðherra, er hann fer frá völdum, annað en þetta eina, þá væri það ærið nóg eitt sér, til þess að ávinna honum æfinlega þökk þjóðar- innar og halda nafni hans uppi í sögu vorri. (Eftir Rvk.) Orður 02 titlar. L. E. Sveinbjörnsen háyfirdómari er gjörður kommandör af dannebr. II., en ridd- arar af dannnebr. þeir Halldór Daníelsson bæjarfógeti og kaupm. GeirZoega (G. Z. var áður dannebrogsmaður), Sighvatur Bjarnason bankastjóri gerður að justizráði. Til varúðar 2e2n berklaveikl hefir landstjórnin nýlega gefið út reglur — sbr. 5. gr. laga 23 okt. 1903 — um hráka- ílát og gólfræsting í »vinnustofum, gistihús- um, farþegaskipum, saumahúsum og opinber- um byggingum, þar sem margt fólk kemur saman, t. d. í kirkjum og skólum«, og segir að þar skuli vera »svo mörg hrákailát, sem heilbrigðisnefnd þykir þurfa, og svo löguð, sem henni þykir hlýða.« »Vatn skal vera í hverju hráka-íláti, eða einhver sótthreinsunarlögur, og skal hreinsa það varlega. Heilbrigðisnefnd getur skipað fyrir um, hvernig hreinsuninni skuli háttað.« »AIdrei skal hafa á gólfum ofnar, eðaflétt- aðar ábreiður, eða loðskinn«, segir enn frem- ur í reglum þessum, og »skulu gólf vera svo gerð, að auðvelt sé að þvo þau.« »Jafnan skal skvetta vatni á gólf, áður en þau eru sópuð svo að ryk komi ekki upp. Gólf skal þvo úr heitu vatui að liðnum hverj- um þeim degi, er húsin eða herbergin hafa verið brúkuð.« Sé reglum þessum eigi fylgt, varðar það 2—50 kr. sektum. 2,700 eintök prentast nú stöðuglega af »Frækorn- um«. Blaðið er uppselt frá byrjun þess^ árs.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.