Frækorn - 15.02.1905, Page 10

Frækorn - 15.02.1905, Page 10
30 FRÆKORN Trúarjátning Tolstojs. Eg trúi kenningu Krists, og þetta er trú mín: Eg trúi því, að þá fyrst, þegar allir menn breyta eftir kenningu Krists, muni hamingjan búa í heiminum. Eg trúi því, að það sé bæði mögu- legt, hægt og þar að auki gleði að breyta eftir kenningu Krists. Eg trúi því, að á meðan ekki er breytt eftir þessari kenningu, og enda þótt eg væri eini maðurinn á jörð- unni, sem breytti eftir henni, mundi eg þó ekki geta gert annað til þess að bjarga mér frá óhjákvæmilegri glötun en að breyta eftir Kristi, alveg eins og sá, sem í húsbruna hlýtur að taka það eina tækifæri, sem kostur er á tíl bjargar. Eg trúi því, að ef eg breytti eftir kenningu heimsins, myndi lífið verða mér sannkallað kvalræði, og það líf, sem væri samkvæmt kenningu Krists mundi veita mér þá haminguj, sem höfundur tilverunnar hefur ætlað mér í heimi þessum. Eg trúi því, að þessi kenning muni gera alla hamingjusama, að hún frelsi migfrá glötun og veiti mér hina mestu sælu hér í heimi. Og af því eg trúi öllu þessu, ersá einn kostur fyrir mig að breyta eftir henni. Móses hefur sett lögmálið; gleðin* og sannleikurinn veitist fyrir Jesúm Krist. Kenning Krists er gleði og sann- ieikur. /\ður, þegar eg ekki þekti sannleikann, þekti eg heldur ekki gleð- ina. Af því að eg hélt að hið illa væri gott, hneigðist eg að hinu illa og efaðist um að eftirsókn mín eftir hamingjunni væri á rökum bygð. En nú hefi eg fundið sannleikann og trúi því, að hamingjan, sem eg leitast við að ná, sé vilji föðursins og hin sann- asta undirstaða lífs míns. * Qrískaorðið charis, sem þýtt er með orðinu náð, getur alls eigi hér þýtt náð, heldur þýðir það blátt áfram gleði. Jóh. 1, 17. Kristur hefir sagt við mig: Lifðu til þess að verða hamingjusamur, en gæt þín fyrir freistingum, sem eins og tælandi skuggamyndir hamingjunnar svifta þig hinni sönnu hamingju þinni og leiða þig á glapstigu. Hamingja þín er fólgin í því að hafa frið við alla menn. Sviftu þig ekki sjálfur sælu þinni. Kristur hefir sagt, að þegar vér elskum hverjir aðra, þá séum vér í samfélagi við hann, og að þetta sé mannsins eðlilega, hamingjusamlega ástand, sem sérhver maður er í alt þar til hann með sjálfsblekkingu, villu eða tælingu lætur hrífa sig út úr því. Og ekki nóg með það: Kristur hefir einnig í boðorðum sínum Ijós- lega og án þess að það geti verið nokkrum misskilningi undirorpið, gert grein fyrir öllum þeim freistingum, sem hrífa mig út úr þessu hamingju- sama átandi og leiða mig til hins illa. Boðorð Krists gefa mér krafta til þess að veita freistingum þeim mót- stöðu, sem svifta mig sælu minni og þess vegna hlýt eg að trúa þessum boðorðum. Kristur hefir í boðorðum sínum tilgreint freistingar þær, sem eyðileggja hamingju mína, og þess- vegna get eg ekki aðhafst neitt, sem er þeim andstætt Einungis í þessu eina er trú mín fólgin. Kristur hefir kent mér, að fyrsta freistingin, sem eyðileggur (gerir að engu) hamingu mína sé fjandskapur og reiði gegn meðbræðrum mínum. Eg hlýt að trúa því, og get þess vegna ekki lengur af ásettu ráði lifaðíóvin- áttu við aðra menn, eðaein s ogáður hrósað mér af því, glaðst af því og álitið það heimilt, sem afleiðing af því, að eg ætla mig sjálfan of hygg- inn og mörgum öðrum fremri, sem mér virðast minni háttar og vitgrannir. Jafnskjótt sem eg nú hugsa um það, að eg hefi látið reita mig til reiði, skoða eg aðeins mig sjálfan sekan og hlýt að leita sætta við mótstöðumenn mína. Og ekki er nóg með það. Pegar Ath. höf. I

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.