Frækorn - 13.10.1904, Síða 13

Frækorn - 13.10.1904, Síða 13
FRÆKORN. 173 Síðasta orðið. Heldri maður nokkur, sem heim- sótti eitt sinn Schöner prest, lét það í ljósi við hann, að hann hlýddi á prédikanir hans, þegar hann mögulega kæmist ti! þess. — »En á einu furð- ar mig mest,« sagði hann, »í jafnmörg ár eins og eg hefi heyrt til yðar, þá komið þér að endingu ætíð að sama efni. Þér minnist ætíð á hið spilta manneðli og um náð og sáluhjálp í Jesú Kristi. Fagnaðarboðskapurinn hefir þó í sér svo margar kenningar og önnur efni til útleggingar, að mér verður oft á að spyrja sjálfan mig, hvers vegna þér ætíð víkið að þessu efni eða fléttið það inn í prédikanir yðar, þegar menn sízt varir.« »Ráðning gátu þessarar er mjög einföld,« sagði Schöner; »mér hefir ætíð komið til hugar í hvert skifti, sem eg hefi stígið upp í prédikunar- stólinn, að skeð gæti, að þetta yrði í síðasta sinn, sem eg flytti ræðu eða áheyrendur mínir hiustuðu á mig; því vildi eg ekki vanrækja hið síðasta tækifæri, er inér byðist ti! að hvetja menn til afturhvarfs og trúar. Eg veit, að vér eigum allir eitt sinn að mæta fyrir dómstóli guðs, en þá vildi eg ekki, að nein sál gæti ákært mig með þessum orðum: »’Eg fór eitt sinn að hlýða á þig, og það var hin síð- asta ræða þín, þá lá þessi spurning mér þungt á hjarta: Hvað á eg að gera til þess að eignast eilíft líf, en þá fræddir þú mig ekki um það’.« Manninum varð orðfall, og furðaði sig ekki á því framar, að Schöner prédikaði svo mikið um synd og náð. (G. B.). Allur náðarl^rdómurinn. Einu sinni stóð prestur nokkur við banasæng guðhrædds manns. Hann hafði talað nokkur huggunarorð við hann, en nú stóð hann hljóður, og gaf gætur að því, hvernig hin jarð- neska tjaldbúð féll saman og hrörn- aði óðum. Hinn deyjandi maður opnaði þá augu sín og leit á prest- inn og sagði: »Pað eru svo margir, sem ekki prédika allan náðarlærdóm- inn«. »Pegar þú prédikar náðarlær- dóminn, þá skalt þú prédika hann allan.« »Hvað er ailur náðarlærdóm- urinn?« segir prestur. »Að Kristur er dáinn fyrir deyjandi menn, og upp- risinn til þess að lifa í mönnunum«, sagði hinn deyjandi maður. G. B. ------------- Vegur lastsnna. Einu sinni var þjófum í fangelsi nokkuru í Lundúnaborg haldin veizia. Voru þeim veittir hinir beztu réttir. Um hálft annað hundrað voru boðnir. Pað var hryggileg sjón að sjá þessar mögru og tötrum klæddu manneskjur, sem allar báru Ijós merki dýpstu eymdar og spillingar. í þessum hóp voru börn, 12 ára gömul, og gamai- menni um sjötugt. Sumir þessara manna höfðu svo dýrslegt útlit, að mönnum varð ósjálfrátt að trúa því, að eigi mundi fyrir þeim liggja að snúa sér til guðs. En hve slíkt líf er beiskt! Enginn, sem þjónar guði frá æskuárum af einlægu hjarta, mun nokkurntíma falla svona djúpt niður í eymd og spillingu, og þó kjósa menn heldur að lifa syndinni, en lífa f sönnum guðsótta. Slíkt geðslag er orsökin til þess, að þessir menn snúa sér ekki tíl guðs, þótt þeir sjái hina ægilegu hegningu fram undan sér, Hjartað er orðið gjörspilt.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.