Frækorn - 15.02.1905, Side 6
FRÆKORN
Sólin og vindurinn
26
Hér er svomargt.svomargt.sem þarfaðgreiða,
og menning vor er enn þá stírð í taum.
Ei stoðar lengur allrí tið að eyða
við óljósan og gamlan frœgðar-draum.
Hann vildi reyna’ i landið inn að leiða
frá Ijóssins brunnum sannan mentastraum.
Hver verður til að taka við af honum ?
Hver treysiir sér af landsins vösku sonum ?
Á þing nú bráðum safnast landsins synir,
þess sœmd og hag að leggja’ á metaskál.
Þá reynast mun, að vinar sakna vinir,
er vandasöm að höndum koma mál.
Þá jafnvel eigi siður sakna hinir,
þvi sannast er, að allir virtu Pál.
Og fósturlands vors fólknárungar snjallir
þá finna bezt, hvað misl vér höfum ailir.
í Austur-heimi voða-vopnin gjalla,
og víga-dunur þaðan heyra má.
Þar hrönnum saman hraustir drengir falla,
en heitum þeirra greinir enginn frá.
En aftur berstþað hratt um heimsbygð alla,
er höfuðkappar líðsins bana fá.
Og ef til vill á einum stendur meira
en ótal liðs, þótt sé það talsins fleira.
Á voru eigin œttarlandi kalda
oss ógnar lika stríð á margan háti.
í gegn oss herja sóttir, is og alda,
og enginn getur staðist heljar mátt.
Þótt vaskir drengir velli reyni’ að halda,
þeir verða þó á grund að hníga lágt.
Hvestór erskaði’í hóp af hraustum sveinum!
en hér er jafnvel margfalt tjón að einum.
Þó skal ei œðrast. Forða má ei feigum.
Hann féll með sœmd og dýran sigur vann.
Vér röskva drengi eftir líka eigum,
þótt erfitt sé að ná til jafns við hann.
Um framtíð landsins ei vér efast meigum,
það eignast síðar margan góðan kann
með hjarta’ úr gulli, hjör úr björtu stáli,
sem hefir sina fyrirmynd i Páli.
Hið þyngsta jörðin örast að sér dregur
og alt er setium þyngdarlögum háð.
En hvað er þyngst? Það veit sá einn, er vegur
á vogarskálar himins: rétt og náð.
Oss þykir drottins dómur undarlegur,
en dirfumst ei að kenna honum ráð.
Hann lœtar bœði’ hið létta’ og þunga falla,
hann lifs er þungamiðjan fyrir alla.
V. Bx. i ísaf.
Dæmisaíta.
Sólin og vindurinn fóru einu sinni
að deila um það, hvort þeirra væri
sterkara.
Rau deildu lengi, en hvorugt vildi
láta undan.
Þá kom ríðandi ferðamaður eftir
veginum, og kom þeim saman um
að reyna sig á honum.
»Þú skalt fá að sjá það,« sagði
vindurinn við sólina, »að eg þarf að
eins að rífa dálítið í hann, til þess að
taka kápuna frá honum«.
Og vindurinu tók áð blása af öllum
kröftum. En eftir þvf, sem vindurinn
gekk harðara að honum, vafði hann
kápunni fastar og fastar um sig. Hann
formælti vindinum, en hélt samt á-
fram.
Þá reiddist vindurinn og rak á hann
bæði snjó og regn. En ferðamaður-
inn spenti beltið að eins fastar um
sig og lét ekki undan.
Vindurinn sá nú, að það var ekki
hægt að slíta af honum kápuna.
Nú gægðist sólin fram milli tveggja
skýja, björt og hlý, og þurkaði og
hitaði jörðina. Ferðamaðurinn gladd-
ist yfir hinum milda hita og tók af
sér kápuna.
»þarna sérðu,« sagði sólin við vind-
inn, að maður kemur meiru til vegar
með góðu en illu.«
„Alt of miklð guðs orð“
segja sumir að sé í „Fræk".
„Alt of mikið guðs orð!" Ekki er hægt að
kalla slfkt guðrækilegan hugsunarhátt.
Það, sem ætti að vera mönnum kærast af
öllu, er þó orð drottins Sumir menn eru ekki
meira kristnir en svo, að það, sem er alvarlegt
og sannkristilegt, vilja þeir hvorki sjá né heyra.
En ætli það sé mikið varið i slíkan kristin-
dóm? Og ætli menn geti glaðir mætt dauða
og dómi með slíkum ókristilegum hugsunar-
hætti?