Frækorn - 13.10.1904, Side 11

Frækorn - 13.10.1904, Side 11
r R .1' K 0 R N:. 171’ »Þú flýr frá biblíunni, eins og djöf- ullinn frá krossinum.« Arið 1520 skrifaði Lúther til páfans og vonaðist eftir, að hann sæi, að mál sitt væri rétt. En svarið var að eins bann- færing páfans, dags. 15, júní; í öllum kirkjum átti Lúther að úthrópast sem »bölvaður villutrúarmaður,« er væri dæmdur réttlaus og dauðasekur. Það var morguninn hinn 20. des. árið 1520, að Lúther festi upp aug- lýsingu á hurð háskólans um það, að hann ætlaði að brenna lögbók páfans og bannfæringar-bréf hans við Elster- hlið, ásamt ritum Ecks. Fjöldi manna, bæði leikmanna og lærðra, safnaðistsamanáhinum ákveðna stað, kveikti þar eld, og var svo áður nefndu ritum kastað á bálið. Lúther tók bannfæringarbréfið, hélt því á loft og sagði: »Af því að þú hefir svívirt drottins heilaga, þá svívirði þig og eyði hinn eilífi eldur«. Frá þessum degi reiknast eiginlega aðskilnaður Lúthers frá kaþólsku kirkj- unni, og frá þessum degi fylgdi sigur sigri og Ijós sannleikans glæddist bet- ur og betur fyrir starf siðbótarmann- anna. Fylgi við stefnu Lúthers óx dag frá degi, og ríkisdagarnir í Speier og Agsborg 1529 og 1530 sýndu, hví- líku veldi sannleikurinn náði á Þýzka- landi. — — — Svo fór eg að skoða hið gamla Agúst- ína klaustur, þar sem Lúther bjó með familíu sinni fyrir hálfri fjórðu öld. Eg hafði búist við að sjá alt eyði- lagt af tönn tímans, en því hefir verið haldið prýðilega við, og er að mestu leyti óbreytt enn. Daglega stofart er stórog ljós, hærra til loftsins, en maður skyldi ætla, og allur frágangurinn mun betri, en ráð er gerandi fyrir. í stofunni stendur stórt borð, sem- Lúther hefir notað, og við gluggana eru fastir bekkir eða stólar, sem Lúther og fjölskylda hans hafa notað. En skrautlegt virðist það ekki hafa verið', húsið, þar sem hinn mikli siðbót'a- maður lifði.- í sama húsi sá eg líka fyrirlestrar- sal Lúthers, sem enn oft notast til guðrækilegra samkoma. Eg fór frá hinum miklu minnum í Wittenberg með þakklæti til guðs fyrir starf siðbótarinnar og með ósk um, að sá andi, er leiddi Lúther og sarm verkamenn hans, mætti fá að leiða trúaða menn vorra tíma. (Niðurl. næst.) Xueðja til Js/ands. Hans Reynolds. Þú foldin kœra, faldin snjó, sem fœtur þvœr í íshafssjó, sem Norðmenn námu fyr! í sveitum þínum Saga skin, en syngja’ um Noreg börnin þín, og iala sömu tungu enn, sem tignir landnámsmenn. Og sonur Noregs sömu leið um sjóinn fer, sem Ingólfsskeið, að nema land á ný: hans œskulöngun œ það var með œskukappi að berjast þar, og tengja aftur þjóð við þjóð, því þar er sama blóð. Hin aldna hölda og hersa fold þer hneigir, Snorra fósturmold! hún man þin manndómsár. Og móðurþeia þýðan ber til þín, sem fyr, i brjósti sér, og til þin elur aldurtrygð hver einstök Noregs bygð. Þítt lið á verði löngum var, en lœgri hlut þó alloft bar, er útlent vald réðst á. En, ísafold! eg þakka þér alt þetta, sem þú geymdir mér. Und fálkamerkið fylktu her og frelsi og rétt þinn ver! B.J.þýddi. Kvœði þetta hefir áður komið i Frœkorn- um á frummálinu, samanber V, 17—18.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.