Frækorn - 13.10.1904, Síða 14

Frækorn - 13.10.1904, Síða 14
174 F R Æ K O R N }{orfið sumar. Gengur til viðar sumarsói, svartir skuggar á dal og hól hníga frá hnúk til strandar, nóttin lengist við norðurpól, nepjan á blómin andar. A loft-öidum fuglinn forðar sér til fjarra landa, þar skógur ber lauf á vetri sem vori, en jarðbundna veran eftir er inn i svellrunnu spori. Fegurðin hverfur, fötnar skraut, fjöl-lit btómin við móður-skaut kveðja lífið með kossi, er dauða hljómur um dal og laut dunar frá köldum fossi. Dauðinn i hverjum drœtti hlær daprast röðull og sumar-blœr, kveður úthaf og elfur, en Hrœsvelgur sína hörpu slær svo hátt, að lifrœnan skelfur. Hallgr. fónsson. Sæði og uppskera. Eftir Katheríne Runck Það gegnir furðu, hve mörg börn hafa hugmynd um, hvað það þýði, að sá sæði. Það, sem vér sáum, er ekki einungis sæði korns, kálmetis og ýmsra annara ávaxta, sem vér hagnýt- um oss; heldur sáum vér einnig sæði hugsunarháttarins og athafnanna. Þetta sæði ber og ávöxt. Orð vor og verk eru sæði. Hvort sem þetta sæði er ! gott eða ilt, mun það bera ávöxt, eft- 1 ir sinni tegund. Hve vel hugsuð mega ekki orð vor vera, ef þau eiga að bera fagra ávexti. í þessu tilliti verðum vér að gæta þess, j að sá jafnan hinu bezta sæði, og þá verður uppskeran oss til blessunar og gleði. Ef hinn þreytti og mæddi maður heyrir vinsamleg og hlýleg orð töluð til sín, verða þau honum til upp- örvunar og hugarstyrkingar, þau verða sem ljós á hinum dimma og hrjóst- i uga vegi hans. Séu orðin þar á móti kuldaleg, munu þau varpa skuggum á braut hans. Eitt eður annað hlýlegt viðvik, þótt ekki sé nema að gefa þyrst- um manni svaladrykk, getur, eftir á- stæðum, orðið til gleði eða hrygð- ar. Einu sinni var eg stödd á járn- brautar-stöðvum, þar sem fólk var að bíða þess, að járnbrautarlestin legði af stað. Margt af þessu fólki virtist mér vera þunglyndislegt og með hryggu bragði. Tvö börn komu þar inn, sem fólkið var; þau voru bros- andi og glaðleg, og höfðu meðferðis knyppi af blómum, sem þau höfðu týnt saman. Þau gáfu blómin móður sinni, sem sat og hélt á grátandi barni í kjöltu sinui. En sú breyting! Barnið, sem móðirin gat ekki huggað, hætti undir eins að gráta, þegar það sá feg- urð blómanna og hin glaðlegu, bros- andi börn standa fyrir framan sig; og fullorðna fólkið gat ekki stilt sig um að brosa að börnunum, og það var eins og ánægjusvipur kæmi á hvert andlit, þegar börnin fengu móð- ur sinni blómin, og barnið hætti að gráta. Vér getum ekki ímyndað oss, hve mikið gott getur leitt af því, í sam- búð vorri við meðbræður vora, ef vér ávalt erum vingjarnlegir og við- mótsþýðir. Þessi börn sáðu blíðlegu brosi, og uppskeran var mikil. Gjörum hið sama, og munum vér uppskera bless- un. J.J.þýddi. Sæktu eftir hinu bezta. Alexander mikli, sem nafnfrægur er orðinn fyrir hinar miklu sigurvinning- ar, sat einu sinni niðursokkinn í djúp- ar hugsanir, þegar vinur hans og kennari, Aristoteles, kom inn til hans og yrti á hann. > Hví ertu nú á tveim áttum? Fjárhirslurnar eru fullar, hér- inn útbúinn og alt brosir við þér.« Alexander svaraði: »Eg sit einmitt og er að hugsa um, hvort það bíði mín svo mikill heiður við það, að leggja undir mig Asíu, að það borgi

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.