Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 11
FRÆKORN
10
elding hafi orðin í Öpinb. 13, 18. komið hon-
um til hugár. Hann tók upp ritblý og skrif-
áði upp orðin, sem stóðu á húfu páfans, og
taldi saman talnagildi þeirra, og fékk þá út töl-
Una 666, sem orðið segir að sé tala dýrsins.
Á myndinni stendur: „Söndag"; það er sett
þar til þess að tákna vald kaþólsku kirkj-
unnar. „Söndag" þýðir dagur sólarinnar-
Spyrji máður, hvaða merki eða sönnun ka-
þólska kirkjan hefir sett á vaid sitt, þá svarar
hún:
„Einmitt það, að hún hafi breytt sabbats"
deginum í sunnudag, og á það fallast mót-
mælendur og komast þannig beinlínis í mót-
sögn við sjálfa sig, þar sem þeir halda sunnu-
daginn stranglega helgan, og vanhelga þó flesta
aðra helgidaga, sem þessi sama kirkja hefir
innleitt." - Abridgement of Christian Doct-
rine.
„Sunnudagshald mótmælenda er dýrkun,
sem þeir, sjáfum sér ósamkvæmir, veita valdi
hinnar rómversk-kaþólsku kirkju." — Plain
Talk about the Protestantism to-day.
Les í sambandi hér með Opinb. 14, 9- 12.
Úr höfuðstaðnum.
Fríkirkjan
hér i Reykjavík er um þessar mundir
að aukast svo stórkostlega, að jafn
vel er útlit fyrir, að hún muni geta
orðið stærsti söfnuður landsins, og
það innan skamms.
Kirkjan (húsið) er svo altof ónóg,
að oft verða margir að snúa heim án
þess að geta komið inn.
Söfnuðurinn hefir því nýskeð ákvarð-
að stækka kirkjuna þannig næsta
sumar, að hún verði langstærsta kirkja
landsins, 35álnirað lengd. Til húss-
ins verður vandað sem mest að föng
eru á.
Ef spurt er um, hverjar ástæðurnar
séu fyrir þessari stórvægilegu fjölgun
fríkiikjusafnaðirins, þá eru þær vafa-
laust fleiri:
1) Gjald: Sá, sem í þjóðkirkju er,
verður að borga það, sem lög rík-
isins ákveða; í fríkirkjunni er spúrt
um, hve mikið hver geti tekið að sér
að gjalda; alveg gjaldfríir eru menn
ekki, eitthvert lág-mark mun fríkirkjan
halda, en
2) Rað minsta, sem þar er tekið
gilt, er þó fyrir margan lægra en hin
lögákveðnu þjóðkirkjugjöld. Rað geti
því verið sparnaður að vera í fríkirkj-
unni.
3) Prestur fríkirkjusafnaðarins er an-
nálaður mælskumaður, og margir þeir,
sem jafnan heyra til hans, munu sjálf-
sagt heldur vilja vera í kirkju þeirri,
sem hann veitir forstöðu.
Hvað snertir andlegar ástæður fyrir
þessum straumi úr þjóðkirkjunni yfir
í fríkirkjuna, þá getum vér ekki gert
! eins mikið úr þeim, eins og sumir
| gera. Kenningar fríkirkjunnar eru í
engu frábrugðnar kenningum þjóð-
kirkjunnar, þótt maður skyldi ætla, að
það þó væri fríkirkjunnar hlutverk að
laga ýmislegt í þá átt. Sama má
segja um kirkjusiðina.
Hvað öllu þessu líður, þá gleðjumst
vér yfir því, að hreyfing á sér stað, að
böndin losna, gömlu vana-böndin,
sem binda svo ótrúlega fast stundum.
Vonandi verður fríkirkjuhreyfingin f
höfuðstaðnum til þess að flýta fyrir
því, að aðskilnaður ríkis og kirkju
innan skamms komist á hér á landi, og
þá væri sannarlega ekki til lítils unnið.
Vatnsveíta í Reykjavík
er vonandi væntanleg, áður en langt
um líður. Um tíma hafa verið gerðar
rannsóknir í Eskihlíð nálægt bænum,
borað og fundið vatn, sem álitið er
að muni verða bæði gott og nægilegt
handa bænum, og margfalt ódýrara
en að leiða vatnið úr Elliðaánum, eins
og áður var um hugsað.