Frækorn - 13.10.1904, Qupperneq 6
166
F R Æ K Ö R N.
Að Jesús hér ekki talar um ungbörn, sést
greinilega á spurningu Nikodemusar: „Hvernig
getur maður fæðst, þá hann er orðinn gam-
all?“ Ef þessi orð Jesú eiga við skírnina, þá
eiga þau við skírn fullorðinna manna. Um
endurfæðing þeirra er verið að tala. Enginn
getur neitað því. Og enginn getur heldur
neitað, að guð eigi nóga vegi til frelsunar hin-
um saklausu börnum aðra en skírnina.
Annars er sennilegast, að orð Jesú í Jóh. 3,
5. eigi alls ekki við skírnina, heldur aðeinsvið
endurfæðing ínanna fyrir verkun heilags
anda. Andinn er hér nefndur til að tákna
lífið, hitt nýa líf, sem á að byrja hjá hverjum,
sem vill ná inngöngu í guðs ríki. „Andinn
er það, sem lífgar", segir Jesús. Og vatnið er
nefnt til að tákna hina hreinsandi náð drottins.
Þetta hefði Nikodemus átt að þekkja, því orð-
ið í gamla testámentinu talar þegar um þessa
umbreytingu — án skírnar. í Esek. 36, 25., 26.
segir drottinn:
„Eg vil stökkva hreinu vatni á yður, svo
þér skuluð verða hreinir; eg vil hreinsa yður af
öllum yðar óhreinindum og skurðgoðum; eg
vil gefa yður nýtt hjarta og koma nýjum anda
f yðar brjóst; eg vil taka steinhjartað úr brjósti
yðar og gefa yður aftur annað af holdi."
Hérer í þessum teksta talað bæði um vatn
og anda, og ef orð Jesú eru skilin í ljósi þessara
orða, þá er eðlilegt, að Jesú spurði Nikodem-
us: „Ertu lærimeistari Oyðinga, og veizt
ekki þetta?" Þessa endurfæðingu fyrir guðs
lífgandi anda og hreinsandi náð, sem orðið
líkir við vatn, hefði hann (Nikodemus) átt að
þekkja. En að hann sem iærimeistari Oyðinga
hefði átt að þekkja leyndardóm hinnar kristilegu
skírnar, það hefði verið ósanngjarnt að ætla
honum.
Skírnin er mjög greinilega skipuð í orðum
Krists, og menn geta bezt skilið kenninguna um
hana án þess að taka þá staði henni til stuðn-
ings, semjekki tala um hana.
-------------------
Særtin.
Þótt bœnin hafi engin orð,
í andvarpi hún berst frá storð
til hárra . himinsala,
og sœkir þangað lif og Ijós,
því líkt, j sem þerri dögg af rós
til djúpra geislum dala.
A.J.
ýloarp.
Til útg. »Frœkorna«.
Beri þín „Frœkorn“
fagran þroska:
lifgrös lista
og liljur dáða,
Baldursbrár
bliðra kosta
og heima-njóla
helgrar trúar!
Bjóði þau bláber
barna munnum,
en yngisfólkí
eyrarrósir;
fifil og sóley
svinnum og meyjum,
en hrútaber
hrumum körlum!
Matth. Jochumsson.
Sögur og smávegis
um og eftir
D- L. Moody.
VII.
£æknirinn og aðalsmaðurinn.
Þegar eg árið 1867 dvaldi í Lund-
únum, heyrði eg sögu, sem hafði á-
hrif á mig. Ungur, franskur aðalsmað-
ur var staddur þar, að leita sér lækn-
ishjálpar. Hann færði lækninum bréf
frá Napóleon III., Frakklands-keisara,
sem hafði mikið álit á hinum unga
aðalsmanni.
Læknirinn gjörði sér alt far um að
hjálpa hinum unga manni. Þegar hann
nú var að spyrja hann á ýmsa vegu
um heilsufar hans, komst hann að því,
að þungt farg lá á sálu hans. »Hafið
þér orðið fyrir nokkru sérstöku tjóni«?,
spurði læknirinn. Það er án efa eitt-
hvað, sem eykur yður óró og hug-
sýki.«'