Frækorn - 15.02.1905, Blaðsíða 3

Frækorn - 15.02.1905, Blaðsíða 3
FRÆKORN 23 látir í að ígrunda Iðgmál drottins? >Drottins lög eru þó fullkomin; þau endurnæra sálina« (Sálm. 19, 8). Hvers vegna erum vér svo hræddir við ályktanir drottins? »Hann ályktar þó oss til heilla, en ekki til óheilla« Oer. 29, 11.). Hvers vegna fyrirverðum vér oss fyrir guðs vilja? Hann vill þó, að »allir menn verði hóipnir og komist til þekkingará sannleikanum (1. Tím.2,4). Vér skiljum svo lítið, svo lítið sjálfir, hvað til vors friðar heyrir. Þess vegna ætti guðs vilji altaf að vera göngu- stafur sálar vorrar og styrkur hjarta vors. Því að gæzka hans og speki leiðir aldrei afleiðis. Pvílík saðningarnægð af unaðsemd- um er ekki fólgin í því að gjöra guðs vilja í öllum hlutum. O, hvað það gjörir hjartað létt og djarft og öflugt til að bera byrðar lífsins. »Drottinn er mitt Ijós og mitt frelsi, hvern á eg að hræðast?« (Sálm. 27, 1). Þú skalt því f öllu hafa þetta eina hugfast: Drottinn! hvað er 1 þessu efni rétt fyrir þér? Þjónaðu drotni með óflekkaðri samvizku (Tím. 1, 3), það er: breyttu aldrei svo, að þú þurfir að dæma sjálfan þig fyrir það, sem þú hefir valið þér (Róm. 14, 22) þá mun drottinn blessa þig af náðarnægð sinni. Reim, sem gjörir það, sem er gott og rétt og satt fyrir augliti drottins vors guðs (2. Kron. 31, 20), mun konungurinn heiður sýna (Ester 6, 6). Þann, sem gáir að veginum mun eg láta sjá guð (Sálm. 50, 23). firjú frumskilyrðx. Með þessu hefir þá spurningin: Hvernig verður guðs vilji fundinn ? öðlast sitt rétta gildi. Vér höfum nú séð, að vér, kristnir menn eigum að gjöra vilja guðs, og það er altaf fyrir því hafandi að gjöra hann.Rað getur held- urenginn efi á því leikið, að drottinn er fúsaðbirtaoss hann. »Upplýsing« erein af hinum dýrmætu gjöfum hins eilífa föður. Vér getum ekki gjört þann vilja, sem vér ekki þekkjum. Vér getum ekki verið hreinir ogámælislausir borið ávexti réttlætisins, nema vér öðlumst fyrst þekkingu og góða greind, svo vér getum skilið hvað rétt er og valið hið bezta (Fil. 1, 9—10). Vér getum ekki breytt, eins og drotni er sam- boðið, honum til þóknunar á allan hátt, nema vér »fyllumst þekkingar á guðs vilja« (Kol. 1, 9 — 10). Til þess útheimtist þetta þrent: I. Vér verðum sjálfir að lifa í guði. II. Vér verðum að vera fyllilega ein- lægir í samlífi voru við guð. III. Vér verðum í hverju einsíöku tilfelli, sem fyrir kemur, að vinnaand- legt starf. Frh. Cietum vér skilið það? »En þér, bræður eruð ekki í myrkri, svo að sá dagur geti yfiryður komið sem þjófur.« 1 Tess. 5, 4. Kæri lesari, vér biðjum þig um að hugleiða eftirfarandi setningar, sem eru samkvæmar ritningunni: 1. Spác/ómar ritningarinnar eru skilj- an/egir. Er ekki heilög ritning opin- berun guðs? Jú, vissulega! En ef ekki sé hægt að skilja hana eða suma hluti hennar, þá er það ekki opinber- un. Hví skyldi guð gefa mönnum bók, sem þeir alls ekki gætu skilið? Rað væri bæði óskynsamlegt og órétt- látt; og drottinn hefir sannarlega ekki

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.