Frækorn - 15.02.1905, Blaðsíða 2

Frækorn - 15.02.1905, Blaðsíða 2
FRÆKORN 22 Hvernig verður vilji guðs fundinn? Biblíurannsókn eftir C. Skovgaard-Petersen. Framh. Hópur heiðinna manna ritaði forðum: »Með því vér þiggjum mála vorn frá höllu konungsins, þá sæmir oss ekki, að horfa á, að konungurinn sé sviftur heiðri« (Esra 4, 14). Vér kristnir menn eigum að bera sama hug til vors himneska konungs! Vér þiggjum líka mála vorn af konungi. Einhverntíma munu þau orðin hljóma: »Kalla þú á verkamennina og greið þú sérhverj- um þeirra sín daglaun« (Matt. 20,8) og á öðrum stað stendwr: »Yðar verk eiga laun í vændum* (2. Kron. 15, 7). Já, drottinn hefir enda sagt við föður hinnatrúuðuogjafnframtviðalla trúaða: »Eg er þín mjög mikil laun« (1. Mós. 15, 1). Drottinn sjálfur og samfélagið við hann er vor laun að eilífu. Eigum vér þá að horfa á það með köldu blóði, að konungurinn sé sviftur heiðri sínum? Vissulega ekki. En konung- urinn og hans himneska ríki hér á jörðinni verður eigi svívirt með öðru fremur en því, að vér, sem heitum eftir honum, víkjum af hans vegi. Og ef rétt er álitið, þá svívirðum vér sjálfa oss með því, vinnum sjálfum oss óbærilegt tjón, því ef vér víkjum frá drotni, þá mun drottinn annað- h v o rt láta oss villast út í eyðimörku, þar enginn vegur er (Job 12, 24)og þáverð- um vér,einsogSúkkóts-búarað »fáskiln- ingvorn af þyrnum og þistlum afeyði- mörkinni (Dóm. 8, 16) en það er hið sama sem ritningin er vön að kalla, að drottinn leiðir breytni hinna óguðlegu þeim yfir höfuð« (Kon. 6, 23). Eða hann fer með oss líkt og konung Assyríumanna: setur hring sinn í nasir vorar og bitil sinn oss í munn (2. Kon. 19, 28), og leiðir oss, hvort sem vér viljum eða ekki, þangað sem hann vill, — það er: með almætti sínu knýr hann oss, þrátt fyrir allan mótþróann, til að gjöra það, sem höndin hans, og ráð hans hafði til- ætlast að verða skyldi (Post. 4, 27 — 28). Hinn tregi verður að framkvæma guðs vilja engu síður en hinn viljugi og hógværi, en það skilur, að öðlast enga blessun af því sjálfur. — >Hví skyldi skemdin verða sjálfum konung- inum að meini?« (Esra 4,22). Sérhvert fráhvarf frá guðs vilja er tjón, ekki að eins veraldlegum manni og vantrúuðum, sem oftast gjörir svo ráð sitt, að hann leitar ekki atkvæða drottins og bætir þannig synd á synd ofan (Es. 30, 1), heldur líka trúuð- um manni engu síður, ef svo ber undir, að hann er óhlyðinn. Pegar Móse varð það á einu sinni, að óhlýðn- ast vilja drottins, þá misti hann við það rétt til að leiða lýðinn inn í fyrir- heitna landið (4. Mós. 20, 7—12). Pegar Jósúa og menn hans gleymdu einu sinni að «spyrja drottinn ráða,« þá voru þeir á tálar dregnir (Jósúa 9, 14. o. s. frv). Hvers vegna skjótum vér því þá svo oft á frest, að spyrja drottinn ráða? í munni hans eru þó engin svik fundin, og orð hans kemur ekki til hans aftur svo, að það hafi ekki framkvæmt vilja hans (1. Pét. 2, 22; Es. 55, 11; 1. Kon. 8, 56). Hvers vegna erum vér svo tregir að ganga vegu drottins? Drottins vegir eru þó yndislegir vegir og allar ; hans götur eru friður? (Orðsk. 3, 17). ! Hvers vegna erum vér svo tóm-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.